Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 67
147 Faxaflóa á síðustu árum og um netaþorskinn, og kemst höf. að þeirri niður- stöðu, að hann sé ekki sérstakt afbrigði af þorski. Bjarni Sæmundsson fæst við eina af þeim greinum vísindanna, er hafa það til síns ágætis, að beinn, augsýnilegur, verklegur hagnaður getur bráðlega af þeim leitt. Á hann þakkir skilið fyrir rannsóknarstarf sitt, og þar sem hann hefir hvorttveggja til að bera, áhuga og þekkingu á málinu, er það ekki nema sjálfsagt, að landið veiti honum nægan styrk til framhalds. G. Sv. EMIL J. ÁHREN: ANDATRÚIN OG ANDAHEIMURINN. Rvík 1905. (D. Östlund). Það væri synd að bregða Reykvíkingum um andleysi á þessum síð- ustu »undursamlegu« tímum! Borð og stólar og breiðir bekkir fara í háa loft af andlegum krafti. Dálkar blaðanna eru barmafullir af andríki — og gerist slíkt ekki á hverjum degi. Kveður svo ramt að, að öld- ungurinn Þjóðólfur bregður á leik af andlegum Ijörkippum. Mikill er undramáttur andanna! Aðventistatrúboðið og pápiska heimatrúboðið og andatrú eru helztu andlegu straumarnir, er borist hafa að ströndum íslands á síðustu árum. Andatrúin er yngst þeirra systra og fer þeirra geystast, enda hefir mestur styrr staðið um hana. Formælendur hennar eru nú líka komnir út fyrir endimörk alvörunnar og orðnir broslegir. Heimastjórnarmenn hafa verið svo heppnir að reka augun í þetta, og þeir mega eiga það, að þeir hafa haft vit á að færa sér það í nyt. Vóru þeir sannarlega ekki maklegir svo mikils pólitísks hvalreka, sem andatrú andstæðinga þeirra hefir verið þeim. Grunnhygginn er sá, sem heldur að andatrúar- ofsóknir Heimastjórnarmanna stafi af sannleiksást eða drengilegum hvötum. Önnur eins trú og danskt heimatrúboð á friðland heima fyrir þeim. Og er þó mikill munur á henni og andatrú, sem að minsta kosti er eins fullkomin og mótmælendatrú, ef hún er ekki fullkomnari. Svo einbeittur andatrúarandstæðingur sem dr. Alfred Lehmann kveður hana framför í heimi trúbragðanna. Kristnir menn og klerkar hafa fyrir löngu hafið leiðangur gegn anda- trú. Þeir eru ekki sterkari á svellinu en svo, að þeir óttast þessar ein- kennilegu »tilraunir« andatrúarmanna til að fá vitneskju um tilveru guðs og annað líf. Annars eru kynjasögur andatrúarmanna hvorki hlægilegri né óskiljanlegri en margt sælgæti, sem Lúterstrú og kaþólska gæða mannlegri skynsemi á, svo sem sumar undralækningar guðspjallanna, að ég ekki nefni önnur eins ósköp og söguna af djöflunum, sem stukku í svínin og ærðu þau o. fl. Ef það er satt, að Jesús frá Nazaret hafi vakið menn upp frá dauðum og læknað limafallssjúkan mann með orð- unum: »Statt upp, tak sæng þína og gakk« (Matth. 9. 6), þá sé ég eigi, hví ekki er hægt að fara inn í kvið mönnum og loka honum samstundis.1 Það er um þessa sænsku bók að segja, er aðventistatrúboðinn Davíð Östlund hefir gefið út, að hún er svo úr garði gerð, að hún 1 Hér er þó ólíku saman að jafna frá sjónarmiði tniaðra manna: Annars vegar guðdómleg kraftaverk, en hins vegar náttúrleg fyrirbrigði, að því er andatrúar- menn fullyrða. RITSTJ. 10*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.