Vísir - 15.03.1967, Side 13

Vísir - 15.03.1967, Side 13
Ritstjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurður Á. Jensson Miðvikudagur 15. marz: Föstudagur 17. marz: Laugardagur 18. marz: Sunnudagur 19. marz: Miðvikudagur 22. marz: Sfyrmir Gunnarsson, form. æskulýðsráðs Félagsheimili Heimdallar Hverfamiðstövar fyrir tómstundastarf ungl- V1SIR. Miðvikudagur 15. marz 1967. HIMINBJÖRG Opið hús Opið hús. Utanríkismálaráð- stefna S.U.S. Plötukvöld Opið hús Styrmir Gunnarsson. anastarf unglinga og í því sam- bandi þykir eðlilegt, að skóla- byggingarnar í hverju hverfi, sem lítt eru notaðar á kvöldin verði nýttar í þessu skyni, eitt eða tvö kvöld í viku, þannig að unglingar í hverju hverfi borgar- innar eigi vísan samastað til heil- brigðs tómstunda og skemmtana- halds hver I sínu hverfi nálægt heimili sínu. Það mundi létta á þeim almennu skemmtistöðum, sem upp munu rísa fyrir unga fólkið í borginni og væntanlega einnig draga úr tiðum ferðum í miðbæinn, sem mörgum er þymir í augum og ekki að ástæöulausu. Þá stendur einnig yfir á vegum æskulýðsráös ítarleg athugun á æskulýðsstarfsemi í borginni, sem beinist að því að kanna hve mörg æskulýösfélög eru starf andi, hversu margir virkir þátt- takendur eru í starfi þeirra, á hvaða sviði þau starfa og f hvaða borgarhverfum starfsemi þeirra aðallega er. Þegar niðurstöður þessara athugana liggja fyrir, má búast við því að hægt verði að gera sér nokkuð glögga grein fyr- ir því, hvar skórinn kreppi, og að hve miklu leyti æskulýðsráð þarf að styðja að eflingu hinnar frjálsu æskulýðsstarfsemi í borg- inni, en það er grundvallaratr- iði í störfum æskulýðsráðs, að bað skuli annars vegar skapa að- stöðu fyrir ófélagsbundið fólk, og hins vegar leggja áherzlu á að veita frjálsum áhugamannafélög- um á sviði æskulýðsmála þá að- stoð, sem það getur veitt og þau þurfa á að halda. í framtíðinni er ljóst, að viö uppbyggingu nýrra hverfa í Reykjavík, verður að jafnmiklu leyti að taka tillit til aðstöðu til tómstunda- og annars æsku- lýðsstarfs eins og nú er gert i sambandi við skólabyggingar, bamaheimili o.s.frv. Þannig er hægt að hugsa sér, að annað hvort verði skólar í framtfðinni sem miðstöðvar fyrir æskulýðs- starfsemi í hverju hverfi eða byggð verði sérstök æskulýðshús í hverju hverfi sem ekki verða einungis byggð og rekin á vegum æskulýösráðs, helflur einnig 1 sam vinnu við hin stærstu æskulýðs- félög í borginni, svo sem skáta- hreyfinguna, ungtemplara og aðr- ar fjölmennar æskulýðshreyfinga- ar, sem þá mundu hafa þar að- stööu til sinnar starfsemi á sama hátt og æskulýðsráð. Það er tízka hjá mörgum þeim, sem um þessi mál fjalla, að halda því fram, aö ekkert hafi verið gert f æskulýðsmálum borgarinn- ar. Það er mikill misskilningur, eins og menn munu komast að raun um, ef þeir kynna sér ræki lega starfsemi æskulýðsráðs, sem og hinna mörgu og fjöl- mennu æskulýðsfélaga 1 Reykja- vfk. Þeir sem fyrir slíkum áróðri standa gera Iftið gagn, en meira tjón. Hitt er sönnu nær að e.t.v. má segja að aldrei verði nógu mik ið gert f þessum efnum, en auð- vitað hlýtur það að fara eftir að- stæðum og getu á hverjum tíma. Mér virðist hins vegar ljóst, aö smátt og smátt séu að mótast hug myndir, sem verði grundvöllur að víðtæku og kerfisbundnu starfi á þessu sviði, ekki einungis á veg- um æskulýðsráðs, heldur og á vegum hinna mörgu æskulýðsfé- laga í borginni í samvinnu við æskulýðsráð. inga nauðsynlegar Að undanförnu hafa orðið tölu verðar umræður um æskulýðsmál og þá sérstaklega aðstöðu ungl- inga í Reykjavíkurborg til heil- brigðs tómstunda- og skemmtana- lífs. Slíkar umræður hafa raunar orðið við og við á undanförnum árum, ekki sízt, ef einhverjir þeir atburðir hafa gerzt, ólæti ungl- inga í borginni eða út á lands- byggðinni, sem hafa komið þess- um málum í brennipunkt. Það hefur lengi verið ljóst. að skoxtur er á