Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN I. JÚNÍ, 1933 Bls. 5 Mussoliniveldið tíu ára (Desember 1932) Maðurinn Mussolini Þessi merkilegi maður, sem á þennan hátt hrifsaði í sínar hendur völdin í einu af stórveldum Evrópu er fæddur 29. júlí 1883 í litlu þorpi í Forli-héraði í Norður-ítalíu. Þar átti heima maður, sem hét Ales- sandre Mussolini; lifði hann þar á járnsmiði en rak jafnframt dálitla veitingakrá og var giftur kenslu- konunni á staðnum. Alessandre hafði aldrei í skóla gengið og þegar hann dó árið 1910 kunni hann hvorki að lesa né skrifa. En hann var eldrauður jafnaðarmaður og gat bæði rökrætt og komið öðrum á sitt mál. Fyrsta drenginn sinn, sem fæddist 1883, lét hann heita Benito Juares í höfuðið á manninum, sem lét skjóta Maximilian keisara árið 1867. Benito Mussolini var þannig heitinn eftir byltingamanni og ein- ræðisstjóra. Hann varð snemma skapstór og óvæginn; einkum er til þess tekið, að hann hafi verið einkar langrækinn og ávalt viljað hefna alls, sem honum þótti sér eða öðrum gert rangt til, jafnvel þó ekki væri það nema smámunir. Kennari, múrari, ritstjóri Þó foreldrar hans væru fátækir sáu þau um að afla honum í æsku svo mikillar mentunar, að hann fékk kennaraembætti á unga aldri. En eigi leið á löngu þangað til hann hristi ryk ættjarðarinnar af fótum sér og fór til Sviss, sem þá var orðið Eldorado pólitískra ofstækis- manna. Þar stundaði hann múrara- vinnu fyrst í stað en hafði tæplega til hnífs og skeiðar, en brátt fóru menn að taka eftir, að múrarinn var ágætlega máli farinn og var farinn að tala máli jafnaðarstefnunnar svo óvægilega ' að yfirvöldin sáu sér vænst að senda hann heim til ítalíu aftur. Þar vakti hann brátt athygli fyrir blaðamannahæfileika og varð innan skamms áhrifamikill i jafn- aðarmannaflokknum og árið 1912 var honum fengin í hendur aðalrit- stjórn helsta málgagns jafnaðar- manna á ítalíu, blaðið “Avanti” í Milano. Var hann þá aððins 29 ára gamall. Líklega hefir jafnaðar- mannamálgagn aldrei átt rótttækari stjórnanda. Ellefu sinnum varð hann að fara í fangelsi. Hann var ávalt í vinstra fylkingarbarmi jafnað armanna og þegar heimsstyrjöldin hófst 1914 lét hann blað sitt hrópa: Niður með ' styrjöldina! dag eftir dag og viku eftir viku. Hann snéri sér ógnandi til stjórnarinnar og sagði:—Ef ítalir vilja ekki sjálfa sig feiga verða þeir að gæta hins ítrasta hlutleysis. Geri stjórnin það ekki, skal öreigalýðurinn kunna ráð til að neyða hana til þess! 1 Jafnaðarmaðurinn —hcrnaðarsinni! En ekki er lengi að breytast veð- ur í lofti. Stjórn jafnaðarmanna- flokksins þótti nóg um prédikun Mussolini og rak hann frá blaðinu. Skiftust þá jafnaðarmenn í tvent: hernaðarsinna og friðarvini: En Mussolini fór að gefa út blað sjálf- ur, “Popolo d’Italia” og segja óvin- ir hans, að hann hafi fengið peninga til þess hjá bandamönnum—og nú barðist hann meS hnúum og hnefum fyrir því, að ítalía færi í stríðið. Undirróður hans sigraði. Italía barst út í hildarleikinn og meðal þeirra 200,000 manna, sem réðust í herinn var líka “bersaglieri nr. 12,467, Benito Mussolini. Öllum ber saman um, að hann hafi verið hug- rakkur hermaður. Hann varð kor- póráll, særðist hættulega, fór heim aftur 1917 og tók við ritstjórn blaðs síns og barðist fyrir því að stappa stálinu í Itali eftir ósigurinn mikla miö Caporette. Og eftir ófriðarlok- in studdi hann d’Annunzio af ofur- móði, er skáldið fór hina sögulegu herferð sína til Fiume og tók borg- ina, þvert ofan í