Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 12
12 V í SIR . Miðvikudagur 15. marz iwr/, WP YOU HOT TELL HER I HAD BEEN HERE ANP r WOULP RETURN? I YOUR WIFE IS GONE, TAP2AN-SHE MUST HAVE SLIPPEP AWAV PURING THE NIGHT/ JaU ' CiMttt HOf BLAME IT ON THE MALICE OF A WOMAN SCORNEP...X'M SORRV/ ,Konan þín er farin Tarzan. Hún stakk af að nóftu til“. „Sagðirðu henni ekki, aö ég hefði verið hér og myncK koma hingað aft- wrT' „Nei. Þú getur kennt þar um afbrýðisemi minni. Ég sé eftir því nú.“ „Jane er í hættu, einhvers í frúmskóginum og svo heldur þú, að gagni eitthvað að sjá eftir því núna.“ Fljót hreinsun Nýjar vélar Nýr hreinsilögur. sem reynist frábærlega vel fyrir allan fatnað, svo kápur, kjóla, bamafatnað. Efnaiaugin LINDIN, Skúlagötu 51. SPARIfl TÍMA Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler Geven var í sólskinsskapi. Fisch- er hafði sagt honum að flytja sig inn í svefnherbergi nálægt mínu, og ættum við að hafa sama bað- herbergið. Hvort sú ráðstöfun var gerð vegna þess að Fischer hefði ekki yfir nógu mörgum baðherbergj um að ráða, eða það átti aö vera eins konar hefndarrástöfun gagn- vart mér, gat ég ekki vitað. Geven virtist álíta, að hann ætti þetta allt mér að þakka. Kannski var það líka, óbeinlínis. Ég þáði staup af brennivíni og brosti eins og ég hefði vel til þess unnið. Hann hafði framreitt. spaghetti handa okkur — njðsnararnir áttu að fá nautakjöt, sem hann fullyrti að væri af aflóga belju og seigara en nokkur skósóli. Spag- hettiö var sérlega gott, og ég fékk mér ábót á diskinn. Þegar Ham- ulhjónin komu inn í eldhúsið, reis ég úr sæti og kvaðst þurfa að fara út og athuga bílinn fyrir morgun- daginn. Þéss í stað fór ég út í garð inn. Ég beið um hríð þangaö til aug- un fóru að venjast myrkrinu. Njósn aramir, eins og brytinn kallaöi þau sátu úti á verömdinni og ég heyröi daufan óm af samtali þeirra. Ég geri ráð fyrir, að Tufan majór hefði ætlazt til þess aö ég laumaðist nær, en ég vissi, að braka mundi í mölinni, svo mér kom ekki til hug ar að hætta á neitt. Hins vegar á- kvað ég að nota tækifæriö og laum ast nær, þegar þau færu inn aö snæða beljukjötið, hvað mundi taka þau nokkurn tíma, ef marka mátti orð brytans. Eftir svo sem stundarfjórðung var kvöldverðurinn á borð borinn, og þau hurfu inn af veröndinni. Ég sá þegar, að ógerlegt mundi fyrir mig að komast svo nálægt húsinu, að ég heyrði tal þeirra út um glugg ann á borðstofunni, sökum ljós- bjarmans, sem lagði út í garðinn, var allt of bjart til þess, aS þorandi væri að hætta á það. En ekki all- langt frá var líkneskja á háum palli, en þó ekki hærri en það, að mér mundi veitast auðvelt að kom ast þar upp og skýla mér á bak við líkneskjuna, sem var talsvert meiri en í líkamsstærð. Þetta tókst mér og þegar ég var kominn upp gat ég séð inn gegnum gluggann á dag- stofunni, þó ekki nema yfir nokk- urn hluta hennar. En allt var betra ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTfNGAR úr harSplasti: Formot innréttingar bjóSa upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borSplata aér- smíSuð. EldhúsiS fæat meS hljóSeínangruS- um stúhraski og raftaekjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komiS meS múl af eldhúe- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gqrum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag» staett vorS. MuntS aS söluskottur er innifalinn í tilboSum frá Hús & Skip hf. NjótiS hog- staeSra greiSsluskilmólo og _ _ IselckiS byggingakostnaSinn. SSíSfmki HÚS & SKIP Jbf .