Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 4
fisk með stóru tá Sagt er að Kanada sé paradís ■.portveiðimannsins, en þó geta ekki allir búizt við að vera jafn fengsælir og hinn 9 ára gamli Gerard Day. Hann sat úti I sól- skininu og buslaði með fótunum ( Curve-vatni, þegar allt 1 einu var bitið á — stóru tána á hon- um, og hann varpaði stærðar geddu á land. Táin slapp tiltölu- lega vel, læknar tóku í hana þrjú nálspor, og veiðimanninum þótti aflinn vera vel þess virði. Silfur-, gull-, demants brúðkaup - hvað svo? Hvað kallar maður 75 ára brúð kaupsafmæli? Elztu hjón í Dan- mörku hafa áhuga á að fá að vita það, en þau voru gefin sam- an í hjónaband 23. júlí árið 1893, og þess vegna halda þau í næstu viku upp á „atómbrúðkaup." Við höfum ekki heyrt um, að nein önnur hjón hafi verið gift svo lengi. Nú til dags gengur allt svo fljótt fyrir sig, segir Jens Pétur Aebeole. Á 65 ára hjúskap- arafmælinu var okkar getið í út- varpinu, segir hann og lítur £ átt ina að gamla Philips-viðtækinu, sem er frá árunum um 1920. Eftir járnbrúðkaupið (70 ára brúðkaupsafmæli) sá ég, að það væri fullseint að skilja við hana, segir Jens Pétur og.viðurkennir, að þau séu ennþá afskaplega ham- ingjusöm, þótt þau hafi oröið að þola hvort annað svona lengi. Sjónvarp? Nei, það höfum við ekki, við höfum ekki tíma til þess. Ég sé sjálf um heimilishald- ið, þótt dóttir okkar sé mér til aðstoðar, segir Anna María. ; Pop-hátíð í Þórsmörk? Auðvitað er allt mögulegt gert í öryggisskyni á sem flestum sviðum. En stundum finnst manni vera unnið aftur á bak, og hættunni boðið heim. í þetta sinn á ég við skemmtanahaldið í Þórsmörk um verzlunarmanna helgina. Þórsmörk er einn fegursti ferðamannastaður, sem við eig- um völ á, og ættu sem flestir að heimsækja hann sem slíkan. En aS velja Þórsmörk til s'æmmtanahalds og til að safna saman þar samtímis 3-4 þúsund ungmemum þaö nær ekki nokk- urri átt. Drykkjuskapnum sem alltaf hefur verið þarna nokkur, og stundum mikill, fylgja alltaf nokkur slys og óhöpp, sum þannig að orðiö iiefur að flytja hlna slösuðu f bænum, og þá þarf að flytja fólk yfir Krossá, sem stundum getur verið viðsjár verð. Slikar samkomur á því að hanlda annars staðar, þar sem þjónustu og öryggi verður betur viðkomið, því flest þetta unga fólk, sem þarna dvelur fer ekki aöallega vegna staðarins, heldur einungis vegna skemmtanahalds ins og þess félagsskapar, sem um vegna skógarins, sem mér fannst fá herfilega útreið. — Drykkjuskapur var mikill og slys nokkur og varö að flytja nokkur ungmenni í bæinn vegna veikinda og slysa. Voru þeir flutningar erfiðir og tafsamir, þó þeir gengju eðlilega fyrir sig. hún væri ófrísk. Læknirinn ótt- aðist mjög um heilbrigði stúlk- unnar og væntanlegs barns, en flutningurinn tók að sjálfsögðu nokkrar klukkustundir í bæinn. Aðgangur að vatni var aðal- lega á tveimur stöðum, en flest- ir geta. ímyndað sér, hvernig að J&btí&iGötK þarna er. Mætti því hæglega köma á þessari samkomu ein- hvers staöar annars staðar. Þessi fjöldi sem þarna safn- ast saman, er á við meðal bæj- arfélag á okkar vísu, og okkur þætti