Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN i. JÚNÍ, 1933 Bls. 7 Indverskir furstar Menn hafa frétt sitt af hverju mn Indlandsmálin og indversku ráð- stefnurnar í London, meðal annars ■þá, þar sem Gandhi kom berfœttur og berhöfðaður við hlið skraut- klœddra fursta, sem höfðu um sig lífvörð skrautkltxddra þjóna. .E11 mcnn hafa átt bágt með að átta sig á þessu, og ekki síst nú, eftir að Bretar hafa komið fram með frum- varþ til laga um stjórnarskrá fyrir alt Indland, og leita til þess aðstoð- ar furstanna, að koma henni fram. En hér er í stuttu máli um að rœða tilraun um að sameina alt Indland, sem ekki hefir verið ein heild nema á landabréfum, eins og sjá má á eft- irfarandi grein. Ma'Öur getur ferÖast um endilangt Indland, alt frá Kap Comorin á suðurodda þess, inn til hinna snævi- þöktu fjalla í Kashmir á norður- landamærunum, án þess að verða nokkurs staÖar var vi'Ö breska em- bættismenn. Leiðin liggur sem sé um indversk ríki, svo sem Travan- core, Mysore, Hyderabad, Rajpu- tana, Patiala og Kashmir. Menn, sem ekki eru kunnugir högum í Ind- landi, álíta að Bretar stjórni öllu landinu, en svo er ekki. Fyrir utan það landflæmi, sem venjulega er nefnt breska Indland, eru þar ekki færri en 675 ríki, flest að miklu leyti óháð, en þó bundin breska heimsveldinu meS samningum og vináttuböndum. Óll þessi 675 ríki ná yfir tæpan helming af flatarmáli Indlands, og í þeim á rúmlega fimti hluti þjóðar- innar heima, eða um 72 miljónir manna. Sum ríkin eru ekki stærri eri meðaljörð í sveit á Islandi, en þó ræður yfir þeim sérstakur fursti. Hyderabad er stærsta ríkið. Það er á stærð við ítalíu og þar eru 13 miljónir íbúa. Stræð hinna ríkjanna er þarna á milli. Loftslag er mjög mismunandi, þjóðareinkenni mörg og mismunandi, og sinn er siður í landi hverju. I sumum ríkjunum eins og' t. d. Kashmir, er þjóðin að- allega Múhameðstrúarmenn, en stjórnað af Hindúafursta. I örðum ríkjum, eins og t. d. Hyderabad, er furstinn MúhameðstrúarmaSur, en þjóðin -Hindúar. Öll þessi ríki eiga sögu sína að rekja aftur í gráa forneskju, en saga þeirra er talandi tákn um mátt sið- venjanna. Ríkisstjóri heitir á indversku Ma- haraja. Stjórnaírfyrirkomulag þeirra er mismunandi nokkuð, en líkist þó að miklu leyti þingbundinni kon- ungsstjórn. Þó hafa Maharajaarnir meiri völd en konungar. En það eru sameiginleg óskráð lög i öllum ríkj- unum, að hver og einn einasti þegn má bera fram fyrir furstann kærur sínar og vandamál. Þetta þekkist ekki i breska Indlandi. Ef mann langar til að kynnast þeim blæ “Þúsund og einnar næt- ur’’ sem margir halda að sé yfir Ind- landi, þá þýðir ekki að Jara til borganna i breska Indlandi svo sem Bombay, Kalkutta, Madras eða Dehli. Maður verður helst að kom- ast inn í eitthvert af hinum ind- versku furstaríkjum, helst um þaö leyti sem Maharajainn hefir efnt til hátíðar, annað hvort guðunum til dýrðar, eða sjálfum sér og ætt sinni. Þegar breski jarlinn yfir Indlandi kemur í heimsókn til furstanna, er honum jafnan tekið með hátíðlegri viðhöfn, skrauteldum og dansi. Það gera furstarnir sjálfum sér til virð- ingar. Þeir eiga allir sammerkt í því að vera fúsir á að efna til þjóð- hátíðar og