Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 5
er jafn lokað og óþjált gagnvart almenningi og raun ber vitni. í siðustu tölublöðum TÖLVUMÁLA hefur undirritaður gagnrýnt stjórnendur einkafyrirtækja fyrir að standa ekki nægilega faglega að stefnumótun fyrirtækja sinna i upplýsingamálum. Þeir menn sem stjórna landinu eru undir sömu sök seldir. Smá saman eru þeir þó að uppgötva að uppiysingar og notkun þeirra eru sterkt afl. Ekki einungis á þann fjárhagslega hátt sem einkaaðilar notfæra sér heldur er stjórnmálaleg þyðing þeirra einnig ómæld. Undanfarin ár hefur Fasteignamat rikisins synt fram á að opin upplýsingagjöf úr opinberum gagnasöfnum getur haft mikil áhrif á opinbera umfjöllun. Þessi litilvæga rikisstofnun rak um nokkurra ára skeið opnari upplýsingamiðlun en menn hafa átt að venjast hjá rikisstofnunum hér á landi. Reynsla stofnunarinnar af opinni upplýsingastefnu var afar jákvæð. Fyrirspurnir bárust um fjölmörg ólik atriði. Afar margir aðilar nýttu sér þá möguleika, sem aðgangur að þekkingu stofnunarinnar veittu þeim. Þeirra meðal má nefna stjórnendur fjölmiðla, frjáls samtök áhugamanna, fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir- spurnir þessara aðila voru ólikar. Þó sýndu þær hvaða vandamál menn upplifðu helst í húsnæðis- málum. Til þess að geta leyst úr spurningunum þurfti stofnunin oft að breyta úrvinnslu sinni á upplýsingum. Þannig varð sifellt til ný þekking. Hún vakti siðan nýjar spurningar. Sú einfalda leið að gefa öllum aðilum hlutdeild i þeirri vitneskju, sem stofnunin hafði yfir að ráða kom henni sjálfri til góða. Henni tókst á örfáum árum að finna helstu lögmál, sem lýsa fasteingnamarkaði hér á landi. Fjölmennari þjóðir hafa margar þurft að eyða áratugum i að öðlast þessa vitneskju. í þessari opnu upplýsingamiðlun fólst hins vegar hætta. Á þeim árum þegar mest reyndi á þekkingu stofnunarinnar i harðri opinberri umræðu um húsnæðismál kom i ljós vanmáttur hinna ráðandi stjórnmálaafla til að fást við faglega opna 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.