Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 47
47 mannlegur. Hann horfir á hana eins og kennari á efnilegan lærisvein, sem segir axarsköft sjálfan prófdaginn. »Hvernig stendur á, aö þér getur með engu móti skilist, hvað í húfi er?« segir hún örvæntingarfull og slær saman hönd- unum. »Já, já, nú er mér enginn kostur annar en að tala við föður- bróður minn, þó ekki væri til annars en að sýna honum fram á, að hér eru engin brögð í tafli. Pú hegðar þér þannig, að hann gæti ímyndað sér, að faðir minn og ég værum erkibófar.« Hann gengur því næst til föðurbróður síns og segir honum frá, hvernig á standi með hlutabréfin, sem faðir sinn vilji selja honum. Theódór hlustar á hann, eins rólega og hann getur. Honum skilst það óðar, að bróðir hans, borgarstjórinn, hefur mis- reiknað sig og vill nú sjá sér borgið við skaða. En við hverju öðru er að búast — við hverju er að búast? Þessháttar greiða gjörir hann öllum ættingjum sínum, hvenær sem vera skal. En eiginlega er hann ekki að hugsa um það, heldur um dúfuna litlu. Hann er að velta því fyrir sér, hvað búi í þessu æfareiða augna- ráði, er hún sendir Márits. Pað væri synd að segja, að það liti út fyrir að vera ást. Og þá — þegar örvænting hans yfir fórn þeirri, er hann hefur orðið að færa, er sem allra mest, þá fer ofurlítill vonargeisli að birtast augum hans. Hann starir á hann, eins og sá, sem staddur er í herbergi, sem reymt er í, og sér hvítleita þokumynd stíga upp úr gólfinu, þéttast og vaxa og verða áþreifanlega. »Kondu inn í herbergi mitt, Márits,« segir hann, »þú getur strax fengið peningana.« Meðan hann segir þetta, horfir hann á dúfuna litlu til að gæta að, hvort mögulegt muni vera að fá vofuna til að tala. En enn þá bryddir ekki á öðru en þögulli örvæntingu hjá henni. En óðar en hann er seztur við skrifborðið í herbergi sínu, opnast hurðin og inn kemur Anna María. »Theódór,« segir hún einbeitt og hiklaust, »kaupið þér ekki þessi hlutabréf.« Ó, hvílíkt hugrekki, dúfa litla! Hver skyldi hafa trúað slíku um þig, sem sá þig fyrir þrem dögum síðan við hlið Máritsar í vagninum, þar sem þú leizt út eins og þú gengir í sjálfa þig og yrðir minni og minni við hvert orð, sem hann sagði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.