dans, en öllum er þeim það sameiginlegt að fyrirlíta alla, sem standa lægra að mannviröing- um en þeir sjálfir. Kunnastir af indversku furstun- um eru Maharajainn af Bikanir og Maharajainn af Patiala. Bikanir er annað stærsta rajputana ríkið og er í eyðimörkinni vestan við Dehli. Höfpðborg þess er töfraheimur. Furstahöllin, sem heitir Lallgarh, er heimur út af fyrir sig, og ekki svo lítill. Hún er bygð úr rauðum sand- steini, skreytt rismyndum í hindu- monguiskum stíl. Þar eru dýrlegir garðar innan hallar með gráu mar- maragólfi og öll er höllin sem æfin- týraborg. Þar eru langir súlnagang- ar og þar eru óteljandi þögulir þjón- ar á sveimi, í rauðum gullf jölluðum hempum og með hvíta eða gula vefjarhöttu á höfði. Rétt hjá höll- inni er “purdah”—það þýðir kven- heimur. Þangað fær enginn óviö- komandi að koma.—Tvær konur á furstinn og nefnast þær Maharanis. Aðra kallar hann konu sína, hina frú. En svo á hann ótölulega marg- ar hjákonur. Euginn veit hve mörg börn hann eignast með þessum kon- um, því að það eru eingöngu börn aðalkvennanna tveggja, sem eru prinsar og prinsessur. Ríkiserfing- inn, sem þegar er kvæntur og á börn, býr i sérstakri höll. Maharajainn í Bikanir er stór- menni í Indlandi og hann má telja foringja hinna indversku furstanna. Næstur honum gengur Maharaja- inn í Patiala. Hann er höfðingi trú- bragðaflokks þess er Sikhar nefnist. Sikhar voru nafntogaðir í stríðinu fyrir hreysti sína og grimd. Ma- harajainn í Patiala er mikill vinur Englendinga, eins og Mahajarainn í Bikanir. Báðir eru þeir kanslarar á hinu indverska furstaþingi, og fara oft að finna enska jarlinn í Dehli. Opinberlega er Maharajainn í Patiala giftur sex konum, og eru þær ekki nefndar annað en A, B, C, D, E, F. Þær þurfa ekki að hugsa um neitt annað en viðhalda fegurð sinni, svo að þær sé furstanum hug- þekkar. A er aðalkonan. Hún er af göfugri Rajput-ætt, og sonur henn- ar er ríkiserfinginn, og er nú tvítug- ur. Dóttir furstans, sem nýlega varð 16 ára, giftist furstanum í Patna. Var brúðkaup þeirra haldið með svo mikilli viðhöfn, að sliks munu jafnvel vart finnast dæmi í Iand- landi.—Heimanmundur brúðarinn- ar var gimsteinar og skartgripir, sem nægt hefði til að fylla stóra skart- gripabúð og auk þess margir pokar fullir af enskum gullpeningum, og munu hafa verið um 300,000 krón- ur í hverjum. En ekki getur Maharajainn í Patiala talist ríkur ef miðað er við Maharajainn í Hvderabad. — Hann heitir Nizam og er auðugasti maður i heimi, miklu ríkari en Rochefeller og Morgan. Það er mælt, að ef honum dytti í hug einhvern góðan veðurdag að setja alt gull sitt í um- ferð á heimsmarkaðnum mundi það valda verðsveiflu á gullinu. En þetta gerist ekki meðan hann lifir. Hann hugsar um það eitt að auka fullforða sinn og liggur á honum eins og ormur. Önnur auðæfi hans eru eftir þessu. Hann á t. d. 25,000 kg. af pérlum og 82 kg. af demönt- um, rúbínum, smarögðum, safírum og öðrum gimsteinum. Hann hefir gott lag á því að afla sér fjár. Ár- leg mata hans er 8 miljón rúpíur. Og svo hefir hann smá-aukatekjur. Hann krefst t. d. ætíð skatts af gesturn sinum, boðnum og óboðnum. Þessi skattur er misjafnlega hár, og fer eftir