Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. JÚNÍ, 1933 Högberg Gefií út hvern fimtudag af TBE COLUMBIA PRE8S LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrlft ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um drið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent- Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 Sfl 327—88 328 ✓ Bílslys Bílslysin eru mörgum góðum mönnum á- hyggjuefni. Þau eni svo mörg, að nærri ligg- ur að segja megi að þau séu daglegur við- burður hér í Winnipeg, ekki síður en annars- staðar. Hefir verið farið fram á það við blöðin að þau vektu eftirtekt almennings á þessu. Er það ekki nema rétt, því hér er um nauðsynjamál að ræða, sem öllum kemur við. Sjálfsagt verður aldrei hjá því komist, að bílslys komi fyrir, fleiri eða færri. En það er ekkert vafamál, að-þessi slys gætu orðið stórkostlega mikið færri heldur en þau nú eru, ef fólkið sjálft gætti meiri varfærni hekl- ur en það gerir. Það eru möguleikar til að komast hjá þeim, langflesturn. Það er engu síður hægt að draga mikið úr bílslysum held- ur en úr öðrum slysum svo sem járnbrautar- slysum og slysum við margskonar iðnað. Járnbrautarslys eru nú ekki neitt líkt því eins tíð, eins og þau áður voru. Fyrir nokkrum árum voru t. d. slysin á strætisbrautavögnum í Winnipeg miklu fleiri heldur en þau eru nú orðin. Sama er að segja um járnbrautirn- ar í landinu. Þetta kemur eðlilega til af þ'ví, að menn hafa smátt og smátt lært að þekkja hættuna og forðast hana. Hér er þó nokkuð öðru máli að gegna heldur en með bílana. Þeir, sem nokkuð verulega hafa með járn- brautirnar að gera, annað en ferðast með þeim sem farþegar, eru svo tiltölulega fáir í samanburði við þá, sem bíla keyra. Hver maður, sem bíl keyrir verður að gera sér grein fyrir því, að á honum hvílir mikil ábyrgð, og hann verður að venja sig á það, að fara varlega og vera aðgætinn. Hann verður að læra að skilja þá miklu hséttu, sem af óvar- færni hans og aðgæslulevsi getur stafað. Hann verður líka að gæta þess, að bíll hans sé altaf í því standi, að hann hafi fult vald á honum. Bíll, sem er í góðu lagi, er í raun og veru ekki hættulegt flutningstæki, í hönd- um manns, sem kann vel með hann að fara og er aðgætin og varfærinn. Það er hægt að setja mönnum reglur fyrir því hvernig þeir eiga að fara með bílana, og það vantar sízt að nóg sé til af slíkum lögum og reglum. En ekkert slíkt er einhlítt. Hver og einn verður að skilja þá ábyrgð sem á hon- um hvílir í þessum efnum og að það er hans skylda gagnvart sjálfum honum og öðrum að gæta allrar varfærni í hvert sinn sem hann keyrir bíl sinn. Bílstjórar verða að gera sér fulla grein fi’rir því, að af litlu gáleysi eða óvarfærni getur af stafað lífstjón eða meið- ingar. Allir, sem nokkuð verulega hafa ferðast með bílum, hafa vafalaust veitt því eftirtekt hve bílstjórarnir eru misjafnlega varfærnir og hve misjafnlega þeir eru færir um að stjórna bílum. Það verk, sem margir gera, án þess að vera færir um það, eða hæfir til þess. Svo illa ferst mörgurn að stjórna bíl- um, sem þó gera það, að mann furðar næst- um að bílslysin skuli ekki vera miklu fleiri en þau eru. En þeir eru margir, sem eru vel hæfir til að stjórna bílum, eða gætu vel verið það, en kappgimi þeirra er svo mikil, að þeir þess- vegna gæta ekki nauðsynlegrar varfærni. Hún er næstum ótrúlega mikil kappgimin í sumum bílstjórum, að komast fram fyrir aðra, þó þeim liggi ekkert á, og láta ekki aðra kom- ast fram fyrir sig. Af