fráleitt, aö bær væri án brýnasta öryggis eða hreinlætis. Ég var þarna á ferð fyrir fjórum árum um verzlunarmannahelgi, og varð fyrir miklum vonbrigð- Mér er minnisstæð ung stúlka, sem flytja varð fárveika til Reykjavíkur. Við læknisskoðun upplýstist bað, að hún hafði of- kælzt vegna lélegs aöbúnaðar, og ennfremur hafði hún enga næringu fengið í þrjá daga, nema áfengi, Coca Cola og magnyl-töflur. Þegar læknir reyndi að veita henni einhverja umönnun, sagði hún honum að koman var á þriðja degi, þegar allur þessi fjöldi hafði gengiö um vatnsbóiin og flestir þvegið sér. Ég álít, að heilbrjgðisyfir- völd í 3-4 þúsund manna bæ heföu vart álitið slíkan þrifnað uppfylla frumstæöustu kröfur. í þetta sinn voru salerni f jögur, og voru biðraöir eins og nærri má geta, því margur þurfti húsa skjól í skyndi. Skógurinn skýldi þeim, sem ekki þoldu biðina, enda bar hann þess merki. Vegna drykkjuskapar þessa unga fólks, sem margt var van- nært og illa sofið eftir gleðskap- inn, þurfti það margt að æla, enda bar skógurinn þess merki. Mér til undrunar töldu ýmsir fullorönir sem þarna voru að ástandið væri þarna prýði- legt og miklu betra, en nokkru sinni fyrr, en eftir fréttum að dæma hin siðari ár, viröist á- standiö hafa haldizt þarna svip- að. Þar eð nú er verið aö hvetja enn ungt fólk til að eyða verzl- unarmannahelgi í Þórsmörk, þá spyr ég, er ekki hægt að velja hentugri stað frá öryggissjónar- miði, og einnig frá heilbrigðis- sjónarmiði. Þó ekki sé hægt að leggja hömlur á ferðir fójks, þá hljóta ýmsir aðrir aðilar að geta haft áhrif í þá átt, að stðr- samkomur séu á þeim stððum sem brýnasta öryggi og þjón- ustu verður við komið. Þrándur í Götu. Hann veiddi KENNEDY slasast í nautaati Elzti sonur Roberts Kennedys slasaðist, þegar hann var í nauta- ati. Hann var ásamt nokkrum jafn öldrum sínum á skemmtiferðalagi á Spáni, og þar stangaði hann bolakálfur, þegar piltarnir voru að leika sér við nokkurs konar minni háttar nautaat. Þrátt fyrir að blóðblettirnir á myndinni líti óneitanlega illa út, slapp Joseph með smáskrámur. Það var konan héma á myndinni, sem kom upp um hinn þekkta byltinganiann Ernesto „Che“ Guevara, sem var handtekinn og drepinu í Bólivíu. Hún er sovézkur njósnari, og afglöp hennar voru fólgin í því, að hún skildi eftir sig í jeppabifreið einni hættuleg gögn, sem bentu á fylgsni „Ches“. Konan gekk undir nafninu Tania, og hún lét sjálf lífið í Bólivíu árið 1967. • ••••••••eaaeacsaaaaaeaaa o.>oasaea«<,auaaaeaaae»« Italskir fangar trylltust í hitanum í þremur fangelsum á Ítalíu hafa fangar gert uppreisn í þess ari viku vegna hitanna. Hörðustu átökin urðu í Poggiozeala-fang- elsinu í Mílanó, þar sem 2000 fangar gerðu uppreisn og höfðu fangelsiö á valdi sínú í 5 kist. Fyrstu óeiröirnar urðu i San Vittore-fangelsinu i Mílanó, þar sem fangarnir neituðu aö fara aft- ur í klefa sína, fyrr en þeir hefðu fengið loforð um vissar endurbæt- ur. Þetta stafar af hinni miklu hita bylgju, sem gengur yfir- Ítalíu þessa. dagana, þar sem . hitinp kemst upp fyrir 38° í skugganum. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.