mannvirðingum. Lægsta gjald er þó einn gullmokeur, er sam- svarar tveimur sterlingspundum. Með þann skatt sleppa breskir em- bættismenn og liðsforingjar, en það getur orðið þeim útdráttarsamt ef furstinn býður þeim oft heim! Þrátt fyrir fjárgræðgi sína er Nizam vinsæll í ríki sínu. Hann er ljúfmannlegur í umgengni við hvern mann, kann allar mállýskur í rikinu og getur því talað við alla þegna sína. Og honum hefir tekist frem- ur öðrum furstum, að halda sjálf- stæði sínu gagnvart Bretum. Það aflar honum og virðingar innan lands að hann á gríðarstórt kvenna- búr. Þannig er nú hugsunarháttur- inn í Austurlöndum. Maharajainn í Kashmir, sem er annað stærsta furstadæmið í Ind- landi, á ekki nema tvær konur, “konu” og “frú”. Hann hefir þó átt fleiri konur, en Isumar hefir hann mist og sumar rekið frá sér. “Konuna gat hann ekki lynt við, lét því byggja sérstaka höll handa henni og býr með “frúnni.” Englendingar hafa veitt honum aðalsnafnbót og kallast hann nú Sir Hari Singh. Að undanförnu hefir legið við að hann misti ríki sitt, því að Múhameðsmenn hafa vilja steypa Hindúanum af stóli. Enskar her- sveitir urðu að koma honum til hjálpar og bældu niður uppreisnina, en sumir segja að þetta sé ekki nema aðeins hlé á milli bylja. En yfirleitt er gott samkomulag milli indversku furstanna og þegn- anna. Það er sama hvar maður fer um Rajputríkin, hvort maður heim- sækir “sólarsoninn, ’ ’—Maharaj ainn í Udjapur, sem telst ættgöfugastur allra furstanna, en hefir átt við heilsuleysi að striða—eða maður heimsækir ungu og fjörugu fursta- hjónin í eyðimerkurríkinu Jodhpur, eða maður kemur til Jaipur, þar sem rikir einn hinn mesti íþrótta- maður Indverja. Alls staðar er sama sagan: Þegnarnir dást innilega að hinum mörgu mannkostum höfð- ingja sinna. Eftir því sem furstarn- ir berast meira á, eyða meiru í þjóð- hátíðar, og skart, því meir dáist hinn fátæki að þeim, og telur það ekki eftir þótt hann verði að leggja fram sinn skerf til að borga brúsann. Hann lítur svo á, að öll viðhöfn sé opinberun frá æðra heimi, og þvi meiri sem hún er, því hrifnari verð- ur hann. I sumum ríkjum, eins og t. d. Mysore, Bhohal, Travancore og Boroda, hafa furstarnir unnið mikið fyrir mentamál og lagt til þeirra stórfé. Og af leiðingin er sú að f ólk- ið tignar þá og tilbiður næstum eins og guði. Ef þú vilt kynnast sál Ind- lands, þá farðu til inversku fursta- ríkjanna, þar sem örbirgð og auð- æfi haldast i hendur. —Lesb. Þjóðleikhús byggingin Nefndin, sem hefir þjóðleikhúss- bygginguna með höndum, og Guð- jón prófessor Samúelsson og múr- meistari Kornelíus Sigmundsson, sýndu alþingismönnum og blaða- mönnum bygginguna 1. maí fyrir hádegi. Þeir fóru um alt húsið hátt og lágt, og gengu upp á þakið, en þaðan sér mætavel yfir mestan hluta Reykjavíkur. í húsinu eiga að vera koparglugg- ar, sem ekki geta rvðgað, járnglugg- ar geta ryðgað jafnvel þó þeir séu málaðir upp fimta hvert ár. Aðal- nýjungin er hvernig húsið verður húðað að utan. Það á að gerast með mulinni hrafntinnu, sem heita má að geti ekki eyðst af loftinu, og allir segja að sé miklu sterkari en mul- inn granít, sem nú er farið að nota mjög á byggingar hér í bænum, og auk þess