Alþýðublaðið - 11.06.1964, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 11.06.1964, Qupperneq 15
mest fangelsishliði, og við geng- um út á götuna. Við svipuðumst um eftir leigu- bifreið.. Skyndilega sáum við hvar maður nokkur kom þjót- andi. Honum tókst með naum- indum að víkja sér undan bif- reið, sem ók með miklum hraða eftir götunni, og liann hafnaði við fætur okkar á gangstéttinni. Þetta var Eddie Troth, og hann var mjög áhyggjufullur á svip. — Hafið þið séð Gerald, spurði liann. Við svöruðum því bæði neit- andi. Leiksviðsstjórinn minn sagði okkur, að hann hefði setið ásamt Gerald á Sardot og snætt brauð- samloku. En skvndilega hafði Gerald stokkið á fætur og þotið burtu. — Alveg éins og hann hefði séð draug, sagði Eddie og brosti. — Mér þætti gaman að vita . . . Hann þacnaði og leit frá mér á Iris. — Úr því að við minnumst á draug. Hvað í fjandanum er að yltkur? Þið virðist bæði vera í uppnámi. Eddie hafði verið leiksviðs- stjóri hjá mér, alveg frá því að liann hætti að nudda á Thespis sjúkrahúsinu. Hann var mín hægri hönd. Þess vegna sagði ég honum frá því, er skeð hafði. ' Hann staðfesti að bæði spegill- inn inni í ldefa Wesslers og rúð- an í ganginum hefðu verið óbrot- in, þegar hann yfirgaf leikhúsið. Hann starði undrandi á mig, en blístraði síðan. — Þetta er nú það versta . . . sagði hann. — Já, það er orð að sönnu, svaraði ég beizkleea. Ég veifaði í leigubifreið, ýtti íris inn í hana og stökk sjálfur inn á eftir lienni. Eddie- stóð eftir á gangstéttinni i þungum þönkum. ' — Peter, það er dálítið, sem ég er að velta fyrir mér, sagði Iris. — Ef Lillian var kona hús- varð.arins, og Cromstock ábyrg- ur fyrir dauða hennar, þá er kannske ekki ólíklegt, að hús- vörðurinn . . . — Hlustaðu nú á mig, sagði ég. — Viltu gera mér greiða? — Já, svaraði íris. — Mig langar til að biðja þig að leyfa Lillian að hvíla í friði í gröf sinni fyrst um sinn. Við skulum ekki eyðileggja þetta kvöld meira en orðið er. Ég beygði mig niður að henni og þrýsti kossi á lieitar varir hennar. — Ég elska þig, sagði ég. Ég tók þetta ef til vili alvar- legar en ástæða var til. Ennþá var engin ástæða til að ætla, að vinna mín yrði eyðilögð. En ég var jú ekki annað en fyrrverandi drykkjumaður í afvötnun. Og engir í heiminum eiga jafn auð- velt með að sökkva niður í svart- asta þunglyndi og drykkjumenn í afvötnun. Eg hafði neytt áfengis stanz- laust allan sólarhringinn í tvö ár, eftir hina hræðilegu nótt í 1 ‘Ashbrookleikhúsinu, þegar kon- an mín lokaðist inni í eldsvoða log beið bana. Ég var mjög langt leiddur, þegar ég 'loksins hafn- aði á hressingarhæli dr. Lenz. Dr. Lenz hafði gert á mér krafta [ verk. Og enn meira kraftaverk vann íris, sem örlögin voru svo elskuíeg að senda á liressingar- hæiið um sama leyti og ég kom þangað. Þegar dr. Lenz veitti okkur leyfi til að snúa aftur til um- heimsins var ég læknaður af of- drykkjunni, en gripinn tveimur ástríðum: ég ætlaði að giftast íris og gera úr henni leikkonu. Ég var þegar byrjaður á því síðárnefnda, og það gekk von- um betur. En dr. Lenz hafði ein- dregið mótmælt því, að við gift- umst. Hann áleit, að enn þá væri 13 væri ágjósani. eiginmaður fyr- æri ákjósanlegur eiginmaður fyr- ir nokkra konu. Hann heimtaði að ég stæðist fyrst sex mánaða reynslutíma, áður en hann legði blessun sína á hjónaband okkar Það virtist kannske heimsku- legt af mér að láta lækni minn