Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 60
6o margir af vinum stjórnarinnar gerðir að lávörðum, sem þyrfti til þess, að hafa meirihluta. Tvískifting parlamentisins er því í raun- inni formið eitt. Neðri deildin er það, sem öllu ræður í löggjöf- inni. Efri málstofan er ríkisréttur, dæmir ráðgjafana fyrir pólitisk afbrot. Nefnd úr deildinni er hæstiréttur. Aðeins 3 menn þurfa að vera viðstaddir, til þess að deildin sé atkvæðisbær. Forseti deildarinnar er skipaður af konungi. Pað er ætíð einn ráðgjafanna, Lord Chancellor. Áður meir gátu lávarðarnir gefið öðrum um- boð til þess aö greiða atkvæði fyrir sig. Pað var úr lögum numið 1868. Neðri mdlstofan (House of Commons) varð til á miðri 14. öld, sem fyr getur. Hún er runnin frá hinum kosna hluta parla- mentisins 1295. fessi kosni hluti var að fjölda til þá 74 sveita- fulltrúar og 200 bæjafulltrúar. Nú er talan orðin 670, en þess ber að geta, að þá eru taldir með 45 fulltrúar frá Skotlandi og 100 frá Irlandi. Fulltrúunum hefir verið fjölgað smátt og smátt. Kjördæmatalan aukín og rýmkað um kosningaréttinn. Koma aðal- lega til greina rýmkanirnar 1832, 1867 og 1884. Pangað til hafði einkum kjördæmaskiftingin verið með öllu ótæk. Smábæirnir, sem 1295 kusu 2 fulltrúa, kusu enn sína 2 fulltrúa, þótt tæmdir væru því- nær af fólki, en ýmsir stórbæir, er risið höfðu upp síðar, áttu sumir hverjir engan fulltrúa á þingi. Ennfremur var fjöldinn allur af svokölluðum »kosningaþorpum«, fámennum afkymaþorpum, sem stjórnirnar höfðu, sér til stuðnings, gert að kjördæmum. Russell lávarður hafði í þingræðu þau orð um kjördæmaskiftinguna, »að hálffallnar rústir ættu 2 fulltrúa á þingi, garður, sem ekkert hús sæist í, 2 fulltrúa« o. s. frv. Fyrir 1832 náði kosningarrétturinn aðeins til sjálfseignarbænda, er höfðu vissar tekjur. Eftir frum- varpinu 1832 urðu kjósendur 800,000, 1867 3,5 miljónir og 1884 5,12 miljón — eða af hundraði, 1832: 3 °/o, 1867: 9 °/o, 1884: 14—1 5 °/o af allri þjóðinni. Tuttugu og eins ára aldur þarf til kjörgengis. Frá kjörgengi eru útilokaðir: klerkar, dómarar (nema ólaunaðir friðdómarar), tollembættismenn, allir er sitja í embættum yngri en frá 1705. Áður meir var einnig krafist geysiauðs, eftir vorum mælikvarða, til kjörgengis — ekki minna en 5—10 þúsund árstekjur af jarð- eignum. fetta var úr lögum numið 1858. En eigi er samt fá- tæklingum hent að sitja í parlamentinu. Laun fær þingmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.