Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines Ruffís' **** ,4 For cot> Service and Satisfaction PHONE: Seven 86 311 Lines 46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I.JÚNÍ 1933 NÚMER 22 Efoahagur Bœnda á Islandi Á Islandi, ekki síÖur en hér í landi, hefir verðfallið á búnaðaraf- urðum öllum leikið bændurna hart nú síðustu árin. Það sem hér fer á eftir er tekið úr grein, sem birtist í aðalblaði Framsóknarflokksins, Timanum, 29. apríl síðastl. Má gera ráð fyrir að hér sé rétt með farið og er því hér nokkru ljósi varpað á efnahag bænda á Islandi, eins og hann nú er. Greinarkaflinn er á þessa leið: Skuldir á móti eignum í einstök- umhéruðum eru sem hér segir: iBorgarfjarðarsýsla............52% Mýrasýsla ...................52 % Hnappadalssýsla .............64.4% Snæfellssýsla ...,...........52.7% Dalasýsla....................53-5% Austur-Barðastrandarsýsla 40.1% Vestur-Barðarstrandarsýsla 49.5 % Vestur-Isafjarðarsýsla ......53-9% Norður-Isaf jarðarsýsla ... .43.4% Strandasýsla.................53-t% Vestur-Húnavatnssýsla ....49.3% Austur-Húnavatnssýsla ... .49.5% Skagaf jarðarsýsla...........48.2% Eyjafjarðarsýsla ............52.7% Suður-Þingeyjarsýsla.......62.9% Norður-Þingeyjarsýsla ....59.9% Norður-Mú^asýsla ...........61 % Suður-Múlasýsla..............52.7% Austur-Skaptafellssýsla . .. .30.3% Vestur-Skaptafellssýsla ... .58.5% Rangárvallasýsla ............40.1% Árnessýsla ..................61.6% Gullbringusýsla .............42.9% Kjósasýsla ..................50.8% Sigluf jörður, Seyðisf jörður og Vestmannaeyjar ...........9.1% Eignir bænda alls á landinu: a. Fasteignir ......31,741.083 kr. b. Lausafé .........31,523,871 Samtals 63,264,954 kr. Skuldir bœnda alls á landinu: a. Veðskuldir ..........11,492,815 b. Lausaskuldir í bönkum 5,563,955 c. Verslunarskuldir .. ...8,3(53,014 d. Einstaklingsskuldir .. 7,680,653 Samtals kr. 33,100,437 Eignir fram yfir skuldir samtals: 30,164,517 kr. Tala bænda: 6799. Skuldlaus eiign hvers bónda til jafnaðar 4,437 kr. Skuldir á móti eignum til jafn- aðar á öllu landinu 52,3% Að þrotum komin Bæjarfélögin í Manitoba, og lík- legast viðast í Vestur-úSanada, virð- ast nú nálega að þrotum komin, að leggja fram það fé, sem nauðsyn- legt er, til að hjálpa atvinnulausu fólki. Kom þetta mjög greinilega fram á fundi, sem fulltrúar frá ýms- um bæjarfélögum og sveitafélögum áttu með fylkisstjórninni, nú fyrir fáum dögum. Þetta mál er altaf að valda meiri og meiri vandræðum. Þeiin er altaf að fjölga, sem hjálpa þarf. I Winnipeg eru þær fjöl- skyldur, sem hjálpa þarf nálega þrjú þúsund fleiri nú, heldur en um þetta leyti i fyrra. I Winnipeg og nágrenninu, þiggur fimti hver mað- ur fátækrastyrk; í St. Boniface fjórði hver, í Transcona þriðji hver og í Brooklands 60 per cent. af öllu fólkinu. I Manitoba eru 90,000 manneskjur, sem þiggja framfærslu- styrk, en voru í fyrra um þetta leyti 52,000. Það er búist við að fátækra- styrkurinn á þessu ári muni nema $4,000,000 í Manitoba, hér um bil $700,000 meir en í fyrra. Lítur nú ekki út fyrir að fylkið og bæirnir og sveitirnar fái hér mikið lengur rönd við reist. McIntosh"bíður mikinn ósigur Aukakosningar