Vísir - 15.03.1967, Síða 4

Vísir - 15.03.1967, Síða 4
London: „Margrét er aö faraj frá Tony“ — „Tony er ótrúrj Margréti“, „Elizabet drottning* bannar skilnað“. J Frönsk, þýzk og ítölsk blöö« hafa undanfarið verið uppfull af * fréttum um að Margrét prinsessaj og maður hennar séu að skilia — • reyndar hafa fréttirnar líka bor-J izt hingað til lands. Auðvitaðj komust Bretarnir sjálfir ekki hjá» því að heyra fregnina og sáu ekki J annað vænna en koma meö skýr-« ingu á þessum „misskilningi“. * Orðrómurinn sagöi að SnowdonJ lávarður hefði veriö lagður inn á« sjúkrahús, í.mjög alvarlegu á-J standi og sum blöð sögðu að« hann lægi fyrir dauðanum. OgJ það var fuliyrt að Margrét prins-J essa hefði eélci heimsótt eigin-# manninn í é'ítt einasta skipti. Þá J var sagt að Margrét hefði farið“ á sjúkrahús 1. marz og Snowdon. -4ialdið til Japan án þess svo mik-J ið sem spyrja frétta af líöan* hennar. * Nú segja brezk blöð að hiðj rétta í málinu sé: _ • Snowdon lávarður var lagðurj inn á sjúkrahús til fjögurra daga* meðferðar vegna æðaslita. a Margrét prinsessa var lögð innj á sjúkrahús í venjulega rannsókn* og því var engin ástæða fyrirj lávaröinn að fresta ferðinni til • Japan, sem hafði verið ákveðin a löngu áður — og fyrir nokkrumj dögum fóru þau til Bahamaeyja* til þess að eyða þar nokkrumj dögum í hópi vina. Auðvitað eruj þau sögð hamingjusamari en* nokkru sinni fyrr. ■V.W.VV.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.VW.V.V.V.V.'.V.V.VAV.V.V.WAV.V.ViV ' A A B * I I An-An til Lonaon ■.V.VV.V.VV.'.V.V/.W.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.W.V ALLUR HEIMURINN stóð á önd- inni þegar gleraugnabirnan Chi- Chi lagði land undir fót og hélt til Moskvu til fundar við gler- augnabjöminn An-An, en tilefni ferðarinnar var eins og menn minnast að reyna átti að fá þau tii að auka kyn sitt. En ferðin bar ekki tllætlaðan árangur, því að Chi-Chi vildi bara ekkert með An-An hafa. Fundu dýrafræðing- ar þá skýringu á hegðun hennar, að hún kynni ekki við sig í þessu nýja umhverfi og var hún send aftur heim til London. En stjórnendur dýragarðs Lund únaborgar vilja ekki gefast upp, því Chi-Chi og An-An eru einu gleraugnabimirnir, sem eru í dýragörðum á Vesturlöndum og því talin mikil nauðsyn á aö þau reyni að viðhalda kynstofninum. Hefur dýragarðurinn í London því boöið An-An að koma í heim- sókn til Stóra-Bretlands og vona þeir að Chi-Chi sýni honum þá meiri vinarhót en hún gerði í Moskvu. Vilji umsjónarmenn An-An í Moskvu ekki senda hann til Bret- lands em forráðamenn dýragarðs ins í London ákveðnir í að senda Chi-Chi austur í Rússíá, þótt von- in sé reyndar dauf um að nokk- ur árangur verði af ferðinni, þar sem ekki er vitað til þess að gler- augnabima hafi nokkum tíma fætt unga f búri. V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V Komi hnnn ekki fer hún til Moskvu VVVV.VVV/.V.V.V.V.VV.V.V.VV.V.VV.V.V.VV.W.V.W í Aðsent bréf um trúmál „Þrándur minn góður. Það eru ekki bara vissir stjórn- málaflokkar, sem virðast vera stefnulausir í sumum málum. Ég fæ ekki séð, að „lútherska kirkj an“ á fslandi hafi neina fasta stefnu, hvorki lútherska né aðra. Á ég þar ekki við helgi- siðina, heldur sjálfan grundvöll- inn, kenninguna, það sem flutt er í nafni kirkjunnar. Glettinn náungi spuröi á dög- unum: „Eru kristindómarnir jafnmargir og prestarnir?“ Ég er ekkert hissa á slíkum spurn- ingum. Ég fæ ekki betur séð en að þeir bendi sinn í hverja áttlna, prestamir. Einn boöar friðþægingarkenninguna (sem er auðvitað ómótmælanlega horn- steinn lútherskrar kenningar, hvort sem við trúum henni eöa ekki), en annar reynir aö út- lista, hvað sú kenning sé grimm úðleg og kallar guð til vitnls um, að hann trúi henni ekkl. Einn boðar, að um eilífa áhættu Iífsins sé aö ræða, en annar kennir, að meistarinn frá Nas- aret hafi bara verið með líkinga- mál tengt öskuhaugum Jerú- salemborgar, þegar hann talaði um glötun. Einn segir, að Jesús komi aftur til að halda dóm á efsta degi ,en svo lýsir annar möguleikum mannsins til aö þró ast og þroskast í einhverjum heimum og geimum, unz hann stenzt málið, og þá þarf auðvit- að ekki neinn dómsdag. Og einn segir, að biblían sé orð frá guði, guðsorð, og að á henni eigi að byggja trúna. En óðara kem- ur annar og plokkar úr henni það, sem „skynsemi“ hans eða „trúartilfinning“ sættir sig ekki við og heldur því fram að post- ularnir hafi farið villir vegar í mikilvægum atriðum. (Eiga þá prestar uppi á íslandi í öllum sínum lærdómi að vita betur — 19 öldum seinna — en mennirn- ir, sem voru handgengnir meist- aranum og þekktu bezt kenn- ingu hans?) Þannig má lengi telia. Mér finnst betta vera mikið alvöru- mál, og ég er ekki einn um þá skoðun. Það eru nefnilega til leit andi menn á meðal okkar. Og þeir horfa vonaraugum á kirkj- una, og þeir spyrja: Hvar er grundvöllurinn? Hvar er friður- inn? Er virkilega ekkert í húfi? Hefur lífið virkilega enga á- hættu? Er ekki um lífið og dauð ann að tefla eins og Hallgrímur kennir? Er það bara miðalda- kenning? Erum við öll á þeirri réttu leið, hvort sem hún ligg- ur í austur, vestur, norður, suð- ur, upp eða niður? Og þeir, sem lesa biblíuna, spyrja: Er Jesús ekki meiri persóna en svo, að ekki skipti máli, hvort við köllum hann frelsara eða fræðara, son guðs eða göfug- 3 menni, endurlausnara eða bara I fyrirmynd? Eru „iðrun og aftur- É hvarf“ bara einhver hlægileg \ fyrirbrigði, kreddur, sértrúar- / flokka? Hefur Jesús dáið fyrir \ mennina eða ekki? Já, er sann- / leikurinn lygi og lygin sann- Ieikur bara eftir smekk? Eða er vonlaust að finna sannleikann, fastan, óhagganlegan, þann sem friðar og gefur festu? Ég bið ábyrga menn kirkjunn- 1 ar: Hættið að láta nál áttavit- ans snúast í hring. Stillið átta- vitann, og segið okkur, hvert , Iiann bendir. V Arnór í Láginni“. f Trúmálaáhugi almennings er \ mikill, og viss báttur kirkjumála / hefir verlð mikið til umræðu meðal lærðra manna og leik- manna. Ég birti bvj betta bréf fólki til umhugsunar. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.