• lAsaAvset ti • tltti iimi en ekki neitt og kæmu þau út á ver öndina, var ekki fyrir það að synja að mér mætti takast að heyra eitt hvað af samtali þeirra. Þegar ég hafði staðið þarna um hrið á bak við líkneskjuna komu þau fram í dagstofuna. Þar sem ég sá bezt til, var stór legubekkur með grænu áklæði, en á vegg gegnt hon um, var stór spegill í mikilli brons umgerð. Þar var einnig lágt, kringl ótt borð og tveir stólar, gylltir. Fyrst í stað sá ég ekkert þeirra nema Milier, sem settist í legubekk inn, en hann talaði í sífellu og bandaði með höndunum, svo hann var þar bersýnilega ekki einn, þótt ekki kæmi ég auga á fleiri þaðan sem ég stóö. Þá kom kona Hamuls ráðsmanns inn með kaffi, sem hún setti frá sér á kringlótta borðið, og um leið sá ég hinum bregöa fyrir á meöan þau voru að fá sér í bollana. Ein- hver rétti Miller glas, sem hann tæmdi í botn, eins og honum væri ekki vanþörf á hressingunni — kannski var hann aö skola bragðið af beljukjötinu úr munni sér. Eftir stundarkorn virtist skipt um hlut- verk, því hann þagnaði og kinkaöi kolli við og við, eins og hann væri að láta í Ijós samþykki sitt við þaö sem eitthvert hinna sagði. Þá sá ég ungfrú Lipp bregða fyrir í spegl- | inum andartak. Einnig sá ég bregða ! þar fyrir einhverju hvítu áþekku I stórri pappírsörk, en það hvarf ! einnig samstundis sjónum aftur. i Ekki leið þó á löngu, að einhver ! lagöi þessa örk á kringlótta borðiö i Ég sá, þó óglöggt væri, aö það var einhvers konar uppdráttur — hefði getað verið af eyju því sem næst þríhyrningi að lögun. Mér hafði ekki enn tekizt fyllilega að átta mig á því, þegar Harper seildist eft ir örkinni og braut hana saman. Svo gerðist ekki neitt. En að stundu liöinni komu þau ungfrú | Lipp og Harper út á veröndina og j ræddu saman í. hálfum hljóöum. j Það leit út fyrir að þau ætluðu í j gönguferö út í garðinn og mér ; fannst ekki vert að bíða ef þau kynnu að leggja leið sína nálægt líkneskjunni. Ég renndi mér því hljóðlega niður af stallinum og leit aði fylgsnis á bak við fíkjutré. Og viti menn — þau gengu örskammt frá líkneskjunni, en þegar þau komu til baka, fóru þau svo nálægt fíkjutrénu aö ég gat greint samtal þeirra. .....ef ég tæki það að mér?“ Það var ungfrú Lipp, sem talaði. „Það var Leó, sem átti uppá- stunguna," sagði Harper. „Við skul um því láta Leó um það. Þegar morgundagurinn er liðinn, veltur hvort er eð ekki svo mikiðáhonum. Þá getur hvaða asni sem er séð um afganginn. Já, jafnvel Arthur ...“ Ungfrú Lipp rak upp hlátur. „Sá sauðarhaus," sagði hún. „Þá þyrfti ekki aö nota handsprengjur, það er ég viss um. Hann er svo andfúll, að ekki þyrfti nein vopn til þess að allir gæfust upp!“ Og Harper hló. Þótti þetta víst ákaflega fyndiö. „Hvenær kemur þessi Giulio?" spurði hún. „Einhvem tíma á morgun. Giulio veit...“ Svp heyrði ég ekki meira af sam talinu. Strax þegar þau voru horfjn inn lagði ég leið mína til baka og upp í herbergið mitt. Ég vissi aö Geven mundi vera laus úr eldhúsinu þá og þegar og kærði mig ekki um að láta hann trufla mig. Ég varð að rifja upp og leggja mér nákvæmlega á minni það litla sem ég hafði heyrt og séð. Það var þó ekki auðvelt, því að hlátur ungfrú Lipp hljómaði stöðugt í eyr- um mér, og oröin, sem hún hafði látið svo lítið að tileinka mér. Ég varö gripinn undarlegri reiði eða hatri. Það var í annað skiptið á æv inni, sem ég minntist þess, að mér liði þannig. I fyrra skiptið, þegar ég var í skóla og við Jones í fjórða bekk hö.fðum labbað okkur um