Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 10
KYNNING Á FÉLAGl TÖLVUNARFRÆÐINGA Félag tölvunarfræðinga er félag þeirra sem lokið hafa háskólaprófi í tölvunarfræði. Fjöldi félaga er nú u.þ.b. 60. Markmið félagsins er, sbr. 2. gr. laga þess: 1. Að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna 2. Að vera i fyrirsvari fyrir félagsmenn gagn- vart innlendum og erlendum aðilum 3. Að efla þekkingu félagsmanna 4. Að efla tengsl og kynni félagsmanna i stjórn eru: Magnús I. óskarsson, Stjórnunarfélagi ísl., form. Jón Þór Árnason, IBM á íslandi, ritari Trausti Leifsson, E.J. Skúlasyni, gjaldkeri Einar Jónasson, SKÝRR, menntari Bergþór Skúlason, Reiknistofnun H.Í., meðstjórn. Eitt af helstu markmiðum félagsins er að gangast fyrir endurmenntun hvers konar. Fræðslufundir eru haldnir reglulega. Einnig er Félag tölvunar- fræðinga aðili að BHM og þar með í tengslum við Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands. Fræðslufundir Félags tölvunarfræðinga verða siðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar i vetur í húsnæði BHM að Lágmúla 7. Fimmtudaginn 29. janúar n.k. munu lögfræðingarnir Jón Sigurgeirsson og Erla Árnadóttir hafa framsögu um höfundarréttarmál. Þau munu síðan svara fyrirspurnum á eftir. Búast má við fjörugum umræðum, þar sem þessi mál eru mjög mikilvæg fyrir tölvunarfræðinga og aðra þá sem að hugbúnaðarframleiðslu starfa. Allar nánari upplýsingar gefa stjórnarmenn félagsins. 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.