Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 . LÖGBERG, FIMTLDAGINN i. JÚNÍ, 1933 •»——----—-----------~> Pollyanna þroskaál Eftir ELEANOR II. PORTER I. KAPÍTULI. l)ella Wetherby gekk hratt og skörulega upp dyratröppurnar að húsi systur sinnar á Commonwealth stræti 0g hringdi hiklaust dyrabjöllunni. Frá hvirfli til ilja bar þessi stúlka það með sér að hún var ekki aðeins falleg, heldur líka hraust og sterk og enn- fremur, að hún vi.ssi hvað hún vildi og var ákveðin og einbeitt og lífsglöð. Þetta mátti meðal annars heyra á mæli hennar, þegari vinnukonan opnaði útihurðina. “Gróðan daginn, Mary. Er systir mín heima?” “Já, Mrs. Carew er heima,” sagði hún mjög dræmt, “ en hún sagði mér að hún vildi* ekki taka á móti gestum. ” “Sagði 'hún það? Það genr ekkert, eg er ekki gestur,” sagði Miss Wetherby brosandi, “svo eg má koma til hennar. Kærðu þig ekki um þetta, Mary, eg skal jafna það við systur mína. Hvar er hún—er hún í setustofunni ? ’ ’ “Já,” sagði vinnukonan mjög dræmt, “en hún sagði—” En Miss Wetheby var komin liálfa leið upp stigann og leit þá við, en stúlk- an stóð þar enn mjög vandræðaleg, eins og hún hefði það á samvizkunni, að hún hefði ekki gert skyldu sína. Della Wetherby gekk rakleitt að dyrunum á einu herberginu og stóð hurðin í hálfa gátt. Hún drap rösklega á dyr. “Hvað er nú um að vera, Marv ? ’ ’ var sagt í töluverðum erg- elsisróm inni í herberginu. “Ilefi eg ekki-nei, ert það þú, Della! Hvaðan kemur þú, systir mín góð?” Var nú málrómurinn blíðlegri og glaðlegri en áður. “ Já, það er Della,” sagði unga stúlkan ein- staklega glaðlega og blíðlega og var nú komin inn á mitt gólf. “Eg var niður við vatnið yfir helgina með tveimur öðrum hjúkrunar- konum, en er nú aftur á leið til heilsuhælisins. Þessvegna er eg hér nú, en eg má ekki standa lengi við. Hérna er erindið, ” bætti hún við og kystl systur sína langan og heitan koss. Gf'leðibragðið, sem komið hafði yfir Mrs. Carew við að sjá systur sína, var nú aftur horfið. Óánægjusvipurinn hafði aftur færst yfir andlit hennar. “Vitaskuld, eg hefði svo sem mátt vita þetta,” sagði hún. “Þú stendur aldrei lengi við hér. ’ ’ “Hér!” sagði Della og hló lijartanlega. Svo varð hún alvarlegri á svipinn, en leit þó blíð- lega til systur sinnar. “Góða Ruth, Eg gæti það ekki, mér væri Iblátt áfrain ómögulegt að ve'ra hér. Þú veist að eg get það ekki, systir mín góð.” “Það er mér hulið hversvegna þú getur það ekki,” sagði Mrs. Carew óánægjulega. Della Wetherby liristið höfuðið. “ Jú, þú veist það góða mín. Mér er ómögu- legt að una við þetta aðgerðaley.si og óánægju og gremju.” “En mér líður illa og það er gremja í huga mínum. ” “ Já, en það ætti ekki að vera.” “Því ekki? Hvernig gæti eg verið öðru- vísi?” Della Wetherby sýndi að nú þurfti hún að taka töluvert á þolinmæðinni. “Heyrðu mér, Ruth! Þú ert þrjátíú og þriggja ára gömul, og þú ert heilsugóð, eða gætir verið það, ef þú lifðir eins og annað fólk og gættir heilsunnar, og þú hefir áreið- anlega nógan tíma til þess, og þá skortir þig sízt peninga. Þú gætir áreiðanlega gert ann- að þarfara þenna yndislega morgun en að kúra hér inni í þessu húsi, sem er eins og dauðra manna gröf, og gefa vinnukonunni þær fyrirskipanir að hleypa engum inn til þín. ” “En eg vil helzt enga manneskju sjá.” Mrs. Carow varð ofboð raunaleg á svipinn og lrálf leit undan. “Gfetur þú ómögnlega skilið þetta, Della mín. Eg er ekki eins og þú. Eg get ekki gleymt. ’ ’ Það var eins og Della tæki sér beinlínis nærri að heyra þetta. “Þú átt við Jamie, býst eg við. Eg gleymi því