Alþýðublaðið - 11.06.1964, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.06.1964, Qupperneq 2
Bltstjðrar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjóri: Ami Gnnnarsson. — RLtstjói-narfulltrúi: EiOur Guðnason. — Símar: 14800-14903. — Auglí'Singasími: 14906. — Aðsetur: AlþýOuhúsið ■ við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja AlþýOublaðsins. — Askriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Barizt við vindmyllur FYRIR ÁRI SÍÐAN var háð harðvítug bar- átta fyrir kosningar til Alþingis'. Þá byggðu fram- sóknarmenn stjórnarand'stöðu sína á tveimur höf- , uðatriðum: Eitt var það, að ríkisstjórnin ÆTLAÐI að ■svíkja þjóðina í landbelgismálinu. Reynslan hefur .sýnt annað. ! - Hitt var, að ríkisstjórnin ÆTLAÐI að draga tsland inn í efnahagsbcmdalagið. Reynslan hefur einnig þar sýnt annað. Enn í dag virðast framsóknarmenn ekki teija vænlegt að berjast við ríkisstjórnina á grundvelli , ' þess, sem hún hefur gert. Þeir finna upp ein- hverja fjarstæðu, sem þeir segja, að ríkisstjórnin HAFI ÆTLAÐ að gera og berjast ákaft við þá vindmyllu. Þannig endurtekur Tírninn dag eítir dag fyrir lesendum sínum þá kenningu, að ríkisstjórnin HAFI ÆTLAÐ að beita verkalýðinn kúgunarlög- i sam í stað þess að fara samningaleiðina. Það skipt- ■ ir Tímann engu máli, þótt öll þjóðin iviti, að ríkis- ] stjórnin fór samningáleiðina með mjög góðum ár- j angri. Með þessu samkomulagi sýndi ríkisstjórnin ein ; mitt frjálslyndi í féiagsmálum þjóðarimiar, sem framsóknarmenn hefur alltaf skort. Ríkisstjórnin i sýndi fullan vilja á að veita alþýðunni eins mikl- ar kjarabætur og framast er unnt, án þess að velta 1 nýrri veíðbólguöldu af stað. Þessir samningar eru ‘ lengra til vinstri en nokkrar þær efnahagsráðstaf- anir, sem vinstri stjómin treysti sér til að gera. Ef það er ekki til of mikils mælzt, vll Alþýðu- ; blaðið skora á Tímann að skrifa meira um það, - sem ríkisstjómin hefur gert, og dæma hana eftir 1 því, en láta hitt mæta afgangi, hvað Tímanum dett- ’ur í hug, að ríkisstjórain HAFI ÆTLAÐ að gera, | «n af einhverjum ástæðum ekki gert. Aflafrétfir AFLAFRÉTTIR blaða og útvarps eru oft ivill- , andi, þegar aðeins er sagt frá hæstu skilpunum og aflahlut sjómanna á þeim, sagði Emil Jónsson, ; sjávarútvegsmálaráðherra, í ræðu sinni á sjó- anannadaginn. Hann sagði, að slíkar fréttir gætu gefið almenningi alranga hugmynd um laun sjó- mannastéttarinnar í held og afkomu útgerðar- innar. Emil minntist á, að mannaskortur hefði verið ó nokkrum hluta fiskiflotans, aðallega togurum. Mætti ekki koma fyrir, að skip lægju bundin í höfn vegna manneklu, af því að svo margir stund- uðu vinnu í landi, ýmist óarðbær störf eða önnur, séin bíða mættu að skaðlausu. Enn sem fyrr mætti þjóðfélagið búast við mesta búsílaginu frá sjávar- útVegnum. 