ákvæði friðarsamn- inganna. Framsókn — afturhald Árið 1919 voru hin fyrstu fasc- istafélög í ítalíu mynduð. Þá var Mussolini Wálfgildings kommúnisti. Hann og flokkur hans litu að minsta ‘kosti ekki neinu hornauga til of- beldisstefnunnar 1920 þegar smá- bændur og sveitavinnumenn fóru um landið og tóku sér jarðnæði af stóru jörðunum án þess að spyrja kong eða frú og eins þegar verksmiðju- menn tóku verksmiðjurnar í Lom- bardi og héldu þeim fyrir eigendum þeirra í heilan mánuð. Árið 1921 var Mussolini kosinn á þing, sem foringi 35 fylgismanna sinna, sem kosningu náðu þá. En um það leyti skifti fascistahreyfingin um fána gagnvart þjóðfélagsmálum, en var andvíg þingræði eins og áður. • I dag er Mussolini einvaldur. ítalska þingið er að vísu til en er kosið samkvæmt lögum, sem tryggja fascistum meiri hlutann hvað sem þjóðarviljanum líður. Frambjóð- endurnir eru tilnefndir af fascista- ráðinu, sem fyrir löngu, er orðið einskonar deild í stjórninni og al- rnenni kosningarrétturinn er í þvi fólginn að kjósandinn getur sagt já eða nei við þessum kosningalista.— Að öðru leyti byggist vald Mussolini á fascistahernum sem er skipaður um 300,000 ungum mönnum, en fyrir neðan hann er “æskuherinn” skipaður 200,000 drengjum á aldr- inum 15—18 ára, en til þess að “þroska” drengina undir herþjón- ustuna eru börnin strax tekin i fascistafélög og þessi barnafélög telja hundruð þúsunda af meðlim- um. ítalía þarfnaðist sterkrar handar árið 1922, og það er enginn efi á því, að Mussolini hefir að sumu leyti fylt þau skörð, sem einmitt þurfti að fylla. Hann hefir bætt stórum úr sleifarlagi því, sem var á öllu stjórnarfari og reglu. En jafn- víst er hitt, að fascisminn er að sumu leyti bein afturför, í ýmsum þeim greinum, sem hverri þjóð eru áriðandi. Fascisminn er fjarri því að vera flekklaus og það vikurkenn- ir mjög berlega merkasti æfisögu- ritari Mussolinis, Margherim Sar- fatti og vísar þá m. a. til morðsins á jafnaðarmanninum Matteotti, sem leyfði sér að andmæla Mussolini í þingsalnum. Leikari, segja andstæðingarnir— höfðingi! segja áhangendurnir. Andstæðingar Mussolini viður- kenna hann mikinn ræðumann. En þeir segja um leið, að í rauninni sé hann aðeins afburða leikari og litið dæmi um þetta er sagan um útlenda blaðamanninn, er kom til hans í á- heyrn i sama bili sem ritari Musso- linis kom inn meS skjal eitt til at- hugunar. Mussolini greip pennann og fór eins og elding yfir bréfið og leiðrétti hér og hvar í ofboðs flýti og rétti skjalið frá sér aftur. Blaðamaðurinn varð forviða á þessum vinnuflýti þangað til hann komst að því, að Mussolini hafði strykað út orð og orð af handahófi og skrifað sama orðið aftur á milli linanna! En áhangendurnir eru barmafullir af aðdáun og lotningu. Þeir segja með hrifningu frá at- viki, sem Mussolini hefir sjálfur skráð í dagbók sína úr stríðinu. Eitt kvöldið sá hann eld í nokkrum vindl- ingum í skotgröfum fjandmann- anna. Samstundis varpaði hann til þeirra handsprengju og drap fjóra eða fimm.