þeirri óþarfa kapp- gimi hljótast oft slys. Það eru ekki aðeins þeir, sem bílunum stjórna, sem þurfa að gæta meiri varfæmi heldur en þeir oft gera, heldur líka gangandi fólk. Allir vita að bílslysin eru ekki öll bíl- stjórunum að kenna. Fólkið sem géngur eftir strætunum eða þjóðvegunum, gætir líka oft lítillar varfærni. Bílsjórinn getur ekki varn- að slysi, þegar gangandi manneskja fer rétt í veginn fyrir bílinn, þegar hann er á hraðri ferð. Það verður aldrei komið í veg fvrir öll bíl- slvs, en það er hægt að draga afarmikið úr þeim, ef ábyrgð^rtilfinningin væri gleggri og varfærnin meiri. Islendingadagurinn ESns og þegar hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir Islendingadagsnefnd Winni- peg-búa ákveðið að halda Islendingadaginn á Gimli 7. ágúst í sumar. Sá dagur er mánu- dagur og almennur frídagur í Winnipeg. Fóru nfefndarmenn flestir til Gimli á sunnu- daginn var og héldu þar fund til að ráðstafa ýmsu Islendingadeginum viðvíkjandi. Þar sem dagurinn er haldinn á Gimli, er nauðsynlegt og sjálfsagt að liafa samvinnu með ýmislegt sem að hátíðahaldinu lýtur, við Gimli-búa, og með það fyrir augum, hafa átta menn, sem þar eiga heima, verið kosnir til að starfa með nefndinni í Winnipeg. Þeir eru þessir: Guðmundur Fjeldsted, Baldur Jónas- son, Yilhjálmur Arnason, Guðmundur Magn- ússon, Th. Thordarson, Hannes Kristjánsson, C. P. Paulson og Sigmundur Josepsson. Voru flestir þessara manna á fundinum á Gimli á sunnudaginn. . Það eru meir en tveir mánuðir til Islend- ingadagsins og má því segja, að enn sé allur dagur til stefnu. Engu að síður hefir nefndin nú þegar unnið heilmikið verk, þó hitt sé mikju meira, sem enn er ógort eða þá ekki nema hálfgert. Virðist lítil ástæða til, að svo stöddu, að skýra nákvæmlega frá því, sem nefndin hefir í hyggju að gera, enda er fátt af því enn fast ákveðið. Þó má geta þess, að nefndin hefir fastlega sett sér, að það Islend- ingadagshald, sem nú er fyrir hendi, skuli hepnast, jafnvel enn betur heldur en í fyrra, og hepnaðist það þó ágætlega þá, eins og kunnugt er. I 43 ár hafa Islendingar í Winnipeg haldið Islendingadag, Þar hefir aldrei fallið úr ár. Einhver ágreiningur hefir nú orðið út af þessu Islendingadagshaldi stundum, en hann hefir jafnað ®ig aftur og Islendingar í Win- nipeg virðast nokkumvegin á það sáttir, að halda þesSum sið áfram og eins að hafa þetta hátíðahald 2. ágúst, eins og upphaflega var gert, eða eins nærri þeim degi, eins og hægt er við að koma, svo vel fari. Jafnan hefir fslendingadagurinn verið haldinn í Winnipeg, eða hér í grendinni þangað til í fyrra, að breytt var til og hann haldinn á Gimli. Spáðu margir illa fyrir því í byrjun, en svo fór áð hann hepnaðist ágæt- lega bæði fjárhagslega og á allan hátt. Vér vitum ekki betur, en fólk væri yfirleitt mjög vel ánægt með þann fslendingadag. Þótt ókunnugum kunni að þykja ótrúlegt, þá er 'því nú samt sVo varið, að ekki er hægt að fá hentugan stað í Winnipeg, eða rétt í grend við Winnipeg, til íslendingadagshalds. Hefir það mjög dregið úr því, að fsledinga- dagurinn yrði eins ánægjulegur, eins og hann hefði annars getað orðið. Þar á móti er ekki óhentugur staður á Gimli, til slíks hátíðahalds sem þessa, þó vitanlega megi líka ýmislegt að þeim stað finna, meðal annars það, að skemti- garðurinn á Gimli má heita óinngirtur. En staðurinn er ljómandi fallegur og danssalur góður. Vitalega fylgir því líka ofurlítill kostn- aður fyrir Winnipeg-búa að fara til Gimli. En sá kostnaður