Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 49
49 sagði ég. Við hugsuðum ekki um annað en að komast í mjúkinn hjá honum. Mikils æsktum við af honum, og með engu vildum við launa öðru en hræsni. Við ætluðum ekki að segja: »Hjálpaðu okkur, því við erum fátæk og þykir vænt hvoru um annað«, en við ásettum okkur að smjaðra og flaðra, þangað til föðurbróðir þinn yrði hugfanginn af mér eða þér — það var meiningin. En við ætluðum ekki að launa honum með neinu, hvorki með kærleik né virðingu, ekki svo mikið sem með þakklæti. Og því fórst þú ekki hingað einsamall, því átti ég að vera með þér? íhr ætlaðir að sýna honum mig, þú vildir að ég, að ég.............« Theódór námueigandi stendur upp, þegar hann sér, að Márits reiðir upp hnefann til að berja hana. Nú er hann genginn úr skugga um, hvernig í öllu liggur, og athugar það, sem fram fer, með vaknandi von í hiarta. Og það er engu líkara en að þetta hjarta sé reiðubúið til að veita henni viðtöku, þegar hún nú hljóðar upp yfir sig og flýr inn í faðm hans, flýr þangað án þess að hika eða hugsa sig um, hreint eins og enginn annar griðastaður væri til handa henni á jarðríki. »Theódór, hann ætlar að berja mig«. Og hún þrýstir sér upp að honum. En Márits er nú orðinn rólegur aftur. »Fyrirgefðu bráðlyndi mitt, Anna María«, segir hann. Mér gramdist að heyra þig tala svona barnalega í viðurvist föðurbróður míns. En föðurbróðir minn hlýtur að geta látið sér skiljast, að þú ert ekki annað en barn. Og ég viðurkenni, að engin reiði veitir karlmanni rétt á að berja konu, og það hversu réttmæt sem reiðin kann að vera. Kondu nú og kystu mig. Pú þarft ekki að leita verndar hjá neinum fyrir mér«. Hún hreyfir sig ekki, lítur ekki við, en heldur sér fastri. »Dúfa litla, á ég að láta hann taka þig?« hvíslar Theódór. Hún svarar aðeins með titringi, sem einnig læsir sig um hann frá hvirfli til ilja. En nú finnur Theódór nýja krafta hjá sér, nú er hann glaður. Hann getur ekki frekar en hún lengur séð sinn fullkomna bróður- son í sínu rétta fullkomleika ljósi. Hann leyfir sér meir að segja að gjöra gys að honum. »Márits«, segir hann, »ég er alveg hissa á þér. Ástin dregur dáð úr þér. Getur þú fyrirgefið svona fljótt, að hún kallaði þíg svikara. Pú verður að segja henni upp samstundis. Heiður þinn, 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.