Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 30. ágúst 1962. 70 VtSIR vi-'U U U gaf jakkann Baudouin Belgíukonungur var nýlega á ferðalagi á Bláströnd- inni í Suður-Frakklandi. Kom* þá betlari til hans og bað hann að gefa sér eitthvað í neyð sinni. Konungurinn hafði enga peninga handbæra, svo að hann fór úr jakkanum og gaf betlar* anum hann. í Evrópuför Hayato Ikeda forsætisráð- herra Japans hyggur á ferðalag um Evrópu. Mun hann leggja af stað í förina í október. einkaleyfi Raymond Livosi heitir hár- skeri í Massachusetts I Banda- ríkjunum. Hann hefur sótt um einkaleyfi á þeirri hártízku karl manna, sem nefnist Kennedy- klippingin. Þegar einkaleyfa- skrifstofan neitaði honum um það fór hann f mál og krefst þess að uppfinning hans verði viðurkennd. fékk arf Patricia Rosten heitir sextán ára stúlka í Brooklyn, einu borgarhverfi New York. Hún er dóttir æskuvinkonu Marilyn Monroe. Fyrir nokkrum dögum fékk hún tilkynningu um að Marilyn hefði ánafnað henni milljón krónum í erfðaskrá sinni, til að standast straum af skólanámi. Ieita að húsi Hertogahjónin af Windsor, Játvarður fyrrum Bretakonung- ur og kona hans, hafa nú bætzt í hóp þeirra sem langar til að kaupa sér sumarhús. á Spáni. Þau eru lögð af stað tii Mar- bella á Spáni og ætla að dvelj- ast þar í hálfan mánuð til að skoða hús sem þar eru til sölu. giftist hann Ben Bella forustumaður Serkja í Alsír er góður vinur Nassers forseta Egyptalands. Orðrómur hefur nú komizt á kreik um að hann ætli að kvæn- ast elztu dóttur Nassers. glímdi við björn Anatoly Nyrkov heitir rúss- neskur jarðfræðingur sem komst í krappan dans á einstigi í Kákasus-fjöllum nýlega. Hann glímdi þar við skógarbjörn og hafði betur. Glímunni Iauk með því að björninn hrapaði niður fjörutíu metra hamravegg. Ana- toly hafði skotið á björninn, en aðeins sært hann og hafði björn inn siðan ráðizt á hann í æði. þjóðleikhús Sir Laurence Olivier hinn kunni enski leikari hefur nýlega verið ráðinn forstjóri enska þjóðleikhússins, sem nýlega var stofnað í London. æviminnmgar Elizabeth Taylor hefur lokið við að skrifa ævisögu sína og hefur bókaútgáfa í Bandarikj- unum ábyrgzt henni milljón króna ritlaun fyrir bókina. Er stefnt að því að bókin komi út um sama leyti og faríð verður að sýna kvikmyndina um Cleo- pötru. 1 Rio de Janeiro aðalborg Brasi líu hringdi maður einn til lög- reglustöðvarinnar og sagði sin- ar farir ekki sléttar. — Þið senduð hingað lögregluþjón til að handtaka mig. Þegar hann kom bauð ég honum upp á snafs. Nú liggur hann dauða- drukkinn undir borðinu hjá mér. Ég skal gæta hans, þangað til þið sendið annan lögreglu- þjön til að handtaka mig. I Norður Karolina fylki í Banda ríkiununi hafa starfsmenn bíla- bíós eins tekið að sér að vekja gestina á þeim tíma sem óskað er, án þess að taka aukagjald fyrir. barn á leiðinni Margrét prinsessa og greifa- frú af Snowdon á von á öðru barni. Þetta var tilkynpt eftir að hún og Tony Snowdon komu heim úr för sinni til Vestur- Indía. fífl í kvikmynd -9- Charles Chaplin er nú kom- inn á áttrœðisaldurinn. Hann er samt að hugsa um að leika f nýrri kvikmynd fyrir Fox-kvik- myndatökufélagið. í henni á Chaplin að leika hringleikahús- fífl, sem fellur í ónáð vaidhaf- anna í Hitlers-Þýzkalandi og er varpað í fangabúðir. Þar skemfntir hann börnum f fanga- búðunum. í klæðaskápnum Frú Kennedy lifir mikið I klæðaskápnum. Fyrir nokkru lét hún ritara sinn gera stóra spjaldskrá yfir öll föt sín og hvar þau væru geymd, í ein- hverjum af fjórum dvalarstöð- um frúarinnar í Bandaríkjunum i kvikmynd Marlon Brando hinn heims- kunni bandaríski kvikmynda- leikari er nú að leika í kvik- myndinni „The ugiy American“ Ljóti Ameríkaninn. í lcvikmynd- inni ieikur einnig systir hans Joceiyn Brando. maíur úr túbu John Glenn geimfari nærðist á geimflugi sínu á matarmauki úr túbum. Nú hefur bandarískt firma sem framleiðir barnamat lært af þessu og er farið að selja barnamat í túbum. Fram- an á túbuna