ákveða brúðkaupsdaginn. En ég vissi bezt sjálfur hversu djúpt ég var sokkinn, þegar dr. Lenz birt- ist, og dró undir sig fæturna var þvi afar auðmjúkur og tilbú- inn til að hlýða honum í einu og öllu. En stundum gat það samt ver- ið erfitt. Þegar ég sá daufa bauga undir augum írisar og hinn freist andi munn hennar, var ekki svo auðvelt að halda þetta. En ég var orðinn mjög æfður í að hafa stjórn. á sjálfum mér. — Hvað ert þú að hugsa um? spurði íris. — Ekkert sérstakt. Við stígum ut úr bifreiðinni fyrir framan hótel Belmont, þar sem við' bjuggum. íris hafði þokkalegt - herbergi á fimmtu hæð, en sem forstjóri varð ég að koma fram sem heimsmaður, og liafði þess vegna leigt heila íbúð á 15. hæð. Við fórunj með lyftunni upp til íbúðar minnar. Mig dauðlang- aði í einn drykk. En ég vildi ekki játa það fyrir íris. Hún lagði hattinn og kápuna sírn frá sér á legubekk, gekk út að gluggan- um og horfði út yfir East River, sem liðaðist áfram í þokugrárri nóttinni. — Þú hefur miklu fallegra út- sýni en ég, elskan. sagði hún hugsandi. Svo sneri hvin sér að mér. — Peter, sagði hún. — Hvers. vegna kærum við okkur bara ekki kollótt um dr. Lenz og giftum okkur núna — núna strax? Ég starði á hana. íris hafði al- drei áður gert tilræin tii upp- reisnar. Og hún hafði heldur al- drei verið eins töfrandi fögur og nú, er hún stóð þarna og hrafn- svart hárið bar við Ijós glugga- tjöldin. — Við vitum jú bezt sjálf, hvernig tilfinningum okkar er háttað, Peter. Við vitum betur en dr. Lenz, hvað okkur er fyrir beztu. Þeg-ar þet.ta með Crom- stock skeði í kvöid . . . Peter, ég yrði brjáluð, ef eitthvað kæmi fyrir leikritið, og ég hefði þig ekki alltaf hjá mér: Nú skildi ég hvað hún átti við. Hún var ekki að huctsa um sjálfa sig. hún var að hugsa um mig. Hún vissi, að ég var farinn að finna jörðina brenna undir fót- um mínum, hún vissi. að bað var mikil liætta á að ég gerði ein- hverja vitieysu, ef ég yrði fyrir meira andstreymi í Dagonet. Ég tók um handiegg henar og leiddi .hana að legubekknum. Hún sett- ist hafa æstst um he’ming. Hann eins og lítil stúlka. Ég settist við hlið hennar og lagði höndina á hné hennar. Hlustaðu nú á mig, elskan, sagði ég. — Þetta er mjög fall- ega hugsað hjá þér. En þetta er ekki hægt enn- þá. Lenz sagði sjálfur: Enga vitleysu fyrr en þið eruð bæði orðin venjulegir þjóðfélagsþegnar aftur. — Já, en hjónabandið er.eng- in vitleysa, og mér finnst ég vera algjörlega eins og venjulegur þjóðfélagsþegn. — En það finnst mér ekki. Mér finnst ég vera algjör utangarðs- Hrein frisk heilbrigð húð SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver VÝJA FEÐURHREINStnWN Hverfisgötu 57A. Síml X6T88. maður. Ég kyssti hana tvisvar og leið strax betur. Hún fitjaði upp á nefið. — Þú veizt ekki, hvað ég er dugleg við að búa til eggja- hræru, elskan. Og ég hef heyrt Nú skulum við gabba fuglana pabbi, ég er búin að skipta um í pokunum. ANP SAAá BOULCVARP HEAES THE STOEV ON HIS CAE EAPIO.. .«S — Nn hefst leitin á nýjum grundvelli. — Já, hann var í blánm gallabuxum og hvítri skyrtu og þetta er bara eins manns bátur. — Sam Boulevard heyrir allt þetfca í varpinu í bflnum sinum. — Það var víst ég, sem átti upptökin þessu öllu hugsar hann með sér. Copper Calhoon reynir hvað hún getur að ná síma- að sambaudi við hann, en án árangurs. ALÞÝÐUBLAÐIB — 11. júní 1964 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.