Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 12
FRÉTTIR FRÁ IFIP ECCE 88 Ákveðið hefur verið að halda Evrópuráðstefnu um tölvur i skólastarfi i júlí 1988. Ráðstefna þessi ber heitið ECCE 88 (European Conference on Computers in Education 1988) og verður í Lausanne í Sviss. Áður hefur verið haldin þar i borg sumarið 1981 World Conference on Computers in Education og leiðir sami maður nú dagskrárnefnd eins og þá. Kynningarbæklingur og fyrstu upplýsingar fyrir þá, sem hugsanlega vildu flytja stutt erindi eða gera grein fyrir starfi sinu og rannsóknum, fylgir með Tölvumálum þessu sinni og er frestur til sumars 1987 eins og nánar kemur fram i bæklingnum. Nánari uppiysingar um ráðstefnuna verður unnt að fá hjá önnu Kristjánsdóttur við Kennaraháskóla íslands en hún á sæti i dagskrárnefnd ECCE 88. RÁÐSTEFNUR International Federation of Information Processing stendur árlega að fjölmörgum ráðstefnum. Margar þeirra eru á vegum vinnuhópa eða tækninefnda og er þá takmörkuðum hópi manna boðin þátttaka. Einnig halda samtökin stærri ráðstefnur sem eru opnar og það gera þau bæði ein og í samvinnu við önnur samtök. Hér verður í kynningarskyni getið nokkurra ráðstefna sem haldnar voru síðari hluta árs 1986 og fyrirhugaðra ráðstefna fyrri hluta ársins 1987. Eins og sjá má er hér um mjög fjölbreytt viðfangsefni að ræða og æskilegt að sem flestir meðlimir Skyrslutæknifélagsins geti haft gagn af ráðstefnum á sérsviði sinu eða skyrslum frá þeim. Nánari uppiysinga um ráðstefnur má leita hjá Önnu Kristjánsdóttur dósent við Kennaraháskóla íslands og á skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands. 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.