Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 67
147 Faxaflóa á síðustu árum og um netaþorskinn, og kemst höf. að þeirri niður- stöðu, að hann sé ekki sérstakt afbrigði af þorski. Bjarni Sæmundsson fæst við eina af þeim greinum vísindanna, er hafa það til síns ágætis, að beinn, augsýnilegur, verklegur hagnaður getur bráðlega af þeim leitt. Á hann þakkir skilið fyrir rannsóknarstarf sitt, og þar sem hann hefir hvorttveggja til að bera, áhuga og þekkingu á málinu, er það ekki nema sjálfsagt, að landið veiti honum nægan styrk til framhalds. G. Sv. EMIL J. ÁHREN: ANDATRÚIN OG ANDAHEIMURINN. Rvík 1905. (D. Östlund). Það væri synd að bregða Reykvíkingum um andleysi á þessum síð- ustu »undursamlegu« tímum! Borð og stólar og breiðir bekkir fara í háa loft af andlegum krafti. Dálkar blaðanna eru barmafullir af andríki — og gerist slíkt ekki á hverjum degi. Kveður svo ramt að, að öld- ungurinn Þjóðólfur bregður á leik af andlegum Ijörkippum. Mikill er undramáttur andanna! Aðventistatrúboðið og pápiska heimatrúboðið og andatrú eru helztu andlegu straumarnir, er borist hafa að ströndum íslands á síðustu árum. Andatrúin er yngst þeirra systra og fer þeirra geystast, enda hefir mestur styrr staðið um hana. Formælendur hennar eru nú líka komnir út fyrir endimörk alvörunnar og orðnir broslegir. Heimastjórnarmenn hafa verið svo heppnir að reka augun í þetta, og þeir mega eiga það, að þeir hafa haft vit á að færa sér það í nyt. Vóru þeir sannarlega ekki maklegir svo mikils pólitísks hvalreka, sem andatrú andstæðinga þeirra hefir verið þeim. Grunnhygginn er sá, sem heldur að andatrúar- ofsóknir Heimastjórnarmanna stafi af sannleiksást eða drengilegum hvötum. Önnur eins trú og danskt heimatrúboð á friðland heima fyrir þeim. Og er þó mikill munur á henni og andatrú, sem að minsta kosti er eins fullkomin og mótmælendatrú, ef hún er ekki fullkomnari. Svo einbeittur andatrúarandstæðingur sem dr. Alfred Lehmann kveður hana framför í heimi trúbragðanna. Kristnir menn og klerkar hafa fyrir löngu hafið leiðangur gegn anda- trú. Þeir eru ekki sterkari á svellinu en svo, að þeir óttast þessar ein- kennilegu »tilraunir« andatrúarmanna til að fá vitneskju um tilveru guðs og annað líf. Annars eru kynjasögur andatrúarmanna hvorki hlægilegri né óskiljanlegri en margt sælgæti, sem Lúterstrú og kaþólska gæða mannlegri skynsemi á, svo sem sumar undralækningar guðspjallanna, að ég ekki nefni önnur eins ósköp og söguna af djöflunum, sem stukku í svínin og ærðu þau o. fl. Ef það er satt, að Jesús frá Nazaret hafi vakið menn upp frá dauðum og læknað limafallssjúkan mann með orð- unum: »Statt upp, tak sæng þína og gakk« (Matth. 9. 6), þá sé ég eigi, hví ekki er hægt að fara inn í kvið mönnum og loka honum samstundis.1 Það er um þessa sænsku bók að segja, er aðventistatrúboðinn Davíð Östlund hefir gefið út, að hún er svo úr garði gerð, að hún 1 Hér er þó ólíku saman að jafna frá sjónarmiði tniaðra manna: Annars vegar guðdómleg kraftaverk, en hins vegar náttúrleg fyrirbrigði, að því er andatrúar- menn fullyrða. RITSTJ. 10*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.