ekki heldur, systir mín, eg gæti það ekki. En við erum ekki nær því að finna hann, þó við sökkvum okkur niður í þunglyndi og aum- ingjaskap. ’ ’ “Eins og eg hafi ekki reynt í átta löng og erfið ár að finna hann og það á alt annan hátt, en að sýta og gráta, ’ ’ svaraði Mrs. Carew, en það var grátstafur í röddinni og það var auð- fundið að henni mislíkaði við systur sína. “Auðvitað hefir þú reynt að finna hann,” flýtti Della sér að segja. “En við skulum báðar halda áfram að leita hans, þangað til við finnum hann, eða deyjum. En að láta sorgina fá yfirhönd yfir sér gerir okkur ebk- ert gagn.” ‘ ‘ Eg vil ekki gera neitt í þá átt, sem þú ert að tala um,” svaraði Mrs. Carew mæðulega. Það varð dálítil þögn. Yngri konan sat og horfði á systur sína og það leyndi sér ekki að hún var áhyggjufull og það var langt frá, að liún væri systur sinni sammála. “Fyrirgefðu mér, Ruth,” sagði hún eftir stundarþögn, en ætlar þú altaf að vera svona? Þú ert ekkja, eg veit það, en þú varst ekki gift nema eitt ár, og maðurinn þinn var miklu eldri heldur en þú. Það mátti heita að þú værir bara unglingur þá. Þér getur varla fundist þetta eina ár vera annað eða meira nú, heldur en eins og draumur. Það ætti á- reiðanlega ekki að eyðileggja alt þitt líf. ” “Það er nú líklegast ekki,” sagði Mrs. Carew dræmt. “Ætlar þú þá altaf að vera svona?” “Ja, eg veit ekki — ef eg gœtá fundið Jamie—” “Já, já, eg veit þetta, góða Ruth. En er ekkert til í veröldinni, sem þú gætir haft á- nægju af, annað en Jamie?” ‘ ‘ Það virðist ekki vera svo, ekkert, sem eg get látið mér detta í hug. ’ ’ Það leit út fyrir að Miss Wetherby þætti stiórlega fyrir, en svo hló hún alt í'einu. “Heyrðu, Ruth, eg vildi gefa þér inntöku af Pollyanna. Það er víst enginn, sem þarf þess frekar með heldur en þú. ” Mrs. Carew virtist verða hálf hverft við þetta. “Eg hefi enga hugmynd um hvað þetta er, sem þú kallar Pollyanna, en hvað sem það er, þá vil eg ekkert hafa með það að gera,” sagði Mrs. Carew og var nú töluvert hvöss í máli. “Þetta er ekki þitt lofsamlega heilsuhæli og eg er ekki ein af þínum sjúklingum og þú verður að muna það, að eg vil ekkert hafa með þessar inntökur og lækningastull að gera. ’ ’ Augnaráð Dellu Wetherbý varð gletnislegt, en það færðist ekkert bros á varir hennar. “Pollyanna er ekki meðal, góða mín, þó eg hafi stundum heyrt fólk segja, að hún væri gott heilsulyf. Pollyanna er lítil stúlka.” “Barn! Hvernig gat eg vitað það? Þið hafið eitthvað, sem þið kallið ‘belladonna’ og því gæti þá ekki vel verið til annað meðal, sem héti ‘pollyanna’? Þar að auki ert þú alt af að ráðleggja mér eitthvað og þú nefndir áreiðanlega ‘ inntöku ’ og með inntöku er vana- lega átt við einhvers konar meðal.” “Það má nú til sanns vegar færa, að Polly- anna sé nokkurskonar læknislyf,” sagði Della brosandi. Allir læknarnir á heilsuhælinu segja að hún sé betri heldur en nokkurt meðal, sem þeir þekki. Hún er lítil stúlka, Ruth, tólf eða þrettán ára.gömul, sem var á heilsuhælinu í alt sumar sem leið og mikinn part af vetrin- um. Bg kyntist ihenni ekki nema í einn eða tvo mánuði, því hún fór stuttu eftir að eg kom. En þau kynni voru nógu mikil til þess, að eg varð fyrir rniklum áhrifum frá henni. Fólkið þar er enn altaf að tala um hana og leika þá leiki, sem hún lék. ’ ’ “Leiki!” “Já,” sagði Della og brosti einkennilega, “hennar gamanleiki. Eg gleymi því aldrei þegar eg kyntist þeim fyrst. Einn hluti af lækningatilraununum við 'hana var mjög ó- þægilegur og jafnvel kvalafullur. Þetta var gert á hverjum þriðjudgsmorgni og skömmu