Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 6
uxnræðu. Þegar einkaréttur þeirra á vitneskju stofnunarinnar var afnuminn kom i ljós að hinir ráðandi stjórnmálamenn fóru halloka i opinberri umræðu. Þeir stjórnmálamenn, sem eru vanir að taka þátt i stjórnmálaumræðu með úreltum slagorðum og virð- ingarleysi fyrir raunveruleikanum fara i dag halloka i deilum við andstæðinga sína sem notfæra sér þær upplýsingar, sem fyrir liggja. Slagorðamenn gamla timans réðu þvi að tilraun Fasteignamatsins var stöðvuð. Þeir munu beita sömu aðferðum áfram til þess að geta haldið stjórnmálaumræðunni i þeim farvegi, sem þeir þekkja. Á meðan stjórnmálaumræða af þessum toga ræður stefnumörkun ráðandi stjórnmálaafla er ekki ástæða til að vænta annars en að forræðishyggja ráði opinberri stefnumörkun i upplýsingamálum. Nútima upplýsingatækni má nota á marga vegu. Hana má nota til að auka þjónustu rikisvaldsins við "litla manninn" i þjóðfélaginu. Hana má einnig nota á jafn áhrifaríkan hátt til að herða tök "stóra bróður" og handlangara hans á "kerfinu". Undirritaður liggur ekki á þeirri skoðun sinni að heppilegast sé i okkar litla þjóðfélagi að stjórnmálamenn, sem ekki ráða við faglega opna umræðu velji sér annan starfs- vettvang. Óheppilegast af öllu er þó þegar þeir hefjast til æðstu metorða i samtökum sinum. Stefán Ingólfsson. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.