Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. ágúst 1962. visíR 7 Kristján Guðmundsson hjá sínum fallega bíl. Viðkunnanlegra að bílar séu ekki Igótir Það er sjaldgæft fyrirbæri á Is- landi sem nefnist sportbíll. Það eru aöeins fá ár síðan sá fyrsti kom til landsins og enn má telja á fingrum annarrar handar sportbíla sem eru í eigu íslendinga. Þrir eru til af gerðinni M. G. og nú hefur einn enn bætzt við og er hann af gerðinni Volvo 1800. Nýlega er byrjað að framleiða þennan bíl og hefur hann vakið mikla eftirtekt um allan heim og selzt mjög vel. Bíllinn er með um 100 hestafla vél og eyðir um 10 lítrum á hundraðið. Hann er með diskabremsum að framan. Bíllinn er tveggja manna, en rúm er fyrir tvö börn á bekk fyrir aftan sætin. Eigandi þessa bíls er Kristján Guðmundsson, sem vinnur hjá Vegagerð ríkisins. Við hittum hann að máli og spurðum hann fyrst hvers vegna hann hafi keypt þenn- an bíl. — Fyrsti bíllinn sem ég eignað- ist var jeppi. Þegar maður kaupir fyrsta bílinn er maður að hugsa um að komast frá einum stað til annars, en aksturseiginleikar bíls- ins skipta litlu máli. Alls átti ég svo fjórar mismunandi gerðir af jeppum. — Eftir það eignaðist ég tvo Volvo Amazon-bíla. Þegar maður umgengst bíla til lengdar, fer mað- ur að fá smekk fyrir þeim. Aksturs eiginleikar fara að skipta máli og svo er það viðkunnanlegra að bílar séu ekki Ijótir. Af þvf að ég hafði góða reynslu af fyrri Volvo-bílun- um, var þetta sá bíll sem ég athug- aði mest,'þegar ég kvað að kaupa sportbíl. Framh. á bls. 13. Ódýr en nytsamur bíll Einhver ódýrasti bíll sem hingað er fluttur er Fiat 500, sendiferða- bíllinn, sem við birtum hér mynd af. Verð bíls þessa er aðeins 78 þúsund krónur. Við rákumst á einn- slíkan, sem er notaður af búsáhaldaverzluninni í Kjörgarði. Bjarni Ásgeirsson verzlunarstjóri féllst á að gefa okkur þær upplýsingar sem við þurftum. — Við erum nú búnir að nota þennan bíl í nokkra mánuði og hefur hann gefið hina beztu raun. Hann er með mótorinn aftur í og er hinn líflegasti í vinnslu, þó að mótorinn sé ekki stór. Okkur þykir það góð kaup að fá þennan bíl, því að hann gérir okkur sama gagn og sendiferðabíll oem kostar helmingi meira. — Þó að bíllinn sé svona ’ódýr er hann ekki ómerkilegur. Til dæm- is má geta þess, að f honum er tæki til að prauta vatni á rúðurn- ar, sem yfirleitt þarf ^ð borga sér- staklega fyrir í flestum tegunduni bíla. Þá fylgir einnig miðstöð. — Þessu til viðbótar er rétt að geta þess, að billinn er sérstaklega lipur og þægilegur í akstri. Það er raunar ótrúlegt hve vel, ekki síærri bíll liggur á vegi. ............................- Bjarni Ásgeirsson í litla Fiatnum, 1 V . Stór — ails staðar nema að utan Við hittum að máli Ólaf Jónsson, útvarpsvirkja, sem er fyrsti maður hér sem keypti bíl af gerðinni Simca 1000, sem er nýr bíll frá Simca-verksmiðjunum. Hann hefur nú átt þennan bíl í nærri tvo mán- uði og ekið honum yfir 3000 kíló- metra. Við setjumst upp’i bílinn hjá ÓI- afi og biðjum hann að gefa okkur helztu upplýsingár um bílinn. — Bíll þessi er 4 cylindra, 45 hestafla, með vatnskælda vél, srm e' aftur í bílnum. Benzíneyðsla er n’illi 7 og 8 lítrar á hundrað kí-ó- ntetra. Hjólin eru öll með sjálf- stæða fjöðrun og er hann rnjög býður. Eitt af því sem mér líkar bezt við hann er það, hvað lítið heyrist í mótornum. Maður áttar sig stundum ekki fyllilega á, hvort hann er í gangi eða ekki. Hann er auk þess mjög rykþéttur og hefur stærstu farangursgeymslu sem ég hef séð í bíl með mötorinn aftur í. — Hvernig stóð á að þú valdir þennan bíl? — Það stafaði fyrst og fremst af því að mér fannst hann rúm- betri en aðrir hliðstæðir bílar. Hann kostar um 123 þúsund, þann- ig, að úr mörgum bílum er aö velja á hliðstæðu verði. Verksmiðj- urnar segja að bíllinn lé stór alís staðar annars staðar -ín að utan og ég er þeim alveg swimmála. — Hvernig fellur þér að kevra hann? — Mér líkar í alla staði vel við hann. Ég kann sérlega vel við hvað gluggarnir eru stórir og vel sést Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.