er smellt skeiðar- blaði og þarf svo ekki annað en að þrýsta á túburiá, þá er maturinn kominn í skeiðiha. Þessi aðferð er talin handhæg til að mata börn á ferðalögum. guðrækimi Josef Göbbels var á sínum tíma einn hatrammasti áróð- ursmaður Hitlers. Nýlega hafa fundizt skjöl um það, að Göbb- els ætlaði á yngri árum að ger- ast kaþólskur prestur. Gekk hann á prestaskóla og fékk þá um þúsund marka námsstyrk. I skjölum um námsstyrkinn er hinum unga manni lýst og sagt að hann sé guðrækinn og heið- arlegur piltur. Hann átti eftir að umsnúast. leyninafn Georges Bidauit franski stjórn málamaðurinn sem nú er for- ingi OAS er nú \ felum. Nýlega mun hann hafa verið í Bæjara- landi og ferðaðist þá með fölsku vegabréfi. Kallaði hann sig Georges Bastion. í Keyworth, bæ einum í Eng- landi, mynduðu húsfreyjur sam- tök og tóku sjálfar að sér að sjá um gatnahreinsun, þar sem gatnahreinsunarmenn bæjarins höfðu aðeins kornið þrisvar sinn um í hverfi þeirra á fimm árum. Muntra Musikanter Samsöngur s Hóskólabíói Þegar stíll og túlkunarmáti fylgjast ekki að í flutningi, er hættunni boðið heim. „Gömul“ verk, sem samin eru fyrir ákveð- inn tónblæ radda eða hljóðfæra, falla stílrænt inn í vissan hug- myndaheim, oft löngu gleymdan. Flutningur slíkra tónsmíða í nýj- um búningi, með tónblæ annarleg- um stíl verksins, getur eyðilagt þau, nema því betur sé gert, og einhver önnur áhrif komi til skjal- anna. Finnski karlakórinn Muntra Musikanter hóf dagskrá sína í Háskólabíói með fjórum 16. og 17. aldar tónverkum í gærkvöldi. Að- eins í fyrsta sönglaginu — eftir Purcell — reyndist gjáin milli 17. áidar ensks madrigalsöngs og finnsks karlakórs með rómantísk- um raddbiæ okkar tíma óbrúanleg. Með stílvandamálin að baki varð söngurinn frjáislegri, er kórinn sneri sér að nútíma hlutverki sínu sem hrifvaki. Naut hann sín bezt í söng finnsku laganna — og þótt söngurinn væri allt að því grófur, þegar sterkt var sungið, flutti það sín ákveðnu skilaboð til áheyrand- ans. Raddgæði nutu sín hvað bezt í verkum Selim Palmgren. Ein- söngvari með kórnum var Kurt Klockers, í dreyminni tónstemmn- ingu eftir Holmboe. Dagskránni lauk með fjórum smíðum hins ágæta söngstjóra, Erik Bergman, fullum af tilbreytni í tali og söng fyrir hressilega og káta karla. Hrifning var mikil og aukalög sungin. Á eftir skiptust „áheyrendur og kór á herópum. Þorkell Sigurbjömsson. Héraösmót Sjálfstæöismanna í Ólafsfiröi I. september Héraðsmót Sjálfstæðismanna í i arnir Valur Gíslason og Heiga Val- Ólafsfirði verður haldið n.k. Iaug-1 týsdóttir. ardag Id. 9 e.h. j Ennfremur verður til skemmt- Iugólfur Jónsson, landbúnaðar- unar einsöngur og tvísöngur. Flytj ráðlierra og Gísli Jónsson mennta- endur cru Kristinn Hallsson, óperu skólalcennari, flytja ræður. söngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söng- Sýndur verður gamanleikurinn kona og Skúli Halldórsson, píanó- „Móílætið göfgar“ eftir Leonard leikari. White, 1 þýðingu Vals Gís'asonar, Dansleikur verður um kvöldið. leikara. Með hlutverk fara leikar- Frá barnaskólum Reykjavíkur Böm fædd 1955, 1954 og 1953 eiga að sækja skóla í septembermánuði. 7 ára börn (f. 1955) komi í skólann 1. sept. kl. 9 f. h. 8 ára börn (f. 1954) komi í skólann 1. ^ept. kl. 10 f. h. 9 ára böm (f. 1953) komi í skólann 1. sept. kl. 11 f. h. Foreldrar athugið: Mjög áríðandi er, að grein sé gerð fyrir öll- um börnum á ofangr. eldri (7, 8 og 9 ára) í skólunum þennan dag. Geti börnin ekki kom- ið sjálf, verða foreldrar eða aðrir að gera grein fyrir þeim í skólanum. ATH.: Skólahverfi Breiðagerðisskóla nær nú að Háaleitisbraut (sunnan Miklubrautar). Kennarafundur verður í skólanum 1. sept. kl. 8.30 f. h. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVYK. Jarðarför mannsins míns, STEFÁNS LYNGDALS kaupmanns, fer fram föstudaginn 31. ágúst kl. 3.30 frá Dómkirkjunni. Fyrir hönd aðstandenda, Herdís Lyngdal. I II IIIII

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.