Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 18
lang minnst, þar næst vörumerki og meðmæli annara. Eins og áður segir kemur það á óvart. Oft leitað ráðgjafar Svör fyrirtækjanna við nokkrum spurningum um viðskipti við ráðgjafa gáfu visbendingu um að leitað sé til ráðgjafa oftar en ekki. Ýmsar athugasemdir komu fram i svörunum en flestir telja þó að betri lausnir og aukin sérþekking fáist með þvi að fá ráðgjafa til starfa. Það er þó ekki einhlitt. Mjög fáir leita tilboða i ráðgjöf og þróun hugbúnaðar þótt það þekkist. Eftir þvi að dæma er vinna við kerfishönnun hafin án þess að kostnaðurinn sé þekktur fyrirfram. Enginn kannaðist við að hafa leitað til ráðgjafa sem var ódýr. Bókhald algengast Algengast var að nota tölvu við bókhaldskerfi. 80% þeirra sem svöruðu notuðu fjárhagsbókhald, birgðabókhald og launabókhald eitt sér eða i sameinuðu kerfi. Næstalgengustu kerfin eru töflureiknar og ritvinnsla, en milli 60% - 70% fyrirtækja nota slik kerfi. Innkaupa- og pantanakerfi koma þar næst og síðan sérstök áætlanakerfi. 40% fyrirtækja nota "æðri" forritunarmál. Álika margir nota gagnagrunnskerfi og önnur 20% nota kerfi fyrir tæknilega útreikninga. Önnur kerfi eru sjaldgæfari. Fyrirtæki áætla að næstu tvö ár verði einkum samskiptakerfi og tölvupóstur, skjalavörslukerfi svo og hönnunar- og teikningakerfi tekin i notkun önnur kerfi siðar. Vantar áætlanir Könnunin gefur visbendingu um að mörg afmörkuð verkefni séu tölvuvædd hjá fyrirtækjum og einnig að þau geri ekki áætlanir fram i timann um tölvuvæðingu. Stjórn og skipulag er oft i höndum starfshóps eða verkefnisstjórnar i samvinnu margra deilda innan fyrirtækjanna. Nokkur 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.