Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN I. JONÍ, 1933 Ur bœnum og grendinni Skuldar-íundur í kvöld (fimtu- dag) og framvegis nú yfir sumar- tímann, heldur stúkan Skuld fundi sína annanhvern fimtudag. Mr. Kristján Finnsson frá Duluth, Minn. var stadur í borginni í vikunni sem lei8. Hann var á leið til Vancouver, B.C., þar sem hann gerir ráð fyrir að verða framvegis. Hann var áður í Selkirk, Man., og er sonur Mr. og Mrs. Guðmundar Finnsson. Mr. Hósías Hósíasson frá Moz- art, Sask., var í borginni í siðustu viku. Safnaðarfund heldur Fyrsti lút- erski söfnuður í Winnipeg í fund- arsal kirkjunnar, á miðvikudags- kveldið í næstu viku 7. júní, kl. 8. Verkefni fundarins er að kjósa fjóra menn til að mæta á kirkju- þinginu, sem haldið verður í Argyle bygð 23.—27. þ. m. Fleiri mál söfn- uðinum viðvíkjandi, verða tekin til umræðu ef ástæða þykir til. Mcssur í Vatnabygðum Guðm. P. Johnson, sem stundað hefir nám við lúterska prestaskól- ann í Saskatoon hinn síðastliðna vetur, flytur messugjörðir sem hér segir: Á hvítasunnudaginn 4. júní, Kandahar kl. 11 f. h.'; í Wynyard kl. 2 e. h. og Mozart kl. 8 að kvöldinu. Trinitatis, sunnudaginn 11 júní, í Leslie kl. 11 f. h.; Foam Lake kl. 2 e. h. og í Elfros kl. 8 að kvöldinu. Fólk er beðið að f jölmenna. Allir hjartanlega velkomnir. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur: Mrs. B. Hallson, Mrs. Allford, Mrs. A. Barker, Mrs. B. Russell; Mr. W. Anderson, Mr. R. Ogilvie, Mr. B. Burr, Mrs. S Ferrer. Séra Jóhann Friðriksson messar í fylgjandi söfnuðum í júní mánuði Ferming á Lundar þ. 4 júní kl. e.h.; messa á Lundar þ. 11 júní kl 11 f. h.; mesa í Luther söfnuði 11 júní kl. 2. e. h. og fólk er beðið að muna eftir almennum safnað^r fundi eftir messu. Messa á Lang ruth þ. 18 júní kl. 2 e. h. í nafnalistanum, sem prentaður var í síðasta Lögbergi yfir þá er út- skrifuðust af Manitoba háskólanum við nýafstaðin próf, var eigi getið nafns Hermanns Johnson. Mr. Johnson útskrifaðist Bachelor of Science, honors course, með á- gætis einkunn (magna cum laude). og stóð hann hæstur við prófin af þeim er veitt var Bachelors of Science stigið, honors course. Ólafur Ólafsson og Ingunn Elíza- beth Hallgrímsson, bæði frá Glenboro, Man., voru hinn 28. maí gefin saman í hjónaband. Hjóna- vígsluna framkæmdi Dr. Björn B. Jónsson, og fór hún fram að heim- ili hans 774 Victor St. Lúter M.- Líndal andaðist George eyjunni í Winnipegvatni laugardaginn í vikunni sem leið Hann varð bráðkvaddur og varð hjartabilun dauðamein hans. Hann hafði í allan vetur verið í þessari eyju, umsjónarmaður fyrir Arm strong fiskifélagið og bar dauða hans að þegar fyrsti báturinn var nýkominn til eyjarinnar. Lúter M Lindal var 47 ára að aídri. Hann eftirlætur konu og sex börn. Heim- ili f jölskyldunnar er á Gimli. For- eldrar hans eru Mr. og Mrs. Björn Líndal, 173 College St., St. James Fyrir fáum vikum andaðist hér grend við borgina bróðir hans Columbus, eins og getið var um hér í blaðinu. Er því hér mikill harmur kveðinn að hinum öldruðu foreldr- um. Á laugardaginn þann 27. mai síð- astliðinn var Mrs. S. C. Thorsteins son (áður Sigriður Olson), haldið kveðjusamsæti að heimili Mr. og Mrs. W. H. Olson, er um þrjátíu vinkonur hennar tóku þátt í. Var tilefni samsætisins það, að Mrs. Thorsteinsson var í þann veginn að flytja alfarin héðan úr borginni, og taka sér bólfestu í Humbolt, Sask Var hún leyst út með mörgum og fögrum minningargjöfum. Mrs. Thorsteinsson leggur af stað til síns nýja heimilis á föstudaginn kemur, þann 2. júní. Jóns Sigurðssonar félagið heldur sinn næsta fund á þriðjudagskeldið, hinn 6. þ. m. kl. 8 að heimili Mrs. Summers, 204 Queenston St. Dr. Tweed tannlæknir verður staddur í Árborg fimtudaginn þann 8. þ. m.