—Hversvegna gerðuð þér þetta? spurði höfuðsmaður Musso- linis. Veslings mennirnir hafa setið þarna í næði og verið að rabba sam- an, ef til vill um unnusturnar sínar! En Mussolini svaraði þessu: Ef við eigum ekki að heyja stríð er okkur eins. gott að fara heim til Mílanó og lóna þar á málverkasafninu! —Fálkinn. Pétur Thorfinnson Laugardaginn 20. maí andaðist Pétur Thorfinnson á University- sjúkrahúsinu í Minneapolis, Minn. Hafði hann lengi kent sjúkdóms, er ágerðist mjög með þessu vori, var hann þá fluttur á þetta sjúkrahús. En þrátt fyrir hinar beztu tilraunir að hjálpa honum þar, andaðist hann eins og hér segir. Kona hans var hjá honum þar syðra er hann and- aðist og kom með lík hans heim 22. maí. Til aðstoðar henni þar á hin- um er^iðu stundum var bróðursonur Péturs sáluga, Matthías Thorfinn- son frá Red Wing, Minn. Pétur Thorfinnson fæddist í Hagakoti í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu 5. sept. 1875. Foreldrar hans er þar bjuggu voru Thorfinnur Jóhannes- son og Elízabet Pétursdóttir. Er þau hjón fluttu til Ameríku árið 1882, varð Pétur ásamt með Mar- gréti sál. systur sinni eftir á íslandi, því hann var þá í fóstri hjá Gísla Thorfinnssyni og konu hans Hólm- friði Ásgrímsdóttur, á Hólum í Hjaltadal. En 11 árum síðar (1893) komu þau systkinin hingað vestur til fólks síns. Haustið 1909 giftist hann Dýrfinnu dóttur Sigurðar og Steinunnar Björnson hér í bygð. Hafði hann þá búið um 10 ára skeið nálægt Munich, N. Dak., og bjuggu þau hjón þar áfram stóru myndar- búi þar til haustið 1919 að þau fluttu aftur til Mountain og hafa búið þar ávalt síðan. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Er hin elsta gift Clifford Martin í Grenville, N. Dak., hinar tvær eru heima hjá móður sinni. Pétur sál. var mesti dugnaðar-víking'ur og ávalt ósér- hlífinn, enda búnaðist honum hið bezta. Hann var hinn vandaðasti og bezti drengur og naut mikilla og góðra vinsælda. Mikill harmur er kveðinn að hinu stóra og myndar- lega heimili við fráfall hans, og líka sakna hans fjöldamargir ættingjar vinir og samferðamenn. Hann var jarðsunginn frá heimili sínu og kirkjunni á Mountain, fimtudaginn 25. maí. Sóknarpresturinn jarðsöng og séra N. S. Thorláksson talaði einnig við útförina. Öll fimm syst- kini hans, sem á lífi eru, voru við útförina, og þar var afarmikið fjöl- menn viðstatt að kveðja hann. Æfiminning hjónanna Eggerts O. Guð- mundssonar og Sigurlaugar Jónsdóttur. Eins og áður hefir verið getið um í blöðunum önduðust hjónin Eggert O. Guðmundsson og Sigurlaug Jónsdóttir að Hallson, N. Dak. fyrripart sumars 1932. Sigurlaug andaðist 26. marz en Eggert 26. júní. Voru þannig réttir þrír mán- uðir frá því að hún kvaddi þar til að hann líka var kallaður burt. Bæði fæddust hjónin á Islandi og ólust þar upp. Hann var frá Dalgeirs- stöðum í Miðfirði í Húnavatnssýslu en hún frá Kollsá í Bæjarsveit í Strandasýslu. Mun hann hafa Kom- ið til Ameríku árið 1887 en hún ár- inu síðar. En árið 1891 giftust þau. Hafði Eggert þá verið ekkjumaður um æði mörg ár, því hann misti fyrri konu sína, Sólveigu, systur Sigurlaugar á íslandi árið 1879 pog einn son er þau höfðu eignast Jón að nafni misti hann árið 1882. Þau Eggert og Sigurlaug áttu eina dótt- ur er heitir Sólveig Emilia. Eftir að hún kom upp var hún ávalt dygg og ágæt stoð foreldra sinna. Til fósturs tóku þau Valdinu Gislason er hún var 9 ára að aldri, og var hún ávalt eftir það á þeirra vegum, og veitti þeim einnig aðstoð er þau tóku að þreytast. Búa þær fóstur- systurnar nú a heimilinu, sem Egg- ert og Sigurlaug áttu um langt skeið í grend við Hallson. Eggert O. Guðmundsson fædd- ist 15. sept. 1855 Dalgeirs- stöðum í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson og Lilja Oddsdóttir er þar bjuggu. En Sigurlaug Jóns- dóttir fæddist 21. febrúar árið 1858 að Kollsá í Bæjarsveit í Stranda- sýslu. Foreldrar henar voru Jón Tómasson og Gróa Jóhannsdóttir, er þar bjuggu. Bæði voru þessi hjón