fóru fram í Kin- istino, Sask. á mánudaginn í vik- unni sem leið og stóð þannig á þeim, að Hon. Charles Mclntosh, sem var frambjóðandi frjálslynda flokksins 1929 í þessu kjördæmi og hlaut þá kosningu, leitaði nú endurkosninga sem ráðherra. I vetur gekk Mclntosh úr frjálslynda flokknum og gekk í lið með Anderson og hans íhalds- stjórn og tók Anderson hann þá i stjórnina og gerði hann ráðherra, en til að geta haldið því embætti, v|irð hann að vera endurkosinn, eins og aðrir ráðherrar. En Mc- Intosh náði ekki kosningu. John R. Taylor gagnsækjandi hans og frambjóðandi frjálslynda flokksins hlaut 4,192 atkvæði en Mclntosh 2,213. Var því Taylor kosinn með 1,979 atkv. meirihluta. Ekki taldi Mclntosh sig íhaldsmann við þess- ar aukakosningar, heldur “Inde- pendent Liberal.” Flokkaskipunin á Saskatchewan þing'inu er nú þann- ig: Frjálslyndir 27; íhaldsmenn 24; framsóknarmenn 5; óháðir 5 og tvö sæti eru auð. Kjördæmabreyting Hverju reglulegu manntali, sem fram fer á tíu ára fresti, fylgja á- valt einhverjar breytingar á kjör- dæmum. Nú að undanförnu hefir % sambandsþingið verið að fást við þær breytingar og hefir ekki geng- ið á góðu. Hefir lengi þótt sem það vildi við brenna, að stjórnin, hver sem hún er í það *og það sinnið, vildi færa sér í nyt breytingarnar og haga þeim þannig, að þær væru sín- um flokk til hagsmuna, með það í huga, að sjálfsögðu, að vinna sem flest kjördæmi. Á síðari árum hef- ir þó heldur lítið borið i'á þessu, þangað til nú að mikil rimma út af þessu hefir staðið í þinginu. Vildi núverandi íhaldsstjórn ekki láta þetta tækifæri ónotað; að vinna sér dálítið í hag fyrir næstu kosningar og þá jafnframt frjálslynda flokkn- um í óhag. Það rná ýmislegt gera í þessa átt, því hver flokkurinn um sig þekkir sína og veit nokkurnveg- inn hvar þeir eru. Það liggur við að minsta kosti, að töluverð illindi hafi orðið út af þessu á þinginu. Forsætisráðherr- ann var stórorður og vildi lítið taka kröfur mótstöðuflokksins til greina,- eins og hann á vanda til. Hinir voru töluvert ónotalegir í orði lika. Hon. W. R. Motherwell brá B'ennett um það, að hann væri að sækjast eftir orðum og titlum og ennfremur að stuðningsmenn hans yrðu ekki yfir fjörutíu eftir næstu kosningar, ef ekki væri fyrir stuðning C.C.F., sem væri vinstri vængurinn af íhalds- flokknum. Náttúrlega rléði Ben- nett og notaði valdið í þessu eins og öllu öðru. Engisprettur Allmiklar líkur hafa verið til að engisprettur mundu valda miklu tjóni hér í Manitoba í sumar. En vegna hinna miklu rigninga, sem gengu fyrri hluta síðustu viku, er sú hætta talin miklu minni en áður var. Einmitt um þetta leyti eru engi- spretturnar að unga út, og ungarnir þola mjög illa mikla rigningu. Hefir þvi þessi mikla rigning grandað þeim í miljónatali. En eggin þola betur rigninguna og það er tölu- vert til af þeim enn og úr þeim geta komið ungar. Engisprettu hættan er því ekki um garð gengin, þó hún virðist töluvert minni heldur en hún var. Er því öllum ráðstöfunum til að verjast þessari hættu haldið á- fram enn, þrátt fyrir þetta mikla regn. Dr. MARTEINSSON Það er víst ekki vanalegt að feður skrifi um sýni sína í opin- ber blöð; en vonandi segi eg