—Aðeins einn dag í þetta sinn. Mr. J. K. Olafson frá Gardar, N. Dak. var staddur í borginni á þriðju- daginn. Góð Tíðindi Nýasta Rjómabúið í Winnipeg er nú tekiö til starfa. /’að er starfrækt af heimamönnum með heima rekstursfé., Hrcin, gerUsneydd Mjólk, Rjómi og Rjómabússmjör. Standard Dairies Ltd. WELLINGTON and McGEE Sími 29 600 E. G. Moor Manager O Kvenfélög Fyrsta lúterska safn- aðar halda útiskemtun (lawn social) á grasflötinni fyrir sunnan kirkjuna, þriðjudaginn 6. júní n.k. Þetta verður að líkindum seinasta skemtisamkoman, sem haldin verður til arðs fyrir Fyrsta lút. söfnuðinn fyrir sumarmánuðina, og hafa því bæði kvenfélögin tekið saman hönd- um um að gjöra hana eins skemti- lega og fullkomna sem tök eru á. Samkpman hefst með máltíð kl. 5.30 og stendur yfir til 7.30. Eftir kl. 8 geta allir fengið kaffi og kökur. Máltíðin kostar 25C fyrir fullorðna en 15C fyrir börn, og kaffið kostar 15C. Ágæt skemtiskrá er undirbúin og fer fram að kveldinu, undir um- sjá Mrs. Helgason, músík-kennara og Mrs. Th. Johnston. Komið, allir vinir, og neytið sameiginlega mál- tíðar og styrkið gott málefni og njótið ánægjunnar af að hittast, tal- ast við og hlusta á fallegan hljóð- færaslátt. Gísli Guðmundsson, hátt á þriðja ári yfir áttrætt, andaðist að heimili þeirra Nlr. og Mrs. Þorleifs Daníels- sonar, Skógarnesi í Mikley, þ. 13. maí s. 1. Var ættaður úr ÞistilfirSi í Norður-Þingeyjarsýslu. Kom vest- ur um haf árið 1904. Dvaldi jafn- an á Mikley, frá því er hann kom af íslandi. Fyrst í mörg ár hjá Helga Ásbjörnssyni og Margréti sál. konu hans, er var náskyld Gísla, en síðan hjá dóttur þeirra Helga og Margrétar, Mrs. Daníelsson og Þor- leifi manni hennar, í Skógarnesi. Leið Gísla ágætlega alla tíð hér vestra. Var ógiftur alla æfi. Mað- ur heilsugóður lengst af, og lá nærri enga banalegu og fékk hægt andlát. Jarðsunginn með húskveðju frá heimilinu og með útfararathöfn í kirkju Mikleyjarsafnaðar þ. 19. maí. Séra Jóhann Bjarnason jarð- söng. Mr. og Mrs. Nordal Um aldarfjórðungs skeið hafa þau Mr. og Mrs. H. G. Nordal átt heimili í Leslie, Sask., en nú eru þau fyrir skömmu flutt til Theodore, Sask., þar sem Mr. Nordal er ráðs- maður fýrir North American viðar- sölufélagið. Hafa þau hjón jafnan verið vinsæl mjög í sínum bæ og bygð og tekið þar mikinn þátt í fé- lagslífinu og mörgum málum bæjar- ins og bygðarinnar. Rétt áður en þau fóru frá Leslie, var þeim haldið fjölment og mjög myndarlegt kveðjusamsæti í sam- komuhúsi bæjarins. Tóku þátt i því um 250 manns. Mr. A. J. Ólafsson stjórnaði samkvæminu og fórst hon- um það prýðilega vel. úr hendi Skemt var með söng og hljóðfæra- slætti og margar ræður voru fluttar bæði á ensku og íslenzku, en aðal- ræðu flutti W. H. Paulson fylkis- þingmaður. Flutti Mr. Paulson snjalla og skemtilega ræðu og fór