Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. JÚNÍ, 1933 Bls. 3 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga --■AP i Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. “Einmitt. Svo var það ekki meira. Eg get þá treyst yður?” “Fyllilega, lávarður minn!” Giles fór leiðar sinnar og steig inn í bílinn. En ihr. King settist í skrifstofustól sinn, alveg steinhissa. “Hamingjan góða, alt getur maður nú rek- ist á! Hann á að giftast henni að þrbm vik- um liðnum—eftir því sem blöðin skýra frá. Það er ekki lengra síðan en í gær, að þau komu heim saman—og eftir öll þessi æfintýri, sem þau liafa upplifað—það er alveg óskilj- anlegt. Hann vill láta njósna um hana. Jú, jú, það er svei mér fjörugur heimur, sem við lifum í, því er eigi hægt að neita. En eg get hengt mig upp á það, að eg skil ekkert í, hvað undir þessu býr.” Hann þrýsti á bjölluhnapp. , Er Fortman við?” “ Já^ herra.” Fortman kom inn. “Hérna er verk handa yður. Þér þekkið stórhýsi Sir John Ventors, við Shrewburry Square?” “Já, herra.” “Hafið gát á húsinu. Það er ungfrú Ven- tor, sem um er að ræða. Veitið henni eftir- för, hvert sem hún fer, og verið á verði, þang- að til Lesson kemur og leysir yður af verði.” “Já, herra!” Það var eigi hægt að sjá á Forman, hvort hann varð eins hissa og liús- bóndi lians. Andlit hans var svo tilbreytingr arlaust, eins og væri það skorið í tré. XXX. Einmana. Einvera eyði-eyjarinnar hafði aldrei lagst eins þungt á Ralph Belmont, eins og einveran á meðal miljónanna í Lundúuum. Xú voru tveir dagar liðnir, síðan hann kom lieim aftur til Englands, og hann stóð nú og horfði xít um gluggann á litla húsinu, sem Elsa hafði bent lionum á. Hann stóð nú við gluggann og sá fólkið streyma framhjá og liver og einn hafði nóg með sjálfan sig og sitt, og einverutilfinn- ingin lagðist þung og voldug á liann. Honum virtist, að liann gæti alls eigi afborið þetta stundinni lengur. Hurðinni var lokið upp, og roskin kona kom inn í herbergið. Hún var alvarleg á svijj og góðleg. Það var liún, sem Efsa liafði talað um og kallað vinkonu sína. Hún horfði á hann og brosti við. “Þér eruð víst að gá að, hvort lmn komi ekki, hr. Smith, ” mælti hún vingjamlega. Hann sneri sér snöggt við. “Nei, eg er ekki að búast við henni liingað. Eg óska heldur ekki, að hún komi. Það væri lang bezt að við sæjumst aldrei framar.” “ Já, en liún skrifaði mér, að hún ætlaði að koma, undir eins og hún gæti. En liún er svo önnum kafin þessa dagana. Það er nú heldur en ekki veður, sem gert er af henni. Það stendur í blöðunum alt saman—þeir skrifa dálk eftir dálk um Elsu litlu, og svo líka um —um liann.” Hún þagnaðd augnablik. “Það er sagt, að þau ætli að giftast að þrem vikum liðnum. Það verður víst brúðkaup í lagi. Það verður skraut og viðliöfn!” Hún varpalði öndinni. “Eg get nú annars aldrei almenni- lega skilið, þvers vegna það ótti að verða hann,” bætti hún við. “Eg hefi aðeins séð hann einu sinni—lians herlegdáð—og eg get ekki sagt, að mér lítist neitt sérlega vel á hann. Maður á auðvitað eklci að vera svo fljótur á sér að kveða upp dóm um aðra, en hann er ekki eftir mínu geði, lir. Smith.” “Heldur ekki mínu, ” mælti hann og hélt áfram að horfa út um gluggann. “Frú Grace,” sagði hann alt í einu, “eg kom hingað af því eg hafði lofað henni því. Hún vildi gjarna tala við mig einu sinni enn þó— í síðasta Isinn. Eg gerði, eins og liún bað mig um, og eg liefði beðið hér þolinmóður, en liún liefir ekki komið.