Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 19
fyrirtækjanna hafa stofnað tölvudeildir siðustu tvö árin. Fram kemur að flest fyrirtækin styðjast við aðkeypta hugbúnaðarþjónustu og að við val á hugbúnaði er megináhersla lögð á góðar lausnir. ± flestum tilvikum er leitað til ráðgjafa áður en ráðist er i meiriháttar tölvuvæðingu. Þess vegna er augljóst að á þeim hvilir mikil ábyrgð varðandi það hvernig til tekst með tölvuvæðingu fyrirtækjanna. Spurt var hvort ráðgjöfin leiddi til sparnaðar. Svörin gáfu ekki til kynna að það sé trú manna. Sumir svöruðu þvi jafnvel beinlinis að það hefði ekki leitt til sparnaðar að ráða ráðgjafa. Ábyrgð stjórnenda ± lokin skal það undirstrikað að greinarhöfundur álitur að aðalábyrgðin á þvi, hvort tölvuvæðingin nái þeim markmiðum sem stefnt er að og að hagkvæmni náist með henni, liggi hjá stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra. Stjórnendur verða að leggja fram stefnumörkun i uppiysingatækninni, fylgjast með undirbúningi og framvindu tölvu- væðingar hjá fyrirtækinu og leggja þar með á sig nokkra vinnu við að vega og meta valkosti og þær lausnir sem i boði eru. Sigriður Á. Ásgrimsdóttir. 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.