Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 5
I .V. Sasson hárskeri, sá sem frægur hefur orðíð fyrir fangaklippingu sína, er hætt- ur að fleygja lokkunum sem hann klippir af viðskiptavin- unum. Nú festir hann þá á eyrnarlokka, sem fanga- klipptu stúlkurnar bera síð- an í eyrunum. j Parísarpunktar Vergottini, sem reyndar býr í Mílanö en ekki í Paris, gerði þessa hárkollu og er hún talin sú dýrasta, sem gerð hefur verið hingað til. Enda ekki að furða þar sem „hárin“ eru silfurþræðir. Þessi hjálmur lítur út mjög svipað og hárþurrka en þetta er hárlitari sem iitar hárið á aðeins fjórum mínútum. Kallast tækið „Colormaster“. á andlit ið hefur Oriane-fyrirtækið í París framleitt þetta tæki, i sem reyndar er ekki annað en brúsi með svampi á, en það á að auðvelda förðun- ina og tryggja að „meikið“ jafnist vel út. Um leið og pilsin styttast fara dragtajakk- amir síkkandi þannig að haldi þessu áfram í eitt ár enn er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að næsta ár verði jakkamlr orönir síðari en pilsin. Stuttu pilsin skapa ýmis vanda- mál, einkum í sambandi við sokkana og hef- ur hingað til þótt nauðsynlegt að vera í sokkabuxum við þau. En nú eru undirfata- framleiðendur farnir að framleiða sokka- bandabelti (buxnabelti) með alls kyns pífum og fíneríi neðan á skálmunum þannig að það á ekki að gera neitt þótt pilsln lyftist svo- lítiö, eins og sjá má hjá Twiggy sem var að hoppa upp í strætisvagn í París þegar mynd in var tekin af henni. Dragtarjakkinn er eins og sjá má meö stórum vösum, hliðar- vösum og brjóstvösum. Coco Chanel ungfrúin áttræða hefur lýst því yfir að stutt pils geri konurnar hlægi- legar og hún veröur auðvitað að vera sjálfri sér samkvæm. Er hún nú eini tízkufrömuð- urinn í París, sem ekki hefur lyft pilsfald- inum upp fyrir hné. Stingur þessi dragt því mjög í stúf við fötin á hínum myndunum hér á síðunni. Þessi Chaneldragt er alls ekki svo ólík þeim drögtum, sem Chanel saumaði þegar hún var að hefja starfsferil sinn fyrir meira en hálfri öld. Dragtin er úr ullarefni, hvitu í grunninn með rauðbleik- um röndum og slaufu. Hatturinn er rauð- bleikur. Þegar stuttu pilsin komu fram á sjónarsviðiö þóttu þau ekki hæfa nema á sportlegum búningum, enda voru Courreges-fötin yfirleitt í „geimfarastíl“ eins og Courreges sjálfur oröað! það. Nú aftúr á móti hefur stuttan tízkan slegið í gegn í spariklæðn- aði og geta áreiðanlega flestir verið sammála um að þessi kjóll er í hæsta máta kvenlegur þótt stuttur sé. Hann er frá Lanvin og sniðlð ekki ólíkt kjólunum þeirra austur 1 Kína( sem þær klæðast þegar þær fara úr Maó-fötunum). Faldurinn er síðari aftan við klaufina en framan við og eins og sjá má er aftara lafið kantað en það fremra rúnnað. Kjóllinn er úr gulu ullarefni (tízkukóngar nota yfirleitt ekki annað en ull og silki í kjóla) og er honum lokað að framan með glitrandi pallíettukanti. Skóm- ir éru í sama lit. ■ ■ ■ m m m i ■ D ■ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.