2 11- júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ )>egar |tér haíið eiuu sinni þvegið. mefl PtRLU komiö þér a) raun nra, hve þvotturinn getur oröiö þvítur og hreinn. PERLA hefur séistakan eiginleika. sem gerir þvottinn mjallhvitan og gelur honum nyjan. slýnandi blae sem hvergi á sinn hka. PtBlA er mjög notadrjúg. PERLAfer sérstaklega fel meö þvottinn _og PERLA lEttir.yínr stctlin. Kaupib PERLU í og gleymiö ekkil að meö PERLU faíö þér hvitari. þvott, með minna erfiöi. W"1T|T B-L r: W u B M. T ÍL T Fegurð, öryggi, hugaró! Matreiðslan er auðveld og bragðið ljúfíengt R0YAL M œ I i ð */2 líter aí kafdrí mjóflc og hellið 1 skát. Blandið mnihaldi pakk- ans saman við og þeyt- / tð 1 etna mínútu — / Bragðte.gundir: — Æa Súkkulaði mfc Karamellu Vaniílu & farðarberia HVAÐ ER ÞAÐ í raun og veru j sem við keppuni fyrst og freinst að? Ég held, að fles ir muni fall- ast á þá skoðun, að það sé fegurð, öryggi, hugarró. Hitt er allt ann- að mál, að í dagsins önn gleymum við miðum og förum af leið. Þess vegna lendum við svo oft I straum kastinu, báturinn snýst, skrúfast niður og við förums'. Þetta er ekki með vilja gert, eu biinda sem mis- sýningar okkar sjálfra, valda mestu. LISTAVERKIN EIGA að geta opnað okkur fegurð raunveruleik- ans og gefið okkur drauma. Sam- búðin við listina er hverjum og einum lífsnauðsyn. Sá, sem. ekki nýtur fegurðar verður andlega snauður maður, setur hann niður fyrir það takmark, sem skipar manninn. ofar dýrum. Fögur sál er ávallt ung, Sá, sem heldur césku sinni, þó að hárin gráni, er og verður hamingjusamur maður. Um leið eignast liann öryggi — og. llar.n á hugarró. ÉG HEF MARGSAGT ÞAÐ, að það er ekki óeðiilegt, þó að fyrir okkur hafi farið eins og öllum öðr- um þjóðum við sömu aðstæður, að snögg breyting frá armóði í alls- nægtir hafi blindað «kkur svo mjög, að við kunnum ekki að njóta Dauðadrukkinn maður segist vera að skemmta sér. Eignin, stundum léttfengin, verður til þess að skapa hungur eftir tímadeyfara. Þarna liggur skýringin á vaxandi drykkju skap ungra og aldraðra, fullum veitingahúsum, bifreiðaæði og drykkjuskap. EN ÞETTA GERIR mennina vonda. Forsætisráðherra Svta, jafnaðarmaðurinn Tage Erlander, sagði í sjónvarpsviðtali á síðast- liðnu hausti og stundi við: „Og við, sem héldum að fólkið yrði því göfugra, sem því li'ði betur efnahagslega". Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum. Kapphlaupið hafði blindað fólkið að hans dómi, og maður verður að fallast á þá skoðun. TÓMAS GUÐMUNDSSON sagði einu sinni við mig: „Göfugasta fólkið, sem ég hef kynnzt, voru fá tækir eyrarvinnumeun á árunum 1920—1-930‘S — Þessir menn áttu hugsjónir og vildu fórua starfi og eignum fyrir þær. En nú er eins og æ fleiri fermetrar og bílar hafi fyllt það rúm, sem hugsjónamenn- irnir áttu áður í hugum fólks. — Það eru hin dýru lífsgæði, sem heilla manninn. ÞVÍ FYLGIR EKKI fegurðar- unaður, ekki öryggi og sízt af öllu hugarró. Og það kemur fram i vax andi taugaþenslu og aukiuni kransæðastíflu. Þannig gengur maðurinn óafvitandi, liggur mér við að segja, undir svipuhögg sjálfsblekkingarinnar. Listin gefur okkur allt þetta, sambúðin við list- irnar í bókum, hljómlistarsal, | sýningarsal og leikhúsi, veitir okk- ur fegurð, öryggi og hugarró. Þá skilst manni, að kauphlaupið er einskisnýtt, að fermetrarnir eru svikamylla, að áfengisskemmtan- irnar eru helber biekking. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.