mjög lofsamlegum orðum um Mr. og Mrs. Nordal og starfsemi þeirra alla, öll þau mörgu ár., sem þau hefðu átt heima í Leslie. Færði hann þeim mjög vandaðan silfur- bakká með viðeigandi áletrun, sem vinagjöf frá Leslie-búum. Mr. Nor- dal þakkaði gjöfina og samsætið og alla þá vinsemd og góðvild, sem sér og konu sinni væri nú í té látin. Eftir að langri og góðri skemti- skrá var lokið, voru rausnarlegar veitingar frambornar og þar á eftir var dansað fram á morguninn. Samsætið var hið ánægjulegasta og bar ljósan vott um að í Leslie og grendinni hafa þau Mr. og Mrs. H. G. Nordal notið mikillar virðingar og vinsælda. TIL SOLU Eitt stærsta og fullkomnasta matsölu og kaffihúsið í vestur- bænum, WEVEL CAFE, að 692 Sargent Ave. Öll áhöld hin fullkomnustu, þar á meðal nýir kæliskápar— Refrigerators. Sérstök kjörkaup gegn peningum út í hönd. Upplýsingar veitir á staðnum, Mrs. Rannveig Johnston, eigandi. leik við söng frúarinnar hafði með höndum ungfrú Snjólaug Siguröson og fórst hið prýðilegasta. í laginu “Hirðingjar,” eftir Schumann sungu stutta einsöngs- kafla með flokknum, þær frú Sig- ríður Thorsteinsson og ungfrú Matthildur Halldórsson. Eitt lagið á skemtiskránni fanst mér tilfinnanlega mistakast; á eg þar við vögguvísuna eftir Brahms; þýðleikinn fauk út í veður og vind, og það svo mjög, að lagið varð hryssingslegt með köflum. Annars voru veiku tónarnir, eða píanissimó- ið, flokksins ótraustasta hlið. Um forustu söngstjórans er ó- þarft að fjölyrða; við áhrifin frá sprota hans verður hvaða söng- flokkur, sem hlut á að máli “auð- mjúkur þjónn.” Starf Brynjólfs Þorlákssonar meðal vor Vestur-Islendinga um tuttugu ára skeið, eða því sem næst, er orðið harla margþætt. Hefir það verið að makleikur metið ? Hr. Gunnar Erlendsson lék undir á pianó með flokknum og leysti þann starfa prýðilega af hendi. E. P. J. portrayeá on the / Aj grandest scale ever Jj attempted.Thestory , •• of a love that held, with f’aith and cour- Vj? age, in deiLance of j the rushing Caval- ,fj cade calied Life! C«st of 3500 líjUr-j' 40 Feafured Playera ^ A FOX Achievement Produced at Fox Movietone Qty WONDERMND THEATRE Mon. & Tues., June 5-6 Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, hvítasunnudag, eru fyr- irhugaðar þannig, að morgunmessa verður í gamalmennaheimilinu Bet- el, kl. 9.30 f. h., og síðdegismessa kl. 2 e. h., í kirkju Gimlisafnaðar. Ferming ungmenna og altarisganga við þá messu. V’erður reynt að byrja stundvíslega á þeim tíma sem hér er tiltekinn, kl. 2 e. h hér með hjartans Þakkarorð Við undirrituð viljum senda okkar innilegasta rakklæti öllum ættingjum, vinum og nágrönnum fyrir hinn mikla kær- leik er þeir auðsýndu okkar elskaða eiginmanni og föður, Pétri Thor- finnsyni í veikindum hans, og fyrir allan kærleika og samúð er þeir auðsýndu okkur í sorg okkar og söknuði við fráfall hans. Við met- um þann kærleik mikils og biðjum Guð að launa. Mountain, N. D., 28. maí, 1933. Dýrfinna Thorfinnson, Vivian Thorfinnson, Margrét Thorfinnson, Mr. og Mrs. Clifford Martin Á hvítasunnudag', 4. júní, fer fram fermingar-guðsþjónusta og altarisganga á Mountain kl. 11 f. h Sum fermingarbörnin eru ensku mælandi svo guðsþjónustan fer fram bæði á ensku og íslenzku. Stutt guðsþjónusta verður hald in á Gardar kl. 3 