Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 4
UPPLÝSINGAR ERU AFL í síðustu tölublöðum TÖLVUMÁLA hafa birst greinar eftir undirritaðan þar sem efasemdir voru settar fram um að nægilegrar fagmennsku gæti við stefnu- mótun fyrirtækja í tölvumálum. Á einn þátt hefur þó ekki verið drepið i þeim greinum, sem hér er vitnað til. Það er hlutur rikisvaldsins i upplýsingamálum. Þetta svið upplýsingamála hefur verið starfsvettvangur undirritaðs siðustu árin, það er þvi ekki óeðlilegt að þau komi einnig til umræðu. Miklar uppiysingar eru fólgnar i opinberum tölvu- skrám. Þær eru þó sjaldnast með sanngirni unnt að kalla almenningseign. Uppiysingum i helstu tölvukerfum rikisins er safnað með þvi hugarfari að skattlagning og innheimta skatta sé sem auðveldust. Einnig að rikisvaldið geti haft sem best eftirlit með eignum sínum og þegnum. Aðgangur almennings að þessum söfnum er undan- tekningarlítið takmarkaður við einföldustu upplýsingagjöf. Hinn almenni borgari á sjaldan kost á að fá meiri vitneskju úr þeim en strang- asta lagaskylda leyfir. Ekki eru heldur tilburðir til að mæta sivaxandi óskum einstaklinga og félaga um bættan aðgang að málum i opinbera stórnkerfinu. Nútima uppiysingatækni og öflug fjölmiðlun veita mikla möguleika á opinni uppiys- ingamiðlun i litlu þjóðfélagi. Borgarar landsins eiga að geta notið góðs af nútimatækni og tekið beinan þátt i umræðu um þau mál, sem þá snertir og haft á þann hátt áhrif á stefnumörkun ráðandi afla. Ríkisvaldið eyðir miklu fé i að tölvuvæða stjórn- syslu sina og hefur farist það betur úr hendi en mörgum einkafyrirtækjum. Af þeim sökum er ljóst að það er ekki af tæknilegum ástæðum, sem kerfið 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.