—Þér skiljið víst, að eg get ekki lialdið áfram að lifa á náð annara— hvorki frá yður né hennar hálfu. Eg er pen- ingalaus. Eg get ekki borgað fyrir mig, og það er mér óbærileg hugsun. Þetta skiljið þér eflaust vel?” “ Já, en—Elsa litla vildi nú liafa það svona, að þér kæmuð hingað. Hún hefir eflaust ein- hvern tilgang með því. ” “Já, ef til vill. Þér hafið verið mjög vin- gjarnleg við mig þessa tvo daga, og eg er yður mjög þakklátur fyrir það. En eg get ekki haldið því áfram, að lifa á góðgerðasemi annara. Eg býst við, að eg sé of stórlátur í mér til þess. Eg hefi aldrei lifað á náðar- gjöfum annara og eg get ekki vanið mig á það. Eg verð að fara héðan, ’ ’ sagði hann og brosti til hennar. “Bíðið þér bara, þangað tii hún kemur, ” mælti frú GLrace. “Það getur ekki liðið á löngu. Þér verðið að múna, að það eru svo margir, sem þurfa að hitta liana og hafa tal af henni. Hún hefir því ekki margar stund- irn afgangs. En þér getið verið viss um, að hún kemur undir eins og tækifæri gefst. Það skrifaði hún mér, og eg veit að Elsa litla lieldur það, sem hún liefir lofað.” “Eg efast ekki um það. Eg ætla að bíða enn einn dag. Sé hún þá ekki komin— ’ ’ Hann þagnaði stundarkorn. “Eg ætla að bíða til morgnns,” mælti hann svo. Að hálfri stundu liðinni gekk liann út. Hann var ekkert hræddur um, að nokkur myndi þekkja sig þar um slóðir. Það var alment áht, að Ralph Belmont hefði farist. Dvöl lians á eynni hafði einnig gerbreytt út- liti hans, svo að efamál var, hvort jafnvel kunnugir hefðu þekt hann í fljótu bragði. Auk þess var hann fremur ókunnur hér í Lundúnum. Mest alla æfi sína hafði hann dvalið í Yiorkshire og Lancashire 1 Sheffield, Halifax og Manchester voru allmargir, sem þektu hami, og á þeim slóðum þyrfti hann því að vera varkárari. 1 Lundúnum þurfti hann þess ekki. Hér var hann ókunnugur meðal al- ókunnugra. Það var að vísu tekið eftir honum á götu. Hann var liár og beinvaxinn og brúnn í and- liti af sólbruna. En enginn þekti hann. Þetta tveggja daga aðgerðaleysi hafði þegar merkt hann. Það var bomið yfir hann eins konar eirðarleysi. Hugsanir haixs allar snerust sí- f elt um eitt og hið sama: “Hún á að giftast Giles. Að fáeinum vik- um liðnum er hún orðin konan hans! ’ ’ Blöðin líöfðu flutt þessa fregn eftir öllum kúnstar- innar reglum: RÓMANTÍK! Rrúðkaup Effingtons lávarðar og ungfrú Elsu Ventor- Tvisvar sinnum varð hann að spyrja -sig til vegar. Lundúnaborg var honum ókunnari og viliugjamari heldur en veglaus eyðimörk. Loksins fann hann þá götu, er hann hafði leitað að. Hún lá inn að hinum skrautlega Shrewsbury Square og var einnig sjálf mjög ríkmannleg gata með stórum höllum og fögr- um. Sir John Ventor bjó í nr. 12. Belmont virti fyrir sr hina miklu og skraut- legu höll, um leið og hann gekk fram hjá. Höllin var með þeim allra fegurstu. Hér átti hún heima! Hún liafði ekki getað lialdið loforð sitt um að koma til hans. Og nú var hann kominn til hennar. Hann var að vísu vonlaus um að liafa tal af henni, hann bjóst jafnvel tæplega við því að sjá liana; en það var þó ætíð bót í máli, að fá að sjá húsið, sem hún átti heima í. Belmont hélt áfram í hægðum sínum. Hann mætti nú í annað sinn fremur tötralega klædd- um manni. Það var bersýnilega flækingur eða einhver iðjuleysingi. Hann lötraði áfram með hendurnar í vösunum, nam staðar sem snögg-vast og leit í kringum sig sljóum aug- um og liélt svo áfram göngu sinni—aftur á bak og áfram á sama svæði. A dvöl sinni á eynni hafði Belmont vanist því, að líta á alt og alla með tortygni og vera aðgætinn og varkár í hvívetna. Honum virtist því undir eins, að það væri eitthvað grunsamlegt við þennan náunga, og sá granur hans styrktist við það, er liann mætti honum aftur. Belmont var kominn á enda götunhar, sem var stutt