skrumlaust og blátt áfram þá litlu sögu, sem stendur í sambandi við myndina, sem hér birtist. Brandur Thomas Hermann Marteinsson er fæddur að Gimli í Manitoba, 5. dag janúar-mánaðar árið 1907. Foreldrar hans eru þau hjónin Rúnólfur Marteinsson frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá, í Suður-Múlasýslu á Islandi og Ingunn Sigurgeirsdóttir Bardal, fædd á Þingeyrum í Þingi í Húnavatnssýslu. Með foreldrum sín- um fluttist drengurinn, sem vanalega hefir veriö nefndur Her- mann, til Winnipeg haustið 1910, og þar hefir hann átt heima síðan. I Winnipeg hefir hann fengið alla skólagöngu sína. Barna- skólanám stundaði hann við alþýðuskóla borgarinnar, en að því loknu fór hann í Jóns Bjarnasonar skóla. Þar var hann 4 ár og lauk með því fyrsta bekk háskólanáms. Tvö árin þar var nafn hans skráð á verðlaunabikar skólans, sem nefnist Arinbjarnar- bikar. Næsta ár var hann í háskólanum og lauk við annan þekk. Með þvi var lokið undirbúningi fyrir læknaskólanám. Næstu 6 ár stundaði hann nám í sambandi við læknaskóladeild háskólans. I viðbót við það, sem vanalega er þar krafist varði hann einu ári til efnafræðilegra tilrauna (Bio-chemistry). Var það undirbún- ingur f'yrir stigið Bachelor of Science in Medicine. Margir sam- bekkinganna áformuðu að búa sig undir það stig, en allir gáfust þeir upp nema Hermann og annar ungur maður að nafni Donald Williams. Báðir náðu þeir því stigi með heiðri (cum laude). Af- koma Hermanns var, held eg, sæmileg í skólum. I læknadeildinni féll hann aldrei í prófi. Vorið 1931 útskrifaðist hann af háskóla Manitobafylkis sem Doctor of Medicine og Bachelor of Science. Frá því hann var drengur hefir hann reynt að bjarga sér við vinnu, eftir því sem tækifæri gafst. I Winnipeg bar hann út blöð. Nokkur sumur var hann við bændavinnu úti á landi. Eitt sumar vann hann daglaunavinnu við byggigu í St. Boniface og nokkurn tíma í véladeild Almenna sjúkrahússins í Winnipeg. Þá vann hann eitt sumar við rjómabú í fylkinu (cream grading). Tvö sumur vann hann fyrir Canadian Chautauquas, og ferðaðist með þeim allmikið um Vesturlandið, og enn vann hann eitt sumar sem einn umsjónarmanna á geðveikrahælinu í Selkirk. Þrjú ár hefir hann starfað við lækningar í Hinu almenna sjúkrahúsi Winnipegborgar, fyrst eitt ár áður en hann útskrifað- ist sem læknir og nú tvö ár síðan. Á þessum tíma hefir hanu starfað í öllum deildum spítalans, lesið allmikið í læknisfræði og fengið mikla æfingu í holskurðum. Nú er hann að breyta til með verustað, flytja burt úr borg- inni til Le Pas i Manitoba, þar sem hann starfar í sambandi við lækni, sem heitir P. C. Robertson. Hann lagði á stað þangað í gær (miðvikudag). Rimólfur Marteinsson. Sambandsþingið Þvi var slitið á laugardaginn eftir að hafa á rökstólum síðan í október í haust. Samt tóku þing- mennir'nir sér langa hvíld um jóla- leytið í vetur. Þingið endaði með ósamkomulagi út af kjördæmaskift- ingunni og ósamkomulag var ekki ótítt meðan þingið sat. Töluverðar líkur þykja til að þingið verði aftur kallað saman í haust. Erfiðasta við- fangsefni þjóðarinnar nú sem stend- ur er atvinnuleysið og viðskifta- kreppan. Því miður verður ekki sagt að þinginu hafi