Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 3
3 þykkja milli vina og styrktarmanna, en ótrú og harðir dómar frá almenningi. En Flór var eins og múrlímið í veggnum, sem bindur óteljandi smásteina saman í eina fasta og sterka heild. Hann hélt hinum sundurleitu kröftum saman og knúði þá fram til gagn- legra starfa. — Mótstaðan styrkti og stælti aflið, stefnan var ung, full af krafti og eldmóði. Og þótt lærisveinarnir fengju ekki ætíð mikinn fróðleiksforða, þá fengu þeir það sem betra var: fjör og eld og stál, sem nesti til fullorðins áranna. En ósigur Dana 1864 gerði skjótan enda á skólanum í Röd- ding. Landið alt norður að Kongaá komst í hendur Pjóðverjum, og undir járnsprota þeirra var öll dansk-þjóðleg kensla dauða- dæmd. Flór leyfði þá skólastjóranum, Lúðvíg Schröder, að halda skólanum áfram norðan við landamærin, og það gerði hann. Schröder var ungur guðfræðingur. í æsku lék honum hugur á að verða rithöfundur eða kirkjuhöfðingi, en seinna kyntist hann Grúndtvíg, varð fyrir margskonar áhrifum af honum og afréð að helga líf sitt alþýðufræðslunni. Síðan gerðist hann skólastjóri í Rödding og hafði verið þar um stund, þegar hér var komið sög- unni. Schröder vildi flytja svo skamt, sem unt væri, til að firrast eigi hið gamla starfsvið skólans og trygga vini. Hann valdi þorp- ið Askóv, þar var bygging því nær engin. Lélegan kofa, strá- þakinn, fékk hann sér sem íbúðar- og skólahús. Lröngt var þar og lágt til rjáfurs, svo að rjúfa varð þekjuna vegna loftleysis, þegar nokkuð var gesta. —• Nú er Askóv laglegur smábær, með tindum og turnum og kunnur um víða veröld. Askóv varð þannig beint áframhald af Rödding, og kenn- arar hinir sömu, en þó var á nokkur munur. Fyr var skólinn eign allmargra manna, sem eigi unnu beinlínis við hann, en vildu þó hafa hönd í bagga með stjórninni, Askóv varð aftur á móti séreign Schröders, þótt eigi legði hann féð alt fram sjálfur. Kom þá meiri festa í framkvæmdir allar og stjórn. IJaö var óefað heppilegt fyrir Schröder, að hafa verið nógu lengi í Rödding til að geta hagnýtt sér reynslu skólans, en hafa hins vegar frjálsar hendur til að geta breytt til í því, sem þar fór miður. Hann lagði niður búnaðarkenslu alla, en reyndi að taka upp íslenzku sem námsgrein, svo Danir gætu lesið fornsögurnar á frummálinu. En fáir sintu því, og var þá þeirri tilraun bráðum hætt. Skóladagurinn var afarlangur (frá Kl. 8 á morgnana til 7 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.