hefir nú verið gerður svo lítill, að hann má heita næstum því bverfadi. Einn dollar fyrir að fara frá Winnipeg til Gimli og til Winnipeg aftur, er áreiðanlega ódýrt ferðalag. Hitt er miklu meira'atriði, frá sjónarmiði íslendinga í Winnipeg, að með þessu móti gefst þeim kostur á að fara einu sinni að sumrinu út úr bænum ofan að vatni, fyrir mjög lítið gjald. Það er gaman að koma að Gimli að sumarlagi og þar er fallegt á vatnsbakkanum, þegar veðrið er gott. Þar var fyrst reist bygð í Vestur-Canada, af fslend- ingum. Það er þeirra fyrsta landnám í Can- ada, sem hægt er að segja um, að ekki hafi enn gengið úr ættinni. Þar er enn íslenzk bygð. Hið árlega íslendingadagshald er spor í þjóðræknisáttina. Þáttur í þeim tilraunum íslendinga í Vesturheimi að viðhalda þjóð- erni sínu hér í landi meðan verða má. Hve mikil, eða lítil hjálp íslendingadagurinn er í þessum efnum, fer eftir því, hversu vel til hans er vandað og hversu vel hann hepnast árlega. Margur kynni að halda, að hér sé alt undir íslendingadagsnfndinni komið. Svo er þó ekki, því engin fslendingadagsnefnd getur látið íslendingadagshaldið hepnast vel, nema hún hafi til þess stuðning almennings. Avarp og kvæði t silfurbrúðkaupi hr. Guðmundar og frú Láru Árnason, 16. maí, 1933. Mr. og Mrs. Guðmundur Árnason, Kæru, góðu vinir okkar:— Við vonum og vitum að nokkur liópur kunningja og vina, heimsækir ykkur einmitt nú á 25. hjónabands afmæli ykkar, þ. 16. þ. m. Það er skiljanlegt hversu geðfelt og ákjós- anlegt það hefði verið fyrir okkur að fylla þenna hóp, ’en (fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd). Bráð- um er fjarlægðin hvergi til fyrir- stöðu. í anda sitjum við hjá ykkur og syngjum einum rómi. (Hvað þú minn guð ert góður, að gleðja börn- in þin). Líkast til heyrið þið ekki til okkar, en drottinn heyrir og er- indið er fyrst og fremst við hann. Við reynum að vera ykkar tilfinn- ingum nærgætnir og við þekkjum óeigingirni ykkar, máske hugsið þið sem svo: Þvi lætur fólkið svona? Hvað höfum við til unnið? Við erum ekki makleg þessara vinaláta. Við færðum ekki fjöllin af vegin- um. Nei, þjð tókuð ekki eftir því, þið ætluðust ekki til endurgjalds, en glaða lundin ykkar, vinhlýja við- mótið, gestrisnin og bróðernið á allar síður, var stöðugt á næstliðn- um 25 árum, að gróðursetja kær- leikann sem i dag skýlir ykkur frá öllum áttum, sýnir ykkur og setur ykkur niður í vermireitnum, sem þið sjálf hafið rsbktaS, og eigið að njóta skjóls og trausts og ánægju af, á næstu 25 árum og stöðugt áfram. Guðs friður og náð ykkar farsæli ráð. Mozart, 12, maí, 1933. B. Árnason, Fr. Guðmundsson, Guðbjörg Benediktsson, Fr. Jóns- son, B. Jónsson, Mr. og Mrs. Árni Jónsson, Mr. og Mrs. Jóh. Gísla- son. Til Guðmundar og Láru Arnason í silfurbrúðkaupi þeirra, þann 16. maí 1933 Nú faðmar vorið alt og eitt með yndisleik og hlýju, sem vermi sálu ljúflings-ljóð— hvert laufblað fætt af nýju. Þó margir bergi’ af miði þeim, sem myndar stundar gaman, er meira vert að unnast enn og eiga býli saman. Og þeim, sem unnast alla tíð er auðnuvegur greiður,— því yfir þeirra stríð og strit rís stjörnugeimur heiður. Og þar er aldrei þrotabú né þröng á vinakynning,— því brúðkaupslag varð æfin öll og æfintýra minning. Til öfundar eg aldrei finn þó ýmsa betur dreymi. En metnað yfir ykkar sæmd eg inst í hjarta geymi. Og sá er maður meiri en eg— við morgunrjóðar kinnar, er þroskast inn í eilíft líf i örmum frænku minnar. Einar P. Jónsson. Á 23 ára hjónabandsafmœli Mr. og