hefir hrafntinnan þann kostinn, að efnið fæst hér og allur kostnaðurinn rennur í vasa lands- manna sjálfra. Þetta hvor(tveggja gerir húsið ódýrara í rekstrinum. Það er 'stórt hús og að líkindum mundi það kosta alt að 30,000 krón- ur að mála það einu sinni. Allir, sem komu, hvort sem þeir voru á ungum eða efri aldri, fóru óhikað upp alla stiga, þó sumir þeir væru ekki sem aðgengilegastir. Þeim voru sýndar teikningarnar fyrir alt húsið, og gefin nokkurn veginn hug- mynd um það. Gólfið í áhorfenda- salnum tekur 480 sæti, og 6—8 hliðarstúkusæti. Önnur hæðin, “balkón,” hefir 80 sæti, þar af 16 stúkusæti, og þriðja hæðin (gallerí- ið) hefir 220 sæti, en hún verður líklega ekki opnuð fyrr en síðar, að meira hefir fjölgað í bænum. En hún er til nú þegar, vegna þess, að leikhús verður ekki stækkað nema með ærnum kostnaði og með því að rifa niður það sem áður hefir verið bygt. Enginn hafði orð á því, að áhorfendapláss væri of stórt en heldur mátti heyra raddir í gagn- stæða átt. Að klæða húsið að utan með mul- inni hrafntinnu er uppfynding Guð- jón Samúelssonár. Hann hefir líka aðra uppfynding á prjónunum, og það er að klæða steinhús að innan með samanþjöppuðu reiðingsstorfi, sem er gegnvætt með karbolinum eða öðrum samskonar vökva. Nú greiða landsmenn árlega stórifé fyrir kork á innveggi. Þess er getið í sam- bandi við þetta, en leikhúsið hefir fengið alt það kork sem það þarf. Leiksviðið í húsinu er svo stórt, að það má leika söngleiki, er Reykjavík getur fengið skilyrði fyrir þá. Leikhúsið á að vera fyrir alla, vera almanna leikhús, þegar það er komið upp. Sætin ættu að kósta kr. 3.00, kr. 2.25 og kr. 1.50. Þegar þriðja hæðin verður tekin í notkun, ættu þar að vera krónu sæti. Lík- legt er að stúkusæti kostuðu eitt- hvað yfir 3 kr. Og með þessu verði á sætunum hlyti leikhúsið að verða sæmilega sótt. Einn af þessum gestum hafði orð á því, að það “ætti að drífa þetta af.” Ráðið til að drifa það af er þetta:—Nefndin hefir farið fram á landsjóðsábyrgð fyrir 300,000 kr. Ef hún fengist og peningarnir feng- ist með sæmilegum vaxtakjörum, mætti koma upp bíóleikhúsi í hús- inu á einu til tveimur árum. Þá kemur árið 1935, og þá borgar al- þingi aftur skemtanaskattinn 1933 og 1934, sem mun svara því sem næst 200,000 kr., fyrir þær má koma upp leiksviðinu. Svo kemur skemt- anaskatturinn árið 1935, liklegast 100,000 kr., og fyrir það má koma miklu í lag af því sem eftir er. Ýmsir af þessum góðu gestum bentu á, að á móti leikhúsinu þyrfti að yera autt torg, svo það nyti sín betur. ,i'l0rj Það sem er að gerast þarna við Hverfisgötuna er, að þar er verið að byggja minnismerki yfir þús- und ára gamalt löggjafarþing1 og minnismerkið á að standa í þúsund ár. Gestur. —Vísir. Konungur Spilavítanna Heimsblöðin segja þau tíðindi, að nú séu tímarnir orðnir svo, að spila- vítið í Monte Carlo sé hætt að gefa ágóða, og að furstadæmið Monaco, sem svo að segja lifir á fjárhættu- spilum hafi neyðst til þess að gera sparnaðarráðstafanir. Þannig hefir “herinn” verið dreginn saman, þó að hann sé að vísu ekki nema 30— 40 manns. Það er franskt félag sem á spilavítið, en upphafsmaður- inn að því að notfæra sér spilafýsn- ina i stórum mæh er maður, sem byrjaði með tvær hendur tómar, en lét eftir sig 88 miljónir franka þeg- ar hann dó.