e. h. næsta sunnu dag. Safnáðarfundur strax á eftir til að kjósa erindreka á kirkjuþing og ræða um samband kirkjufélags ins við önnur kirkjufélög. Mánudagskvöldið hinn 5. þ. m. heldur VíkursöfnUður almennan safnaðarfund til að kjósa erindreka á kirkjuþing og ræða um samband kirkjufélagsins við önnur kirkjufé- lög. Söngskemtun KARLAKÓR ISLENDINGA I WINNIPEG heldur samsöng í Árborg, Man, miðvikudaginn þann 7. júní, 1933, kl. 8.45 Songstjóri—hr. Brynjólfur Þorláksson Einsöngvari—Séra Ragnar E. Kvaran Meðspilari—hr. Gunnar Erlendsson Hr. Páll S. Pálsson syngur gamanvísur. INNGANGUR 50C Dans á eftir samsöngnum við góðan hljóðfæraslátt. Samkomu hafði R. .H. Ragnar, píanó kennari, með nemendum sínum á fimtudagskveldið í vikunni sem leið í Y.W.C.A. Samkoman var mjög vel sótt, þrátt fyrir afar mikið regn það kveld. Má hiklaust segja, að samkoman var í alla staði hin ánægjulegasta. Jenny Dahl aðstoðaði með söng, og fórst þáð mjög laglega. Karla- kór Jóns Bjarnasonar skóla undir stjórn Miss Salóme^ Halldóráson söng fjörlega og með ágætum sam- tökum og má óhætt segja að piltarn- ir skemtu áheyrendunum mjög vel min væna- með söng sínum. Þess er sérstak- lega vert að geta, að einn af nem- endum R. H. Rágnar, ungur piltur, Marvin HaliJerson, lék þarna lag, er hann hafði sjálfur samið og vakti það svo míkla eftirtekt, að hann var hvað eftir annað kallaður fram. Yfirleitt var samkoman ágæt, þó hér sé ekki frekar farið út í einstök Nýstárlegt skemtikvelc Síðastliðið mánudagskveld naut allmargt fólk, þó betur hefði raun ar mátt vera, nýstárlegrar skemti stundar í Fyrstu lútersku kirkju; lét þar í fyrsta skifti opinberlega til sín heyra hinn nýi söngf lokkur íslenzkra kvenna í Winnipeg, er stofnaður var í öndverðum janúarmánuði síðast- liðnum. Hr. Brynjólfur Þorláksson stjórnaði flokknum. Er tekið er réttilega tillit til þess hve flokkur þessi er ungur i hett- unni og margt af meðlimum hans því nær með öllu óvant söng, þó nokkuð sé þar að vísu taminna radda, þá verður ekki annað sagt, en að sæmilega tækist til um söng- inn, og í sumum tilfellum prýðisvel. Söngskráin var hæfilega löng; sum lögin stutt, en önnur skrefa drjúg og allerfið yiðfangs. Af þeim lögum, er mér fanst syngjast hvað bezt, má tilnefna “Last Night,” eft ir Kjerulf ; “Sofðu vært mín væna,” eftir Wetterling; “Þegar blómin brösa,” eftir L. Reichardt, og “Mariquita,” eftir E. Marzo. Síð- asta lagið á söngskránni, “Serenade” eftir Schubert, söngst og allvel, þó ekki væri laust við með köflum að nokkuð skorti á æskilegan innileik. Úr þvi var samt meira en bætt með hinni blóðríku og tæru rödd frú Sigríðar Olson, er söng forustu- rödd í laginu með flokknum. Framburður texta var yfirleitt góður og hreint ekki síðri á íslenzk- unni, svo sem í laginu “Sofðu vært Ung stúlka, Miss Beth Hunter, sagði frani af reglulegri list. Frú Sigriður Olson söng tvö ein- söngslög “Oh That It Were So,” eftir Bridge og “Spring Night,” eft- ir Jensen; náði hún slíku fullveldi yfir rödd sinni í meðferð þessara tveggja unaðsfögru laga, að hin dýpsta nautn var á að lýða. Undir- Niels Adolf E. Norden ‘ skjöld Skömmu fyrir jólin voru 100 ár liðin síðan sænsk-finninn Norden- skiöld fæddist í Helsingfors. Er hann talinn með merkustu land- könnuðum, sem Norðurlönd hafa