kvöld upp í skógarásana á stefnu mót við stelpur, sem við þekktum. Hét önnur þeirra Muriel en hin Madge. En nú kom Madge ekki og Muriel sagöi að hún væri með kvef. Magde var sú sem ætlaði aö koma til móts við mig, en þau Jones og Muriel voru saman og mér var því ofaukið. Ég reyndi árangurslaust að komast yfir aöra stelpu, en það tókst ekki, gafst von bráðar upp og hugðist halda heim. Þá var mér gengið skammt frá þar sem Jones og Muriel sátu í faðmlögum á bekk og urðu mín ekki vör. Muriel kvaðst verða að fara heim innan stundar og Jones spurði hvemig yrði með laugardagskvöldiö. „Veröur Arthur með þér?“ spurði Muriel. „Ætli ekki það.“ „Þá kemur Madge ekki.“ „Henni verður batnaö kvefið þá“. „Hún er ekkert lasin ... hún vill bara ekki koma. Hún segir að Arthur sé svoddan gerpi, að hún þoli ekki,. að hann káfi á mér ...“ Ég hraðaði mér á brott og' þau vissu aldrei aö ég hafði heyrt þetta. En þá varð ég gripinn þessari ann- arlegu reiði og hatri, sem altók mig nú. Geven kom upp í þessu og ég heyröi fótatak hans hverfa inn f baðherbergið. Skömmu síðar drap hann á dymar hjá mér. En ég hafði slökkt ljósið í varúðarskyni, svo ekki legöi út neina glætu milli stafs og huröar og hann héldi að ég svæfi Hann barði þó aftur. Svo heyrði ég hann tauta eitthvað viö sjálfan sig og hverfa frá huröinni. Það lá við sjálft aö mér snerist hugur og ég kallaði á hann. Ég hefði svo sannarlega getað þegið að fá mér í glas með einhverjum og tala við hann. En þá minntist ég þess hversu óhreinn hann var. Þefurinn af honum mundi hafa mettað andrúmsloftiö inni löngu eftir að hann sjálfur var farinn. Auk þess átti ég ekki vist að geta losnað við hann í tæka tíö, þar eð ég varð að hlusta klukkan ellefu. Og loks varð klukkan ellefu. „Takið eftir ... takið eftir ... Far þegi kom um borð í lystisnekkjuna klukkan fimm í dag. Kallaður En- rikco, annað nafn ekki vitað enn. Fremur lágvaxinn maður og gild- ur, móeygður um þrítugt. Farangur hans virtist fremur bera því vitni að hann væri einhvers konar verka maður heldur en gestur Carzo. Getið þér borið kennsl á þennan mann? Áríðandi að þér getið um það í orðsendingum yðar, ef þér heyrið eitthvað minnzt á stjórnmál. Takið vel eftir öllu ...“ Það má þvo skrokkinn utan, svo hann verði hreinn af svita og grómi. En hvemig er unnt að þvo hann innan, sálina, eða hvað þeir kalla það? Það leggur óþverradaun af sál sumra ... Attundi KAFLI. Tilkynningin að morgni var ekki annað en endurtekning á þessari. Ég fór fram í baöherbergið. Sem betur fór hafði ég verið svo hygg- inn að fara með handklæöið inn til mín strax, þegar ég vissi að bryt inn átti líka að hafa aðgang að bað- herberginu. Þvílíkur umgangur ... f7f--^a/iAuiejur RAUDARARSTÍG 31 SlMI 22022 BiLAKAUR [ Vel með famir bílar fil sðto og sýnis í bílageymslu okkar. I a5 Laogavegi 105. Tækifæri til að gera góð bflakaup.. — j Hagsfæð greiðsluk}ðr. — Bílaskipfi koma fil greina. Aaglía sendibííl árg. 1965 Austin Gipsy (benzín) árg. 1966 Opel Caravan árg. 1959 Bronco klæddur árg. 1966 Taunus 17 M station árg. 1959 og ’62 Cornmer sendibílar árg. 1965 Volkswagen sendibíli 1963 Opel Capitan 1959 ’60 og 62 Mercedes Benz 220 S 1963 Farlain 500 ’64 Trabant station 1965 Ford Custom 1963 Bedford 7 tonna 1961 Willys 1965 Daf 1963. Cortina 1966 Moskvitch 1963 Zephyr 4 1962 iTökum góða bíla í umboðssöluI | Höfum rúmgott sýningarsvæði | innanhoss. i UMBOÐIO SVEINN EGILSSON H.F LAUGAVEG 105 SÍMI 22466

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.