------ Vorið 1837 var höfðað eftirtekta- vert mál gegn tveimur bræðrum, tvíburum, sem hétu Louis og Fran- cois Blanc. Þeir höfðu rekið bank- arastarfsemi og á skömmum tíma grætt offjár á oídirfskufullu—eða svo jvirtist það—kauphallarbraski. En svo kom í Ijós, að það voru eðlilegar orsakir til hepni þeirra. Þeir höfðu mútað símritara til þess að tilkynna sér ýmsar verosveiflur áður en þær urðu heyrum kunnar, en meginið af þesskonar tíðindum fór símleiðis. Þessvegna var málið hafið. Símritarinn var dæmdttr í langt fangelsi en bræðurnir sluppu með það, að skila afyur hinurn illa fengna gróða. En Blancs-tvíburarnir lögðu ekki árar í bát. Þeir höfðu séð, að gull var fólgið í áhættuspilinu og í gull vildu þeir ná. Þeir settust að í París og komu þar upp spilaklúbb- um, leynilegum, því að opinbert f járhættuspil var bannað með lögum í Frakklandi í þá daga. Þó að þeir beittu ýmsurn brögðum til þess að forðast lögregluna þá klófesti hún þú sanit, og urðu þeir að hröklast á burt úr París. En þeir voru staðráðnir í þvi að nota sér spilaástríðuna. Og þó að ættjörðin vildi ekki nota sér “dttgn- að” þeirra, væri önnur lönd til. Fyrsti sigur Roulettunnar Tvíburarnir litu kringum sig og fundu brátt hagkvæman stað í smá- bænum Homburg, “höfuðborginni” í Hessen-Homburg. ertoginu þar var vita eignalaus og greip tilboði tví- buranna unt spilavíti fegins hendi og fanst það ágætt. í Homburg átti að rísa upp hressingarhótel fyrir ríkisfólk og spilabanki í sambandi við það. Bræðurnir leyndu því ekki að spilavítið væri aðalatriðið, en heilsuhælið aðeins haft að yfirskyni. Þannig varð Homburg fyrsta “mentastofnun” heintsins í opinberu fjárhættuspili og atvinnuvegurinn var löghelgaður. Á fáum árum varð bærinn heimsmiðstöð allra ástríðu- manna um f járhættuspil. Þarna risu upp spilavíti, igistihús, skrautleg i- búðarhús og loks heilsuhæli og tví- burarnir græddu miljónir. Fjárhœttusþilarar Riku landeyðurnar urðu gagn- teknar af spilaf íkninni og spilavít- ið reyndist lang mesta f járaflafyrir- tæki þeirra tíma. Og þarna þyrptust að ýmsir frægir menn. Þar var Garibaldi, þar var Dostojevski og fékk af eigin reynslu efnið í eina af frægustu bókum sínum, þar kom Ferdinant Lasalle, sonur fiðlusnill- ingsins Paganini og prinsinn Charles Lucien Bonaparte, sem sprengdi bankann 1852 og fór með hálfrar miljón franka vinning, sem hann þó eyddi fljótlega í spilum annarsstað- ar, því að nú voru svona fyrirtæki farin að rísa upp víðar.—Árið 1858 borgaði spilafélagið í omburg 42% í hluthafaágóða, en fyrsta árið hafði það greitt 14%. Og þó voru komnar 4 miljómr í varasjóð, því að við öllu mátti búast. Heimsókn og bankasprenging Bonaparte var ekki gleymd—og einn góðan veður- dag fékk spilavítið gest, sem ekki var smátækari, spánskan auðkýfing sem hét Garcia, sem á svipstundu lqt greipar sópa um bankasjóðinn og fór burt með 800,000 franka. Félagið munaði lítið um þessa “bit,’ en hún hafði aðrar afleiðing- ar. Hertogadæmiö hafði nú fénast svo, að það gat “gætt siðferðisins” og nú tók stjórnin í taumana og sagði að spilavítið