þvergata, og nam því saðar. Hann hafði ekk- ert sérstakt fyrir stafni, og honum fanst því, að hann gæti, lieldur en ekkert, stvtt sér stundir með því að athuga þenna flæking—úr því hann hafði ekkert annað að 'gera. Hann hafði grun um, að þessi náuugi liefði eitthvað ákveðið fyrir stafni, eða væri að bíða eftir einhverju. Það væri gaman að sjá, livort liann hefði rétt fyrir sér í þessum grun sínum. Hinu megin götunnar voru ýms smáskot og múrgöng, er lágu inn að bifreiðaskýlum eða bakhýsum. Belmont gekk hratt yfir götuna og inn í eitt af þessum skotum. Þar beið hann og hallaði sér upp að múrveggnum, þannig, að liann gat vel séð eftir endilangri götunni. Flækingurinn hafði nú líka snúið við og kom röltandi í áttina, með hendurnar í vösunum, og tóbakspípu hangandi milli varanna. Belmont var nú ekki framar í vafa um, að maðurinn liafði eitthvert vist takmark með þessu rjátli sínu á sama stað. E)n honum datt alls ekki í hug, að setja það í nokkurt sam- band við Elsu. Það gat alt eins vel verið eitt- hvert hinna húsanna, sem maðurinn væri að gæta að, en ekki hús Sir Jolm Ventors. Það gæti verið gaman að sjá, hvað maðurinn ætl- aði sér, og meðan Belmont væri hérna, var líka ofurlítil von um að geta, ef til vill, séð Elsu. Maðurinn rölti nú götuna á enda og sneri svo við. Svo hallaði hann sér upp að handriði við eitt húsið, tók dagblað upp úr vasa sín- um og fór að lesa í því. En Belmont, sem hafði vakandi auga á manninum, varð þess var , að maðurinn öðru hvoru leit upp og gægðist yfir brúnina ó blaðinu. Og loksins kom lausn ráðgátunnar! Dym- ar á nr. 12 opnuðust og—hún kom út. Þá færðist alt í einu f jör í manninn. Hreyf- ingar hans urðu rösklegar og ákveðnar. Hann braut saman blaðið og stakk því í vasa sinn, gekk svo liratt fáein skref, en staðnæmdist alt í einu og beygði sig niður, eins og hann hefði mist eitthvað. Síðan rétti hann úr sér aftur og lötraði áfram. Belmont horfði ástþrungnum augum á konu þá, er hann unni. Hún var hvírklædd og ynd- isfögur, er hún gekk létt og fjörlega niður breiðar tröppurnar, í glaða sólskini. Belmont varð á að hugsa til hennar, eins og hún hafði litið út á eynni, öll rifin og tötraleg. En hún liafði einnig þá litið yndislega út, því hún hafði verið í fylsta samræmi við umhverfið, eins og það var þar. Haim sá rétt aðeins í andlit henni, og honum virtist, að hún væri bæði alvarleg og áhyggjufull. Rétt á eftir kom Giles út um dyrnar, og þau urðu svo samferða í áttina frá Belmont. Maðurinn hinum megin götnnnar rölti í áttina á eftir þeim. Belmont var nú ekki lengur í vafa. Ná- unginn þarna hinúm megin var njósnari, og sennilega var það Elsa, sem hann átti að njósna nm. Annars hefði maðurinn tæplega farið svona undir eins á stúfana, er hann sá hana. Belmont beið þangað til þau voru kómin miðja vegu í götunni, svo gekk hann fram úr fylgsni sínu og hélt í áttina á eftir þeim, en þó svo langt undan, að engin hætta var á, að hann þektist. Þá er Elsa og Giles komu á götuenda, námu þau staðar; þar beið lokaður bíll. Giles kall- aði á bílstjórann, en hann hristi höfuðið og gaf með því í skyn, að hann væri ekki laus. Að vörmu spori kom önnur bifreið þar að. Giles veifaði, vagninn nam staðar, og Giles opnaði hurðina og hjálpaði Elsu upp í og settist síðan hjá lienni og gaf bílstjóranum merki um að halda áfram. En nú hafði líka tötralegi maðurinn á gang- stéttinni tekið -sínar ákvarðanir. Hann gekk hratt að fyrri bifreiðinni, sem Giles hafði ætlað að fá, opnaði hurðina í skyndi og stökk upp í. Og á svipstundu þeyttist bíllinn áfram í áttina á eftir honum, og Belmont einn stóð eftir og braut