hepnast á nokkurn hátt, að ráða bót á þeim vandræð- um. Stubbs-málið Þess hefir oft verið getið hér i blaðinu og lésendum Lögbergs ekki ókunnugt. Nú hefir stjórnarráðið í Ottawa ákveðið að vikja Stubbs frá embætti án eftirlauna, að þvi er fréttir frá Ottawa fullyrða. Chicago sýningin Hin mikla sýning, sem haldin verður í Chicago í sumar, er nú opn- uð. Verða þar að -sjá mörg furðu- verk þessa heims. Eitt er t. d. það, að lýsa eigi sýningarsvæðið með geislum frá stjörnu, sem svo er langt frá jörðunni, að ljósið þurfi fjöru- tíu ár til að komast þaðan til jarð- arinnar, þó það fari 186,000 milur á sekúndu hverri. Hvernig þetta má verða, er að minsta kosti ekki auð- skilið. LOFTUR JÓNSSON kaupmaður í Vík i Mýrdal, fanst örendur í flæðarmálinu í Vik í fvrradag; hafði druknað, en ókunnugt, með hverjum hætti slysið hefir orðið. Loftur var bróðir Einars fyrrum alþm. á Geldingalæk. Mbl. 5. maí. HVÍTASUNNA, 4. JÚNI Kl. 11 f. h.—Fermingar-guðsþjónusta. Kl. 7 e. h.—Altarisgöngu-guðsþjónusta. Hádegis-messan á ensku; kvöldmessan á íslenzku. Allir velkomnir. Til Islendinga Eg er einn af þeim mönnum, sem hefir óbilandi trú á drenglyndi Is- lendinga, og lika á þvi, að Islend- ingar séu ekki aðeins þrautseigir heldur líkat raungóðir menn þegar í harðbakka slær, um þau atriði er sæmd þeirra og velfarnan varðar. Eg get að vísu búist við, að landar mínir verði mér ekki sammála um þörf og ágæti allra mála vorra, en eg hefi aldrei mætt neinum, sem ekki lær eyra máli því, sem fram er borið af einlægni og á yfir þvi lífs- afli áð ráða, að það verðskuldi hlý- hug manna og stuðning. Málið, sem eg í þetta sinn ber fram fyrir íslendinga er ekki nýtt mál, 'en það er þess eðlis, að það ætti að ná, ekki aðeins eyra, heldur líka að njóta velvildar og stuðnings allra Islendinga um þvera og endi- langa heimsálfuna og það er skóla- málið. Hátt upp í fjórðung aldar hefir Jóns Bjarnasonar skóli nú lifað og starfað. Á því tímabili hefir nem- endatala skólans verið mismunandi árlega—alt frá um tuttugu og upp í | á annað hundrað. I alt er hún á | annað 'þúsund. Efnaleg afkoma skólans hefir líka verið mismunandi, eins og allra annara slikra skóla i landinu. I góðu árunum, meir en viðunandi, og á mögru árunum oft um frain allar vonir. Eg er sann- færður um, að þegar efnaleg af- koma Jóns Bjarnasonar skóla er borin saman við efnalega afkomu annara samslags skóla, og tillit tek- ið til allrar afstöðu, þá sé hún alt eins góð og þeirra, ef ekki betri og fyíir það ber að þakka vinum skól- ans og örlæti íslendinga í heild, þvi frá þeim hefir skólinn ávalt fengið sinn aðal styrk. Misnnmandi skoðanir hafa átt sér stað og eiga, í sambandi við tilveru- rétt og nytsemi skólans, eins og eðli- legt er, því ekkert málefni, jafn víð- tækt og umfangsmikið og skólamál Vestur-Islendinga er, getur náð þroska og vexti án þess að um það skapist mismunandi skoðanir, en hvað sem um það mætti segja,'þá er það sannfæring mín, að eðli máls- ins og saga stofnunarinnar sanni tvímælalaust, að þar sé um það menningarafl að ræða, sem verð- skuldi stuðning og umönnun íslend- inga. 4 Kæru landar mínir I Árið sem er að líða hefir verið erfitt ár fjár- málalega