væri orðið álits- lmekkir fyrir staðinn og landinu til skammar. Vorú nú sett ný lög, þannig að stjórnin áskildi sér miklu meiri arð af spilavítinu en áður. Þegar hér var komið sögunni hafði Francois dregið sig í hlé meö fullar hendur fjár. Hann var orð- inn þreyttur og samviskan farin að bíta og slá. En öðru rnáli gegndi um Louis Blanc. Hann var óþreyt- andi, og það beit ekkert á hann þó hann ætti í vök að verjast gegn lög- um og landstjórn, sem heimtaði si- felt meira og meira og lagði á hann nýjar kvaðir, og hann skaut skoll- eyrum við öllum þeim fjölda hótun- arbréfa, er hann íékk frá gestum, sem höfðu mist aleigu sína í fjár- glæfrastofnun hans. Þegar kom fram yfir 1860 datt honum nýtt ráð í hug. Félag eitt hafði stofnað spila- víti í Monte Carlo, en var á horrim- inni vegna samkepninnar frá Hom- burg. Blanc keypti þá eignir og rétt- indi félagsins í Monte Carlo fyrir rúma miljón franka og lét bankann í Homburg sigla sinn sjó. Og nú fór að færast fjör í spila- menskuna í Monte Carlo. Rétti maðurinn var kominn til skjalanna —hinn ódrepandi skipulagsfrömuð- ur spilavítanna. Frá tímum Blancs stafar það Monte Carlo, sem heim- urinn þekkir bæði af reynd og af- spurn. Eftir nokkur ár skiftu árs- tekjur Blancs af nýja spilavítinu miljónum franka. Louis lBanc fór ekki uð dæmi bróður sins, að njóta ellinnar í hvíld og næði, heldur féll hann svo að segja á “vígvellinum".- Þangað til hann var kominn á áttræðisaldur hélt hann áfram lífsstarfi sinu með þeim ötulleik og dugnaði, sem betur hefði komið í þágu einhvers annars og betra málefnis. Hann hafði í æsku velt af stað snjóbolta og nú hafði snjóboltinn gleypt hann sjálf- an. Það má þó segja honum til verðugs lofs að hann vakti Vel yfir þvi, að ekki væri höfð brögð í tafli við spilarana. Hann dó 1877. Yarð skyndilega veikur og var fluttur til Sviss til heilsubótar en dó þar 27. júlí. Fólkið í Monte Carlo harmaði fráfall hans, enda hafði það lifað af atvinnu hans, en hvort spilararnir, sem mest voru féflettir í vítinu hafa gerh það hermir sagan ekki. Hann naut veraldarláns í fullum mæli. Átti mikinn auð, var kvæntur falegri og gáfaðri konu, sem hafði haldist óspilt alla tíð innan um alla spillinguna í Monte Carlo, og dætur hans giftust furstum. En spilavítið var augasteinn hans og árásirnar, sem gerðar voru á hann tók hann sér mjög nærri. Hann hélt því fram sjálfur, að fjárhættuspil það, sem iðkað væri i leyni, svo og happ- drætti og kauphallarbrask, væri miklu skaðlegra en “rouletturnar” í Hömburg og Monte Carlo — og miklu óheiðarlegra. Hjá sér vissu allir að hverju þeir gengi ^n enginn væri svikinn i viðskiftunum, eins og t. d. í sumum happdrættum og kaup- hallarviðskiftum. Arfleiðsluskrá iðrandi syndara Spilavítakóngurinn lét eftir sig ó- grynni fjár, á mælikvarða þeirra tíma, eða um 88 milj. franka. Og arfleiðsluskrá hans vakti feikna at- hygli þegar hún var birt. Til frið- þægingar sálu sinni hafði hann á- nafnað fátækum og sjúkum lang mestan hluta eigna sinna, enda hefir hann eflaust haft fjölda sjálfs- morða á samviskunni og steypt margfalt fleirum i eymd og volæði. Þegar kona hans dó, nokkrum ár- um seinna, fór hún að dæmi hans og mælti