Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 8
VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Ríkisvald og sveitarstjórnir IJndanfarin ár hefur sambúð ríkisvaldsins og sveitar- félaganna farið batnandi. Ríkisvaldið hefur tekið æ meira tillit til sveitarfélaganna og þar á meðal í fjár- málum. Sveitarfélögin fá nú hlutdeild í söluskattinum og framlag úr jöfnunarsjóði, og hefur hvort tveggja bætt mjög fjárhag sveitarfélaganna. En samstarf þess- ara aðila er miklu víðtækara, enda hafa samtök sveit- arfélaganna eflzt ár frá ári. Sveitarstjórnarmenn eru ekki ánægðir með, að framlagið til þeirra úr jöfnunarsjóði fyrir árið 1966 hefur verið lækkað um 20 milljónir króna, sem jafn- gildir 1% af tekjum sveitarfélaganna, einkum þar sem 10% lækkunin á framkvæmdafé ríkisins kemur við margar framkvæmdir sveitarfélaganna. Jöfnunar- gjaldið er samt eftir lækkunina 3 milljónum króna hærra, en áætlað hafði verið. Eðlilegt er, að sveitar- stjómamenn séu ekki ánægðir með þann tekjumissi, því hann veidur þeim töluverðum erfiðleikum. En verðstöðvunarinnar vegna var þetta nauðsynlegt. All- ir verða að taka á sig einhverjar byrðar vegna verð- stöðvunarinnar, því þjóðarhagur er í húfi. Sveitarfé- lögin hafa einnig mikinn hag af verðstöðvuninni, a. m.k. þau þeirra, sem ekki hafa gert óheilbrigðar og ævintýralegar tekjuáætlanir. Verðstöðvunin veldur því, að tilkostnaður sveitarfélaganna hækkar ekki. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er nauðsynlegt, að ríki og sveitarfélög hafi með sér gott samstarf. Ríkis- stjómin hefur þá ábyrgð að stunda virka fjármála- stefnu og haga stefnunni eftir ástandinu á hverjum tima. Til þess þarf hún stuðning sveitarfélaganna. Sem dæmi má taka þensluástand. Þá verður ríkis- valdið að draga úr framkvæmdum til þess að létta þensluna, en oft vill þá brenna við, að sveitarfélögin auki framkvæmdir að sama skapi, þannig að allt er unnið fyrir gíg. Slíkt má ekki gerast. Sveitarfélögin mega ekki líta fram hjá þjóðarhag, þótt verksvið þeirra sé fyrst og fremst hagur eigin sveitarfélags. Sjálfstæði sveitarfélaganna er mikilsverður þáttur í stjórnskipan ríkisins og því er sveitarfélögunum lögð sú siðferðislega ábyrgð á herðar að taka tillit til þjóð- arhags og ástands hans á hverjum tíma. Verðfallið á útflutningsafurðum þjóðarinnar hef- ur gert verðstöðvunina nauðsynlega. Verðstöðvunin hefur þegar borið mikinn árangur og atvinnuvegimir starfa með eðlilegum hætti. Fjölda margir aðilar hafa lagt hönd á plóginn til þess að það mætti takast. Sveit- arfélögin verða að gera það líka og sýna þannig á- Dyrgð í verki. Hækkanir á opinberum gjöldum koma ekki til greina eins og á stendur, og er ótrúlegt, að sú leið eigi almennu fylgi að fagna meðal sveitar- stjómarmanna. Verður ekki annað séð, en 20 milljón króna lækkunin á jöfnunarsjóðsgjaldinu sé eðlileg ráð stöfun og sú fóm sveitarfélaganna ekki meiri en annarra aðila, sem verðstöðvunin kemur við. V i S I R . Miö Ákudagur 15. marz 1967. Boðskapur Krúsévs nú: FRIÐUR í HEIMI... Sl. sunnudag fóru fram kosn- ingar í Moskvu, en það var ekki beðið eftir úrslitunum meö neinni eftirvæntingu, símaði einn Noröurlandafréttaritarinn, nýkominn af kjörstað, menn hefðu vitað að 99.8 af hundraöi eða kannski 99.5 myndu kjósa flokkslistann — en samt var einhver eftirvænting í kringum fréttaritarann, því það var vit- að, að þarna í gömlu hverfi f Moskvu var kjörstaður Krúsévs. Og svo komu þau gangandi fyrir horn Nikita Krúsév, fyrr- verandi forsætisráðherra og Nina, kona hans, en Volgu- bílinn sinn höfðu þau skilið eftir hinum megin við hornið, og fóru seinasta spölinn gang- andi. Fréttaritaranum segist svo frá: — Allir hlupu til þeirra. Nikita hló. Nina hló. Hann var í svörtum yfirfrakka meö perlugráan hatt, og minnti á á- nægðan kapitalista, sem er kominn á ellilaun, og fær sér morgungöngu til að skerpa lystina, og Nina var í dimm- blárri kápu og með hatt af ein- faldri gerð. Krúsév svaraði fyrirspurnum blaðamannsins, sér liði vel, og hann verði tímanum til þess að lesa og fara í gönguferöir, en fengist ekki við ritstörf. — Hafiö þér boðskap að flytja heiminum? — Friður í heimi, svaraði Krúsév. Og fvrirspurn um hvort hann gæti hugsaö sér að fara aftur að taka þátt í stjórnmálalífi, svaraði hann: — Æ, nei, þér skiljið, maður kominn á minn aldur ... Og svo fóru þau og kusu, gömlu hjónin, brosandi og á- nægð, fóru sömu leið og þau komu, veifandi til fjöldans, og voru svo aftur horfin á leið til síns heimaranns. Borg Olivier. Verkalýðsflokkur Möltu krefst þess, að Oliver fari frá Verkalýösflokkurinn " Möltu krefst þess, að Borg Olivier forsætisráðherra fari frá og skorar á Almenna verkamanna- félagið á eynni að taka undir kröfuna. Um þetta varð kunnugt í fyrradag skömmu eftir, að að- dáendur dr. Oliviers báru hann á gullstól frá flugvélinni aö bílnum, sem flutti hann inn í bæinn, en dr. Olivier hafði gengið að seinasta tilboði Breta, áður en hann fór frá London. og er því almennt fagnað bæði á Bretlandi og Möltu, Stjórnarandstaöan hyggst þó nota sér, að dr. Olivier var bú- inn að hafna tillögunum, og er hann svo sá sig um hönd og samþykktir þær, hafi það orðið Möltu til minnkunar. Þess er aö geta, aö leiðtogi Almenna verkamannafélagsins, sem fiokkurinn leitar til, fór með dr. Olivier til London, og hann einn fór með honum á fund Wilsons í nr 10 Downing Street, er Wilson beitti áhrifum sínum árangurslaust til sátta. — Dr. Olivier féllst é samkomulagið að því tilskildu, að samninga niætti taka upp að nýju, ef ekki tækist að bæta upp at- vinnumissi Möltumanna vegna burtfarar brezka hersins. Þaö vekur nokkra furðu, að Verkamannaflokkurinn skuli ætla að nota sér þetta mál til framdráttar, vegna þess að dr. Olivier knúði fram verulegar tilslakanir, og auk þess sló hann þann varnagla, aö hægt yrði að taka upp samninga á ný, og loks vegna þess að formaðu: fjölmennasta verkamannafélag ins á eynni var með honum samningunum. Ahnennt er litiö svo á, að Borg Olivier hafi sý!_' stjórnmálahyggindi og festu i viðræðunum, sem stóðu rúma vi ku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.