Mrs. G- Árnasonar. Sem léttur fugl í lofti kveður. Ó, heyrðu mig Guðmundur hlustaðu vel því hjartað mitt talar svo lágt. og atburða stórrregnið umhverfis mig , því ollir að flugið er bágt. Mér hlýnar að hugsa um þig hlæj- andi pilt, þú hljópst þó að alt sykki á kaf. En þá varstu ungur og æskan þín djörf, svo æddir þú vestur um haf. Nú þegar eg síðarmeir sá þetta ráð, og sigldi í kjölfarið þitt. Mig langaði til þess að vera þér vænn og votta þér frændernið mitt, þó fór eg af stað svo eg fann ekkert blóm því fönnin hlóð öllu á slig. En það var á leiðinni úr loftinu víst, hún Lára féll onyfir mig. Það er mér óljúft að útlista gjöf frá örlagahendi sem barst. Eg sá ekkert annað, en sæll varð eg fyrst þá sá eg hvað hrifinn þú varst. Á fjórðungi aldar í yndi og þraut, í ylgeisla og frosthörku klóm, þú annaðist, frændi minn, fjöldan- um bezt þitt fallega lífstíðárblóm. Gjörðu mér þægð fyrst að gamall eg varð og get ekki skemt mér við sól, lifðu nú áfranl með lífsgleði bros og ljáðu’ ekki ellinni skjól. Og mundu það, Lára mín, ennþá svo ung að ekkert fær bitið á þig, að láta ekki hrukkurnar laumast á liann og löðra’ hann svo út eins og mig. Ó, verið þið altaf í andanum sterk, í elsku og trúfesti liraust. þá fallið þið útaf í íaðminum hans, ’ sem forsorgar endurgjaldslaust. Svo vakið þið þar sem að vinirnir sjást og varanlegt bróðerni skln. Par sit eg og stend eins og samúðin vill os. sýni ykkur nýju augun mín. Fr. Guðmundsson. Til herra Guðmundar Arnasonar og frtí Láru Bjórnsdóttur Arnason á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 16. mai 1933- Hér á þessum heiðursdegi Hátt skín sól á ykkar vegi; Nú er vor á láði og iegi, Lífsins vaxtarþing. Vorið heldur veizlu dagsins, Vekur raddir sumarbragsins, A meðan svipir sólarlagsins Svífa alt í kring. Þegar hljómar kvöldsins kalla, Á köldu hausti laufin falla, \?inarþel og ástúð alla Ykkur þakka ber. Brennur minning bernsku ára Á báli lífsins reynslu og tára, eins og sævarbrimsins bára Brotni í haf við sker. Ef ei voru götur greiðar, Um gilin djúp og elfur breiðar, Þeim, sem fóru um f jöll og heiðar Fjórðapart úr öld. Alda faðir ykkur leiði Undir sól i f jalla-heiði, Frið á ykkar framtíð breiði Fram á hinzta kvöld. S. E. Bjórnson. Það he!dur velli sem hæfast er Fyrir löngu bárust raddir um það til íslands, að semja þyrfti nýja trú- arjátningu. En ekki er mér kunnugt’ hvort nokkur með okkar þjóð hefir tekið undir með þeim mönnum \út í löndum, sem eru að ympra á því öðru hvoru, að biblian sé svo úrelt að brýn nauðsyn sé á að gefa út nýja biblíu handa, okkar hálofuðu nútímamönnum, og láta nú hvorki Guð né Jesú Krist koma þar nokk- ursst^ðar nærri. Um þetta hefir Ameríkumaður einn skrifað langt mál ekki alls fyr- ir löngu; honum þykir auðvitað sjálfsagt að kasta gömlu biblíunni alveg fyrir borð, en semja aðra nýja og sjóða upp úr ritum vísindainann- anna eins og Eddington, og rithöf- undanna *tL J. Wells og J. B. S. Haldane og einhverra fleiri. Mér barst um líkt leyti og eg las þetta, skýrsla frá ameríska biblíufé- laginu. Af tölum, sem þar eru birt- ar má ráða, að sala ritningarinnar eykst ár frá ári um allan heim, og hefir t. d. í Bvrópu aukist um 25 prósent siðustu þrjú árin. Það er þó einna eftirtektaverðast, að í ka- þólskum löndum hefir sala ritning- arinnar aukist gífurlega. Það er því í mikið ráðist vilji einhver taka að sér að útrýma biblí- unni, og er hætt við að ekki gangi betur en áður, þegar slíkar tilraunir hafa verið gerðar. Það