svo fyrir, a-ð eignir henn- ar skyldu hverfa óskiftar til ýmis- konar líknarstarfsemi. En spilavítið lifði áfram og liíir enn. Fyrsta kastið stjórnuðu synir Louis Blancs þvi. En síðan um aldamótin er Blancs-ættin ekkert riðin við rekstur spilavítisins í Monte Carlo heldur er það eign fransks hlutafqlags. Það dró ekk- ert úr fyrirtækinu við þessa breyt- ingu heldur jókst það og margfald- aðist og ágóðinn af vítinu hefir aldrei verið eins mikill eins og á þessari öld. Arðurinn af rekstrinum hefir komist yfir 100 miljón franka á ári. En nú hefir kreppan komið við þetta færirtæki og mun flestum finnast að hún hafi víða borið nið- ur á þeim stað sem síður skyldi. Árið sem leið er fyrsta árið sem ekki hefir gefið neinn arð og munu fáir harma það nema hluthafarnir. —Fálkinn. Dýrt að deyja í Reykjavík Það er talið dýrt að lifa í Reykja- vík. En sagan er ekki nema hálf- sögð, því það er Ixka dýrt að deyja. Það mun víst algengt, að útför kosti 600—800 krónur. Stundum nálgast kostnaðurinn þúsundið. Við þá upphæð bætist svo kostnaðurinn við leiðið, sem getur numið miklu. Einstaka menn finna up]x á þeirri fásinnu að steypa hvelfing i gröfina og kostar það stórfé. Bálstofa er hér engin til, og er því ekki nema um greftrun að ræða. Lík fæst ekki brent, nerna það sé sent á bálstofu érlendis. Þetta var gert á s. 1. hausti. Líkið var látið í zinkkistu á kr. 120.00 Kistan var svo send á skipi til Kaupmannahafn- ar, og kostaði flutningurinn ekki minna en 150 krónur. Það er eins og “fyrsta pláss,” með öllum þæg- indum, að fæðispeningum frádregn- um. Þegar út kom, var líkið flutt á bálstofu og brent þar. Askan var svo látin í duftker, og send til Is- lands. Allur kostnaður við kistu, flutning, brenslu o. s. frv. nam að- eins ísl. kr. 570.00—fimm hundruð og sjötiu kr.—Það er öllu minna en venjuleg jarðarför hér í bænum. og er því sízt dýrara að senda lik til brenslu erlendis, heldur en að koma því i jörðina í Reykjavík. Hér í bæ eru margir sem eru mót- fallnir greftrunum, en fella sig bet- ur við að láta evða líkamsleifum sínum og sinna, þegar þar að kem- ur, með fljótu og hreinlegu móti, á bálstofu. Fyrir þessa menn er því sá möguleiki opinn, að senda lík til útlanda. Það verður samt öllu ó- dýrara.—Jafnframt hefir sumstað- ar verið komið á fót tryggingar- stofunum, t. d. í Svíþjóð og Dan- mörku. Þar geta menn í lifanda lífi greitt tiltölulega lága upphæð í eitt skifti fyrir öll, og trygt sér allan kostnað við útför, þegar að því kem- ur. Annars sýnist tínxabært að háttvirt sóknarnefnd og bæjarstjórn fari að rumska, og horfi ekki lengur þegj- andi á hvernig bæjarbúum er íþyngt með jarðarfarakostnriði. Lausnin verður sú sama hér og i erlendum borgum—það er að reisa bálstofu. Erlend reynsla sýnir, að það verður bæjum og einstaklingum ódýrt, enda eru sum bæjarfélög erlendis— t. d. í Björgvin og Niðarósi — farin að bjóða borgurununx ókeypis brenslu, til þess að losna við viðhald og aukning grafreita. Og í mesta máta er ósanngjarnt að taka ekki tillit til hinna mörgu bæjarbúa, sem skilja að líkbrensla er krafa nútímans, um meðferð á fratnliðnum mönnum. G. Cl. —Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.