eftir að eg kom varð það mitt hlutverk að gera þetta. Eg kveið fyrir þessu, því sam- kvæmt reynslu minni af öðrum börnum, átti eg von á að hún mundi grúta og hljóða ósköpin öll, ef þá ekki eitthvað enn verra. Eg varð alveg hissa þegar eg kom og hún brosti við mér svo ósköp góðlátlega og sagði að sér þætti vænt um að eg kæmi. Og hvort sem þú trúir því eða ekki þá kom það ekki fyrir að hún kvartaði eða gréti og vissi eg þó, að þetta meiddi hana óttalega mikið. “Eg býst við eg hafi sagt eitthvað í þá átt, að eg furðaði mig á live stilt og góð hún var, því hún sagði svo ofboð einlægnislega: ‘Eg kveið lengi óttalega fyrir þessum degi; en svo fór eg að hugsa um það, að þessi dagur væri fyrir mig líkt og þvottadagurinn fyrir Nancy, við gætum báðar glatt okkur við þá hugsun, að slíkur dagur kæmi ekki aftur í heila viku. Mér fanst eg því geta verið glöðust á þriðjudögum af öllum dögum vikunnar.”. “Þetta er líklega fjarskalega merkilegt,” sagði Mrs. Carew, “en ekki get eg nú samt séð neinn gamanleik í þessu.” “Eg sá það nú ekki heldur þá strax, en seinna skýrði hún þetta fyrir mér. Hún var dóttir fáta'ks prests einhversstaðar, í Vestur- landinu og það var trúboðsfélag kvenna, sem sá um uppeldi hennar. Þegar hún var ósköp lítil langaði hana f jarska mikið til að eignast brúðu og hún trúði því, að hún mundi eignast brúðu, ef hún óskaði þess einlæglega. Og svo fékk hún einhverja -sendingu og var nú alveg viss um að þama kæmi brúðan, en þetta voru þá dálitlar hækjur. “Barnið fór náttúrlega að hágráta, en það var þá sem faðir Ihennar kendi henni, að leita ávalt að einhverju gleðiefni, í hverju sem fyrir kæmi og hann sagði henni, að hún gæti nú strax byrjað á að gleðjast yfir því, að hún þyrfti ekki á hækjunum að halda. Þetta var nú byrjunin. Pollyanna sagði að þetta hefði verið ágætur leikur og hún hefði leikið hann alt af síðan. Og liún sagði, að því erfiðara sem það væri að finna nokkurt gleðiefni í því sem fyrir kæmi, því skemtilegra væri að reyna það, því það hepnaðist altaf, ef maður reyndi nógu mikið til þess, en það væri stundum fjarska erfitt.” “Þetta hlýtur að vera stórmerkilegt,” sagði Mrs. Carew, en þó hún segði þetta, var auðfundið að hún í raun og veru gerði lítið úr því, sem systir hennar var að segja henni. “Þú mundir sjá að þetta er merkilegt, ef þú bara vissir hve góð áhrif þetta hefir haft í heilsuhælinu,” sagði Della; og Dr. Ames segist hafa heyrt, að í þorpinu sem hún kom frá ha'fi orðið gagngerð breyting á fólkinu fyrir hennar áhrif. Hann er vel kunnugur Dr. Chilton, sem giftist frænku Pollyanna. Mér skilst að hjónabandið hafi verið eitthvað öðruvísi heldur en það átti að vera, en hún hafi komið þar öllu aftur í gott lag. “Fyrir einum tveimur árum dó faðir Polly- anna og hún var send austur til frænku sinn- ar. 1 október varð hún fyrir bilslysi og henni var sagt að 'hún myndi aldrei geta gengið eftir það. 1 apríl sendi Dr. Chilton hana á heilsuhælið og hún var þar þangað til í marz árið eftir, eða næstum í heilt ár. Þegar hún fór heim, mátti heita að hún væri orðin jafn- góð. Þú hefðir átt að sjá barnið! Hún var svo innilega glöð, en henni þótti bara slæmt að hún skyldi ekki geta gengið alla leið heim. Þegar hún kom heim, var tekið á móti henni með mestu virktum og hljóðfæraflokkurinn kom meira að segja á móti henni til að bjóða hana velkomna. En þú getur ekki skilið Pollvanna. Til þess verður maður að sjá hana. Þess vegna sagði eg að eg vildi að þú kyntist henni. Það gæti gert þér óendanlega mikið gott. Það var auðséð á Mrs. Carew að