fyrir alla, og skólann líka. Hann þarf nú nauðsynlega á $1,500 að halda til þess að geta mætt út- gjöldunum fyrir skólaárið, sem er að líða. Landar góðir! verið nú stórir ,í erfiðleikunum og bætið úr þessari þörf. Upphæðin frá hverj- um einum þarf ekki að vera tilfinn- anlega há, ef nógu margir taka þátt —taka þátt í því að vernda þessa menningarhugsjón vora og þjóðar vorrar,og með henni þá stofnun, sem lengst gripur inn í menningar- og starfslíf þjóðanna, sem við bú- um á meðal, af öllum stofnunum vorum. Svo fel eg drenglyndi og rausn Islendinga þetta mál í fullri vissu um að þeir sjái því borgið og beri skólan nú eins og áður fram til meiri Bretar og Islendingar gera viðskiftasamning Samkvæmt frétt frá London, hinn 24. f. m. hafa verið birtir við- skiftasamningar, sem Bretar og ís- lendingar hafa nú gert sín á milli. Er það sjötti viðskiftasamningur- inn, sem Bretar hafa nú fyrir skömmu gert við aðrar þjóðir. Aðalefni samningsins er það, að ís- lendingar undirgangist að kaupa að minsta kosti 77% af þeim kolum, sem þeir þurfa á að halda af Bret- um. Einnig lofa íslendingar að lækka innflutningstoll á einstökum vörum frá Bretlandi og eru það sér- staklega bómullarvörur, og einnig að hækka ekki tolla á ýmsum öðrum vörum frá því sem nú er. Þar á móti heita Bretar því að hækka ekki innflutningstoll á fiski frá íslandi, sem nú er 10%. Komi til þess að Bretar ákveði hve mikið af fiski þeir kaupi frá hverju landi lofa þeir að kaupa ekki mir.na að íslending- um en sem svarar 354,000 vættum af nýjum og blautsöltuðum fiski. Einnig að kaupa allmikið af kinda- kjöti frá íslandi. Þessi samningur gengur í gildi þegar Alþingi hefir samþykt hann og er gerður til þriggja ára. Árslokabátíð Jóns Bjarna- sonar skóla , Hún fór fram i Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskveldið hinn 23. maí. Var hún allfjölsótt að vanda og fór ógætlega fram. Nemendurnir eru í þetta sinn fleiri heldur en þeir hafa nokkurntíma áður verið. Söng- flokkar skólans skemtu fólkinu mjög vel með góðurn söng, bæði á ensku og íslenzku. Hefir Miss Salóme Halldórsson þar nú enn sem fyr unnið mikið verk og þarff, að æfa þessa söngflokka. Fimm af nemendunum fluttu stuttar ræður og má óhætt segja, að öllum hafi þeim farist það vel. Nöfn fimm nemenda voru skráð á Arinbjarnar- bikarinn. Dr. W. T. Allison, pró- fessor i enskurn bókmentum við há- skóla Manitobafylkis flutti aöal- ræðuna. Flutti hann gott erindi um bækur og lestur. Séra Rúnólfur Marteinsson skólastjóri stjórnaði samkomunni. Sex daga ferð Samgöngurnar milli London og Winnipeg eru nú þannig, að hægt er að fara þá leið á sex dögum, og það gerðu farþegar með Canadian Pacific línuskipinu Empress of Britain, hérna um daginn. Morg- unverður í Londoti 19. maí og mið- dagsverður í Winnipeg 26. maí. Hér er ekki um neinar loftfarir að ræða, heldur bara vanalegt ferðalag með gufuskipum og iárnbrautum. En það er haldið vel áfram. þroska og víðtækari áhrifa. L'pphæðin, sem nefnd er hér að framan verður að nást inn fyrir 23. júní n. k. I fullu trausti og vinsemd, Jón J. Bíldfell, formaður skólaráðs Jóns Bjarnasonar skóla. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.