heppilegum skemmti stað fyrir ungt fólk á aldrinum 16—21 árs. Hinu gera menn sér ekki jafn glögga grein fyrir, að vandamál þessara aidursflokka verða ekki leyst meö sama hætti. Þeir eiga aðeins það eitt sam- eiginlegt, að aðstaða til heilbrigðs skemmtanahalds er takmörkuð fyrir þá, en annað ekki. Ungt fólk á aldrinum 16 — 17 ára á ekki samleið í tómstundastarfi og skemmtanalífi með fólki á aldr- inum 18—21 árs, eins og reynslan hefur sýnt og það hefur komið í ljós, að þegar starfræktur er skemmtistaður fyrir þessa aldurs- flokka kemur fljótlega að því, að yngstu aldursflokkarnir leggja slíkan skemmtistað undir sig, en hinir eldri hrökklast á burt. Meginforsendan fyrir því, að þetta tiltekna vandamál verði leyst, er að menn geri sér grein fyrir þessum staðreyndum, svo og þeirri ótvíræðu staðreynd, að fólk á aldrinum 19 og 20 ára á miklu fremur samleið með þeim eldri, sem fullan aðgang eiga að vínveitingastöðum borgarinnar og sú aðgreining, sem á sér stað við 21 árs aldur skapar ýmis einkennileg vandamál, eins og t. d. þau, að ung eiginkona um tví- tugt getur ekki farið með eldri eiginmanni sínum á slíkan skemmtistað lögum samkvæmt. Ég er persónulega þeirrar skoö unar, að lækka eigi það aldurs- hámark, sem nú er að því er varð- ar aðgang að vínveitingahúsum og sölu vínveitinga. Það er að vísu matsatriði hvort miða á þar við 18 eða 19 ára aldur, en alla vega er nauðsynlegt að lækka það. Öðruvísi verða ekki leyst vanda- mál eldri aldursflokkanna í þeim hópi, sem ég nefndi áðan. Öðru máii gegnir um yngri aldursflokkana, 16 og 17 ára, og e. t. v. að nokkru leyti 18 ára. Þeim þarf að skapa sérstaka að- stöðu og það er fagnaðarefni. að nú hillir undir lausn þess máls. Á hausti komandi verður væntan lega opnaður myndarlegur skemmtistaður fyrir ungt fólk í Templarahöllinni við Fríkirkju- veg, og hafa templarar boðið æskulýðsráði aðild að stjórn þess skemmtistaöar og geri ég ráð fyr ir, að æskuiýðsráð muni þiggja það boð með þökkum. Þama verð ur væntanlega skemmtistaður fyr ir nokkur hundruð unglinga, sem leysir úr brýnni þörf og er fuil ástæða til að þakka templurum það mikla framtak, sem þeir hafa haft um þetta mál. Þá hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi að bygg- ingu æskulýðsheimilis við Tjarn- argötu, þar sem Tjarnarbær og gamla slökkvistöðin standa nú. Ég geri ráð fyrir, að í byrjun verði byggður fyrsti áfangi slíkr- ar byggingar á því svæöi, sem Tjarnarbær er,og að þar muni rísa samkomuhús fyrir ungt fólk, sem æskulýðsráð mun reka. Báðar þessar framkvæmdir munu leysa úr brýnni þörf fyrir ungt fólk í Reykjavíkúrborg og munu menn almennt sammála um að veruleg iausn á þeim vanda, sem verið hefur í þessum efn- um, sé nú ekki ýkja langt undan. Um tómstundastarf fyrir ungl- inga að öðru leyti er það að segja að æskulýðsráð heldur uppi um- fangsmikilli starfsemi í skólum borgarinnar í samráði við skóla- yfirvöld,’ þar sem fram fer fjöl- breytileg tómstundastarfsemi. Það er skoðun æskulýðsráðs. að í framtíðinni eigi að stefna að því að koma upp hverfamiðstööv um fyrir' tómstunda- og skemmt Heimdallarfélagar heimsækja borgarstjérn Sl. mánudag efndi Heimdallur til kynnisferðar í borgarstjórn Reykjavíkur. Geir Hallgrimsson borgar- stjóri flutti stutt yfírlit um starfsemi borgarstjómar og síðan vom húsakynnin skoðuð. Að því loknu þáðu þátttakendur veitingar og lögðu fram fyrirspurnir. — Ferðin þótti takast mjög vel og voru þátttak- endur um 40 talsins. í fyrri viku vom tekin til með- ferðar á sfðunni málefni er vörð- uðu æskulýðinn. Ritaði Kristján Gunnarsson skólastjóri grein er nefndist HVERT STEFNIR MEÐ ÍSLENZKA ÆSKU? 1 dag ræð- ir Styrmir Gunnarsson form. Æskulýðsráðs um helztu fram- tfðarverkefni Reykjavíkurborgar til að bæta aðstöðu æskunnar til þátttöku í heilbrigðu tóm- stundastarfi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.