henni þótti lítið til þessa koma. “Eg verð að segja þér alveg eins og er,” sagði hún kuldalega, “að eg er hér á alt öðru máli heldur en þú. Mig langar ekki til að ganga gegn um nokkra gerbreyfingu, Eg kæri mig ekki um að fá einhvern til að breyta mér frá því sem eg er og prédika fyrir mér þakklátssemi og eg veit ekki hvað ög hvað. Eg hefi aldrei getað þolað þess konar prédik- anir. ’ ’ Hún komst ekki lengra, því Della skellihló. “Heyrðu Ruth mín géð! Það er ekki rangt að segja að Pollyanna se reglulegt læknislyf. En það er ekki von þú skiljir þetta. Eg sagði þér að maður yrði að sjá hana til að geta skil- ið þetta. Eg býst ekki við að þú kærir þig mikið um að sjá hana, en það er nú einmitt það sem þú þyrftir samt.” Hún hló aftur, en það stóð ekki lengi og hún varð brátt mjög al-. varleg á svipinn, 0g þegar hún nú horfði á systur sína var auðséð að henni var alt annað en hlátur í huga. “En þegar maður talar nú í fullri alvöru, svstir mín góð,” sagði hún, “heldurðu ekki að eitthvað væri hægt að gera ? Þú mátt ekki eyða lífinu svona. Þú ættir að fara meira út og kynnast fólkinu.” ‘ ‘ Því ætti eg að gera það, þegar eg vil það ekki sjálf ? Eg er þreytt á öðru fólki og mér leiðist það. Eg hefi altaf haft ógeð á þessu samkvæmislífi. ’ ’ “En því þá ekki að fara að gera eitthvað— vinna fyrir eitthvert góðgerðafélag ? ” “Glóða Della mín, við höfum oft talað um þetta áður. Eg gef peninga til líknarstarfs, mikla peninga, og það er nóg. Meira að segja er eg ekki viss um, að það sé ekki^f mikið. Eg trúi ekki á það, að dekra of mikið við lölk.” “Það er gott að gefa peninga, en það er betra að gefa eitthvað af sjálfum sér—sínum eigin tíma og kröftum. Ef þú bara gætir farið að hugsa um eitthvað annað en sjálfa þig, fengið áhuga á einhvei'ju verki, og þá sér- staklega líknarstarfsemi, þá mundi það gera þér óendanlega mikið gott—” “Nei, góða Della mín, hættu nú þessu. Mér þykir reglulega vænt um þig og mér þykir mjög vænt um að þú komir hér, en eg get ekki þolað að það sé prédikað yfir mér og mér sagt hvernig eg á að hugsa og hvernig eg á að lifa. Það er svo sem'ekkert á móti ]>ví fyrir þig, að gerast líknarengill og gefa sjúklingum kaldan drykk og binda um sár þeirra og alt að tarna. Þú getur kannske gleymt Jamie með þessu móti, en eg get ]>að ekki. Það yrði bara til þess að eg hugsaði ennþá meira um hann. Eg mundi altaf vera að hugsa um hvort nokk- ur væri til að gefa honum svaladrykk eða binda um sár hans. Þar að auki væri mér alveg ómögulegt að umgangast fólk eins og það alment gengur og gerist. ” “Hefihðu nokkurntíma reynt það?” “Nei, auðvitað ekki,” svaraði Mrs. Carew kuldalega. “Hvernig getur þú þá vitað þetta, meðan þií reynir það ekki?” spurði liin unga hjúkr- unarkona dálítið óþolinmóðlega. “En nú verð eg að fara, góða mín. Eg þarf að finna hinar stúlkurnar á járnbrautarstöðinni og lestin fer klukkan hálf eitt. Mér þykir ósköp slæmt ef eg hefi gert þér gramt í geði, ’ ’ sagði liún um leið og hún kysti syttur sína. “Mér er aldrei gramt í geði við þig, Della,” sagði Mrs. Carew. “En ef þú bara gætir skilið mig!” Rétt á eftir fór Della Wetherby út úr þessu fallega húsi, en sem henni fanst líkjast svo mjög dauðs manns gröf. Yfirbragð hennar og jafnvel fótatak, var alt öðru vísi, heldur en þegar hún fyrir llálfum klukkutíma kom í þetta hús. Það var eins og allur léttleikinn væri horfinn og vorgleðin, sem þá bjó í sál hennar. Fyrst eftir að hún kom út, gekk hún hægt og þunglamalega og það var rétt eins og áhyggjur og sorgir legðust á hana, sem hún ætti erfitt með