er svo sem ekkert nýtt, að einhverjir menn vilji biblíuna feiga. Voltair spáði því að biblían mundi lifa sig að vísu en yrði þó öllum gleymd 30 árum síðar. Honum varð ekki að þeirri ósk. Biblíufélag eitt hefir nú útsölu- stað í húsinu, sem hann kvað hafa att heima í. íKIDNEY; k" lLS4 ,;'J'. sM 1 melr en þrifljung aldar hafa Dodd’a Kidney Pills veriö viBurkendar rétta meðalið viS bakverk, gigt, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Hrokinn var ekki minni í Thomas Paine, er hann reit: “Eg hefi farið í gegnum biblíuna eins og maður, sem gengur að skógarhöggi. Hér eru viðarkestirnir; prestarnir geta plantað þessi tré aftur, en þau munu aldrei festa rætur.’ Síðan er nú lið- in hálf önnur öld, en ekki sér þess nein merki að feld hafi verið tré i þessum skógi. Amerískur blaðamaður og rit- stjóri, sem var íyrir nokkru á ferða- lagi í Japan, segist hafa heimsótt stærstu deildaverslun Tokio-borgar, Mitsukoshi. Á stærsta borðihu í bókadeildinni lá mikill bókahaugur, en alt var það þó sama bókin. Hann spurði verslunarþjóninn hvaða bók þetta væri. “Þetta er biblíuborðið,” svaraði þjónninn. “Það hlýtur að vera einhvér sérstök útsala,” sagði Ameríkumaðurinn. “Nei,” var hon- um svarað, “biblían selst mest allra bóka hjá okkur og hefir alltaf gert.” Talið er að sala kristilegra rita yfirleitt, hafi aukist að helmingi í Evrópu, síðasta áratug. Enskur blaðamaður, trúaður, hef- ir ritað bók um kristilegt liknarstarf í Lundúnaborg, afturhvarfssögur aðallega, (God in the Slums), sem mikið minna á bók Ólafíu heitinnar, ^Aumastur allra,” sem mér þykir fult eins góð. Af þessari bók hafa selst nálega þrjú hundruð þúsund eintök. Eg get þess til samanburö- ar að af síðustu bókinni, sem eg hefi lesið eftir Sir James Jeans, (einhver fnéðasti vísindamaður sem nú er uppi), hafa ekki'selst nema liðlega hundrað þúsund eintök, og þykir mikið; eru þó bækur hans flestar við alþýðuhæfi og afar- skemtilegar aflestrar. Ólafur Ólafsson. —Bjarmi. The Manacled Man Sjónleikur í þremur þáttum Þessi sjónleiktir var leikinn í Goodtemplarahúsinu hinn n. og 12. maí, undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar. Hefir þessi sanni leikur áður ver- ið sýndur hér i borginni meðal Is- lendinga og var hans þá að nokkru getið { Lögbergi, svo ekki er ástæða til að segja mikið um leikritið sjálft, annað en það, að það er fallegt og það er ánægjulégt að horfa á þenn- an leik, þegar vel er með hann far- ið, og það var vel með hann farið, bæði þegar hann var leikinn hér fyr- ir nokkrum árum og eins nú. Miss Dora Hinrickson æfði leik- endurna og undirbjó leiksýninguna og stjórnaði henni og leysti hún alt það mikla verk prýðilega af hendi, og er það vafalaust mikiö henni að þakka hve vel leiksýningin hepnað- ist. Lék hún eitt af aðal hlutverk- um leiksins og gerði það mjög vel. Yfirleitt má segja að leikendurnir leystu hlutverk sín mjög vel af hendi, en sérstaklega gerðu þau Mr. C. B. Howden og Miss Henrietta Thompson sérlega vel. Sænska skáldið Ernst Nordlind hefir samið leikrit um Kreuger, og er það sýnt á leikhúsi i Málmey og fyllir húsið kvöld eftir kvöld. Fer tvennum sögum um ágæti þess, en þarna koma fram ýmsar merkar per- sónur svo sem Hinderburg, Poincaré og Mussolini auk Kreugers sjálfs og ætti þetta að vera nægilegt til að rumska við meðal forvitnum manni. Þýski leikstjórinn G. W. Pabst er að taka kvikmynd um Kreuger og á myndin að heita “Iwan.” » . ö

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.