átt og það sem einkum heldur nafni hans á lofti er för hans austur um íshaf fyrir norðan Evrópu og Asíu, landnorðurleiðina svonefndu, sem hann kannaði fyrstur manna. Nordenskiöld lagði stund á efna- fræði og steinafræði við háskólann, og tók doktorspróf 1857. En hann var frelsisvinur mikill og lenti oft saman við rússnesku kúgaravöldin Finnlandi og neyddist til að flýja land. Settist hami þá að í Stokk- hólmi. Um það leyti voru Svíar að byrja að gefa sig að rannsóknum norðurhafa og var Nordenskiöld í ferðum Torells til Spitzbergen 1858 og 1861. Jafnframt gerðu Svíar hann að forstöðumanni steinasafns- ins í StQckhólmi. AriS 1864 og 1868 stjórnaði hann leiðangrum til Spitz- bergen og komst í síðari ferðinni lengra norður á bóginn með skipi en nokkur maður hafði komist áður, eða á 810 42' nbr. Sumarið 1870 komst hann 50 km. inn á Grænlands- ísa og þótti það þrekvirki og 1872 hafði hann vetursetu á Spitzbergen, en 1875 komst hann á skipi austur að ósum Jeneissei og var það undir- búningsför undir norðausturleiðina. Komst hann þessa leið á skipinu ROYAL YORK CAFE 629 SARGENT AVE. Beztu máltíðir sem hugsast get- ur, við óviðjafnanlega sanngjörnu vei-ði. FISH and CHIPS, bezta tegund til þess að taka með sér heim, fyrir I5c og þar yfir. BED PLANTS ROSES, CARNATIONS, TULIPS, ETC. VARIOUS POT PLANTS t Verð lægra en niðri í bæ Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 “Ve^a” 1878—79 og varð nafn hans þá frægt um allan heim. Síðustu rannsóknarferðina sem nokkuð kvað að fór hann til Grænlands 1883. Eftir þetta settist hann að mestu í helgan stein en gaf sig að vís- indastörfum. Sérstaklega þykir á- stæða til að minnast á rit hans og nýjungar í lanclkostagerð og ferða- sögn hans og vísindarit um Vega- förina. Hann var jafnframt vís- indastörfum sínum áhugasamur stjórnmálamaður alla tíð. —Fálkinn. FALCON “BOOSTER NIGHT” WHIST DRIVE AND DANCE The Falcon Athletic Association’s regular Whist Drive and Dance will be held on Saturday night at the I.O.G.T. Hall, Sargent and McGee, commencing at 8.30 p.m. The Club has arranged for a program of old- time and modern dancing under the supervision of Mr. Anderson, who so capably handles the Tuesday night whist drivesA Eddie Walker, old-time fiddler, has been secured by Betty Eyolfson’s orchestra, and it is earnestly hoped that there will be a good attendance of supporters to make the evening a big success. Mr. B. S. Thorvardson frá Akra, N. Dak., var staddur í borginni á þriðjudaginn í þessari viku. MID-WEST SEItVICE STATION COR. SARGENT & AGNES ST. Starfrækt af nýjum eigendum. Fyrsta flokks afgreiðsia. Kostaboð á iaugardaginn — 1 gallón af gasi, eða % gaUón af ottu ókeypis með hverjum 10 gallónum af gasi. Phone 37 448 íslenska matsöluhúsið par sem Islendingar I Winnipeg og utanbæjarmenr, fá aér máltlðir og kaffi. WEVEL CAFE 692 SAROENT AVE. Slml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandi. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiðlega um alt, sem a8 flutningum lýtur, smáum eBa etór- um. Hvergi sanngjarnara verB. Heimili: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 CARL THORLAKSON úramiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimaslmi 24 141 /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.