hinar vönd- uðustu manneskjur í alla staði. Hjónaband þeirra var hið farsæl- asta og sambúð hin ástúðlegasta. Nutu þær dóttirin og fósturdóttirin mikillar ástúðar hjá þeim er þær líka reyndu að endurgjalda, er þær þroskuðust, eins og þegar hefir ver- ið minst á. Sakna þær þeirra nú sárt, en skilja þó að þau voru hvíld- ar þurfandi, þvi þau voru tekið að þreytast eftir dagsverkið. Þau Eggert og Sigurlauo- höfðu ekki sér- lega mikið um sig í búskapnum, en bjuggu myndarbúi og búnaðist hið bezta. Bæði voru þau brjóstgóð, velgjörðasöm yg hjálpfús. Vönduð voru þau í dagfari og áreiðanleg í orðum og gjörðum. Eins og vænta mátti áttu þau marga vini, og var því ekki einasta dóttir þeirra og fósturdóttir, heldur og stór hópur ættingja og samferðafólks, sem saknaði þeirra og kvaddi þau með hlýjum kærleik. Bæði voru þau jarðsungin af séra H. Sigmar frá kirkjunni í Hallson, og lögð til hvíldar í grafreitnum Andvara ná- lægt heimili þeirra. Eftir andlát Sigurlaugar orkti Kristín D. Johnson kvæði til hinn- ar látnu fyrir hönd dóttur hennar, sem áður hefir verið birt. Og þegar Eggert svo skömmum tíma síðar kvaddi, sendi Mrs. Johnson viðbæt- ir við hið fyrra kvæði. Og verða þau ljóð nú bæði birt ásamt með þessum minningarorðum. H. S. Húsfní Sigurlaug Jónsdóttir Guðniundsson M óðurminning Við aftankyrð ég hugsa hljóð um horfna sælustund, að með mér varstu, mamma góð, svo mild og blíð í lund. Er lit eg blómin ljúf og smá sem lífgar sólin blíð, þinn móðurkærleik man eg þá og minnist bernskutíð. I umsjá þinni æska mín var yndisblómum stráð, því móðurástin átti þín á öllu fögru ráð. Eg fagna, þó mér falli tár, að farin ertu heim; 1 j þú blessar hér min æfiár frá yndis bústað þeim. Þig blekti ekki böl né tál, ei braut þíns lífs var myrk. varst hegðan prúð og hrein í sál, með hugarró og styrk. Þú kendir mér að þekkja þann, sem þjáðum veitir ró; þitt trúar-akker traust eg fann á tímans ólgusjó. Þó sárt við pabbi söknum þín, og sé hér dimt og kalt, sem morgunstjarnan mæra skín, og myrkrið hverfur alt. Það hður aðeins lítil stund, svo ljómar unun h.rein, að drottinn gefur gull í mund og græðir tímans mein. Er skugginn flýr, en líknar-ljós þá lýsir nær og f jær, að ódauðleikans eðla rós með yndis blómum grær. Við komum, móðir þá til þín, ó, þvilik sælutíð, er lífs og friðar lögmál skín og ljómar sólin blíð. Undir nafni dóttur hinnar látnu. Kristín D. Johnson. Viðbœtir Þér eg hinstu kærleiks kveðju kæri faðir, líka fþ't. Þú ert einnig frá mér farinn, föl og döpur ein eg sit. En mig gleður innilega, elskendurnir tryggu þið, sameinuð nú eruð aftur eftir litla stundarbið. Blessi Guð um eilífð alla ykkar fögru kærleiksblóm. Þar er lífið sífeld sæla sólarlands í helgidóm. Svo með ykkur bý eg bráðum; bíð þess tíma þolinmóð. Ykkur mun eg aldrei gleyma, elsku pabbi og manna góð. Þetta er hugsað í anda dóttur hinna látnu. Kristín D. Johnson. Dánarfregn Föstudaginn 19. maí andaðist Kristin Dalmann á heimili Mr. og Mrs. H. J. allgrímson á Mountain, N. Dak. Var hún rúmlega sjötug, ekkja Jóns heitins Gíslasonar Dal- mann er áður bjó í grend við Mountain. Kristín var fædd á Dönustöðum í Laxárdal í Dalasýslu, dóttir Sturlaugs Bjarnasonar og Halldóru Haldórsdóttur er þar bjuggu lengi. Kristín átti heimili á Mountain og bjó þar mörg ár ein sér, en síðustu tvö árin var heilsa hennar svo biluð að hún gat ekki lengur verið á heimili sinu, en hélt til hjá fósturdóttur sinni Mrs. A. A. Guðmundsson í grend við Gardar og hjá