Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 35
"5 brotnar, eða gengið í berhögg við tízkuna. Pessi vísa er til dæmis um það: Ýtar mega lotning ljá karlinn Jón er kominn á langri sultar beygju: korta móðins treyju. Sá Jón — uppi um miðja s. 1. öld — lagði vísusmiðinn á snögga blettinn, og var því þann veg háttað, að hann, eða kona hans, hafði fengið blett á mannorð sitt: Máttir þegja, meiðir fleins legðir feginn aðra eins minn, um treyju laka; yfir beygju saka. Par með var því máli lokið. Pá var það algengt að yrkja um alla nýbreytni og þá atburði gjörvalla, sem tíðindum þóttu sæta, eða einstakir vóru, ýmist stökur eða langa bragi. Einu sinni fengu bændur í Reykjadal leyfi Grenjaðarstaðarprests til að leita trjáviðar í rekunum innan- vert við Skjálfanda, og áttu þeir von á trjánum niðri í sandinum. Petta var á vetri. En þegar þangað kom, gengu verkfærin hvergi niður — fyrir frosti í sandinum. Mikið gaman var að þessu hent og kveðinn bragur um förina. Par í er þessi vísa: Par um skrafar þjóð í bland, þeir eru að grafa sjóarsand, þykir tafar vinna; svo að hafið gangi á landll Vísan er eftir bónda, sem Benedikt hét, á Stórulaugum. Hann var fljúgandi hagmæltur og stóð aldrei í honum, en kunni ekki málið vel. En hver getur neitað því með rökum, að þar hafi kunnað að vera maður, viðlíka vel gefinn til formfegurðar, sem Guðmundur Guðmundsson? Víst er það, að þessi framliðnu alþýðuskáld hér í sýslunni vóru stórum gáfuð. Hugsunin var fleyg og fær um þau lönd og leiðir, sem þau höfðu kannað og minnið og næmið alveg ótrúlegt. — Eg er ekki einn þeirra manna, sem hafa þá trú, að heiminum fari hnignandi og öllu því, sem í honum er. En minni manna er í afturför, það er víst, og orsakirnar eru eðlilegar. Nú er fleira lesið og heyrt, meiri hraði á lifinu. Einn atburðurinn þurkar annan burt. Dagblöð og sögur koma eitt af öðru. Nú er lesið, en ekki lært. Pá var svo fátt um að velja, að þetta fáa var fast í minninu, miklu betur en nú gerist. Pað er til dæmis um minnisgáfu gamalla manna, að þegar amma mín (föðurmóðir) Hólmfríður Indriðadóttir var ungfrú tvítug 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.