að bera. Svo reisti liún alt í einu höfuðið og fór að ganga hratt og létti- legá. Það mundi gera alveg út af við mig, ef eg ætti að vera eina viku í þessu liúsi,” sagði hún við sjálfa sig. “Eg held jafnvel Polly- anna gæti ekki fært nokkurn sólargeisla inn á þetta heimili, og það eina, sem hún gæti glatt sig yfir þar, væri hugsunin um það, að þar þyrfti hún ekki að vera lengi. ’ ’ En þetta vantraust á Pollyanna varaði ekki lengi í huga hinnar ungu hjúkrunarkonu. Hún fór aftur að láta sér finnast, að Pollyanna gæti orðið systur sinni til mikils gagns. Hún var varla fyr komin aftur til þeilsuhælisins, þegar nokkuð kom fyrir, sem varð þess vald- andi, að hún tók fyrsta tækifæri, en það var daginn eftir að hún kom heim, að fara aftur þessar fimmtíu mílur til Boston. Þegar hún kom í hús systur sinnar, fann hún þar alla hluti alveg með kvrrum kjörum, og það leit helzt út fyrir að Mrs. Carew hefði ekki hreyft sig úr stað síðan daginn áður. Þa,ð datt ofan yfir hana, að sjá systur sína komna aftur, en hún tók engu að síður ástúð- lega kveðju hennar. “Eg mátti til að koma aftur,” sagði Della, “og í þetta sinn verður þú að gera eins og eg vil. Hlustaðu nú á mig. Eg held þú getir fengið Pollyanna liingað, ef þú bara vilt.” “En eg vil það ekki,” sagði Mrs. Carew mjög kuldalega. Della Wetherby virtist ekki heyra þetta, en hélt bara hiklaust áfram. “Þegar eg kom heim í gær, var Dr. Ames nýbúinn að fá bréf frá Dr. Chilton, sem eg sagði þér að væri giftur frænku Pollyanna. Þar segir að ,hann ætli að fara til Þýskalands og vera þar í vetur til að fullkomna sig í ein- hverri grein læknisfræðinnar. Hann ætlar að taka konuna með sér, éf liann gæti fengið stað, sem honum líkaði fyrir Pollyanna, þar sem hún gæti verið í vetur. Hann er helzt að hugsa um að koma henni í einhvern heimavistar- skóla fyrir stúlkur. ’ ’ “Skelfileg vitleysa er þetta, Della! Eins og mig langi til að fá barn inn á heimilið til að ergja mig og gera xnér ónæði. “Það er svo sem ekki að það þurfi að passa hana eins og smábarn. Hún lilýtur að vera nærri fullra þrettán ára nú og lnin er svo myndarleg í öllu, eins og bezt má vera fyrir stúlku á hennar aldri.” ‘ ‘ Mér líkar ekki þessi börn, sem sagt er um að séu sérstaklega myndarleg í sér,” sagði Mrs. Carew, en hún hló um leið og liún sagði Iþetta og einmitt það, að hún hló gaf systur hennar kjark til að reka erindi sitt með enn meiri festu, heldur en liún mundi kannske x annars hafa gert. Orsökin var kannske sú, hve þetta bar brátt að og var! einkennilegt, eða þá að sagan um Pollyanna hafði shert við hjarta frúarinnar, eða þá að hún átti bágt með að neita systur sinni um það sem hún bað hana, en nokkuð var það, að þegar Della Wetherby fór eftir hálfa klukkustund, liafði Ruth Carew lofað henni að taka Pollyanna á heimili sitt. “En þú verður að muna eftir þessu,” sagði Mrs. Carew að skilnaði, “að ef það kemur fyrir að krakkinh fari að prédika yfir mér og segja mér livað eg á að gera og ekki að gera, þá sgndi eg hana tafalaust til þín, og þú getur gert við hana hvað sem þér sýnist, en eg vil þá ekki liafa meira með hana að gera, ” ‘ ‘ Eg skal muna eftir þessu, en eg liefi eng- ar áhyggjur af því,” sagði Della um leið og hún fór. Við sjálfa sig sagði hún í hálfum hljóðum um leið og hún flýtti sér burtu: “Helmingnum af mínu verki er nú lokið. Þá er að byrja á hinum helmingnum, að fá Polly- anna til að koma. En hún bara verður að koma. Eg skal orða bréfið þannig að hún komist ekki hjá að láta hana koma.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.