Vísir


Vísir - 15.03.1967, Qupperneq 9

Vísir - 15.03.1967, Qupperneq 9
V í SIR . Miðvikudagur 15. marz 1967. * Suðurland — hvar frjósemin liggur í moldinni og sveitir eru blómlegastar á landi hér — okkar veðra-paradís er allt í einu á kafi í snjó og gaddfrosn- um svellum. Þar ríkir sannkall- að Norðurlandsveður. Hann tók aö snjóa syöra fyrir helgina, kyngdi niöur fönn til fjalla og svo hvessti hann af norðan og skafrenningurinn lét ekki staðar numið fyrr en við húsin á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Norðangarrinn feykti hon- um ofan frá Ingólfsfjalli niður mýrarnar, þar sem ekkert varð fyrir honum fyrr en Eyrar- bakki og Stokkseyri. Þar þrengdi hann sér inn í húsasund og myndaði stóra skafla, en stærst ir voru þeir samt á vegunum, sem liggja gegnum húsaþyrping- amar. Svona er þá umhorfs á aðalgötunni. Skaflana ber við húsþök. Y zt til hægri sér á kirkjugarðshliðið, sem af óskiljanlegum ástæð- um stendur hálft upp úr snjónum. ÓFÆRT í BÆINN Engin ieið opin um Suðurland Alit á kaf i snjó á Eyrarbakka Fréttir herma að megnasta ófærð sé nú um Suð- urland. Bílar sitja fastir í sköflum. Bændur klofa kafsnjó í fjósið til þess að hreyta kýrnar en koma þó varla mjólkinni frá sér, því að mjólkurbílar kom- ast rétt við illan leik að bæjunum næst þjóðveg- um, en uppsveitir eru lokaðar fyrir allri umferð. Á Selfossi, höfuðstað Suðurlands, situr fólk hníp- ið og bíður þess að hríðinni sloti. — Menn ösla snjó inn út í kaupfélögin á staðnum til þess að kaupa sér galla og moka mestu dyngjuna frá dyrunum heima hjá sér, en hríðin fyllir jafnóðum í geilina. Eyrarbakki og Stokkseyri eru bókstaflega á kafi í snjó. Upp úr hvítum snjógarðinum, sem þar hefur hlaðizt upp undanfarna daga standa víða húsþök- in ein og efstu gluggar, sem fólk mænir út um 1 iðulausan skafrenninginn, sem allt virðist ætla að kaffæra. Blaðamaöur Vísis tók sér ferð á hendur austur á Eyrarbakka fyrir helgina og varð veöur- tepptur þar eins og fleiri fram á mánudag. Láta mun nærri aö um 30 manns hafi beðið eftir færi til þess að komast „suð- ur“ og voru sumir órólegir að vonum, víxillinn var að falla í bankanum, það átti eftir að endurnýja í happdrættinu o. s. frv. Nokkrir bilar sluppu við illan leik upp að Selfossi seint á laugardag, aðrir sátu fastir i sköflunum. Um nóttina gekk hann á með ofansnjó og skaf- renningi. Ástandig var sýnu verra þegar fólkiö vaknaði á sunnudaginn og enginn leið að koma farartækjum um göturnar. Leiöin upp að Selfossi hafði þá gjörsamlega teppzt og frúrnar á Bakkanum urðu að spara mjólkina sem var uppseld í Kaupfélaginu. Blautir lepparnir af krökkunum hlóðust upp á ofna, en það er ekki á hverjum degi að hægt er að renna sér svo til ofan af þakskegginu heima hjá sér. Þeir fullorðnu kváðu þetta nú hreint ekki mikið. „Þetta er ekkert á móts við þaö sem var í gamla daga“. — Þeir þurftu raunar ekki að rekja endur- minningar sínar langt aftur í tímann til þess aö muna annað eins. Bakkinn var á kafi í snjó í fyrra, eins og menn muna, jafnvel enn meira á kafi en nú. Allt er það fyrir bannsetta noröanáttina. Það er ekki að spyrja að henni. Á sunnudagskvöldið stóð til að halda gamalmennaskemmtun í samkomuhúsinu Fjölni á Eyr- arbakka. Þaö var búið að fresta henni tvisvar sinnum og nú var annað hvort að „drífa í þessu“ eða láta það bara eiga sig, enda myndu kökumar, sem búið var að baka fyrir skemmtunina, eyðileggjast. — Hreþpshefndin fékk ýtu til þess að ryðja aðal- götuna fyrir skemmtunina, sem var raunar ekkert áhlaupaverk. Tók það allan seinnipart sunnudagsins, en gamla fólkið fékk sína skemmtun. Það var ekki fyrr komið heim til sín, en Framh. á bls. 10 Þetta er ekki austur í Rússiá, því loðhúfulandi, h eldur austur á Eyrarbakka nú um helgina. Þar seldist upp það sem ti! var af Ioðhúfum í Kaupfélaginu Höfn. Þessa mynd tók blaðamaður Vfsis af veðurtepptum kaupmanni úr Bænum á miðju stræti þar á Balckanum. Ungur Selfyssingur var að bauka f skafli á þjóðveginum í gegnum kauptúnlð. Þar um slóðir er nú víða slfka skafla aö finna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.