heilann um, hvað 'þetta ætti að J)ýða. Hann velti fyrir sér, hvaða samhengi g*æti verið í þessu öllu saman og komst að þeirri niðurstöðu, að réttast myndi vera að bíða og sjá, hverju fram færi. Hann hafði vikum saman vanið sig á að beina hugsunum sínum að E|lsu, lífi hennar og láni, og liann átti nú óhægt með að losa sig við þenna vana. Nú leið ein klukkustund—tvær—þrjár— Belmont beið enn þá. Það var ekki fjölfarið um þessa kyrlátu götu, einstöku sinnum kom bifreið og staðnæmdist fyrir utan eitthvert húsið og skilaði farþegum eða sótti og hélt síðan burt aftur. Seint um síðir kom lokuð bifreið um hornið og staðnæmdist fyrir utan nr. 12. Giles stökk út úr og hjálpaði Elsu ofan úr vagninum. Þau stóðu ofur litla stund á gang- stéttinni og töluðu saman meðan bíllinn beið. Svo rétti Giles hödina í kveðjuskyni og unga stúlkan rétti lionum hönd sína, dálítið hik- andi. Belmont, sem hafði vandlega gát á þeim, sá, að Effington lávarður reyndi að draga stúlkuna að sér, en hún stritaði á móti. Svo hevrði hann hinn kuldalega hlátur Giles’s. Og svo skildu þau. Elsa gekk upp stigaþrepin og hvarf inn um breiðar dyrnar, en Giles fór aftur upp í bíL inn og ók burt. Skömmu á eftir kom ræfillinn aftur labb- andi með hendur í vösum og slapandi axlir. Og nú hélt liann áfram ráfi sínu aftur á bak og áfram götuna á enda á víxl, og Behnont var nú fyllilega ljóst ekki aðeins það, að ná- ungi þessi væri njósnari, heldur einnig, að það væri Elsa, sem hann átti að njósna um, úr því Giles var nú farinn. PR0FC5SI0NAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 2X6-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Oííice timtir 2-3 Heimili 214 WAVERLEY * ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afjrreiðsla. Níu búðir — Sarjrent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur iöofrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GBNERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONB 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir löofrceöingar 325 MAIN ST. (á Ö8ru gólfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aB Lundar og Gimli og er þar aB hitta fyrsta miBvikudag I hverjum mánuBl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlceknir 602 MEDICAL, ARTS. BLDG. Simi 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur löofrœöinour 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimíli: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur TannlœknUr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Heimllis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur löomaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasiml 71 753 Dr. P. H. T„ Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legstelna. Skrifstofu talsiml: 86 607 Heimilis talsimi 601 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B. 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og Annast um fasteignir manna. tslenzkur löofrœöinour barna sjúkdóma. Er aS hitta Tekur a5 sér aS ávaxta sparifé frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. fólks. Selur eldsábyrgB og bif- Residence Phone 24 206 Office Phone 22 296 reiða ábyrgCir. Skriflegum fyrir- Heimili: 806 VICTOR ST. spurnum svaraC samstundís. 729 SHERBROOKE ST. Simi 28 180 Skrifst.s. 9 6 757—Heimas. 33 328 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED NuddUeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPEQ ViStalstimi 3—-5 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgB aí 532 SHERBURN ST.-8imi 30 877 «llu tagl. SimiB og semjiB um samtalstima i bone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.