öðru kuningjafólki sínu. Kristin var vinur vina sinna, greið- ug og góðlát. Vel studdi hún þann félagskap, sem hún tók tr.ygð við. Jarðarförin fór fram frá luúniili hennar og kirkjunni á Mountain, mánudaginn 22. maí. Sóknarprest- urinn jarðsöng hana. Þjófafélag í London gerði nýlega tilraun til að ná í fjársjóði Hinriks IIX, sem sagt er að séu tveggja miljón punda virði og að geymdir séu í hallarkjallaranum i Richmond. Þjófarnir höfðu grafið jarðgöng inn í kjallarann og gekk vel þangað til þeir rákust á tveggja metra þykk- an múrvegg og hurð, sem stóðst all- ar atlögur þeirra. Höfðu þeir því hlaup en engin kaup. En siðan held- ur lögreglan jafnan vörð við húsið. Fashion Takes a Highland Fling at of Plaid Taffeta Even if your suit’s last year’s it will take on a blithe new air, worn with one of these blouses. Perky little styles! With tailored collars— high necklines—bow necklines. Fashioned in a soft, all-silk taffeta in a choice of col- orful plaids. Price, .........§1.95 Fashion Accessories Section, Main Floor, Centre. You’ll Love ‘*High-Hatting” ■ inWhite! And You Can Do It Like a Parisian for Only $5.95 They’re “Agnes” and “Lemonnier” tri- umphs! Copied so cleverly by a little Paris house that the designers them- selves would be hard put to tell them from the original. One in a soft, ribbed straw—the other in roughly chalky crepe— both with a touch of ivory white. Millinery Section. Second Floor. Portage. n\ EATON C°u LIMITED INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man........................... G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man.........................O. Anderson Blaine, Wash.............................Thorgeir Simonarson Bredenbury, Sask................................S. Loptson Brown, Man............................. J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask..............................S. Loptson Cypress River, Man.............F. S. Frederickson Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask.............Goodmundson, Mrs. J. H: Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.......................... C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.......................John Norman Hnausa, Man................................... G. Sölvason Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavík, Man..........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask.......................J. Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S, Einarson Markerville, Alta....................O. Sigurdsop Minneota, Minn^...........................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, S&sk.........................Jens Eliason Narrows, Man....................... Kr. Pjetursson Oak Point, Man.....................A. J. Skagfeld Oakview, Man.......................Búi Thorlacius Otto, Man.............................. S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Árni Paulson Riverton, Man.........................G. Sölvason Seattle, Wash........................J. J. Middal Selkirk, Man............................G. Nordal Siglunes, Man...................................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvafdson Swan River, Man.................... A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man..............................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man.................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.