Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Föstudagur 19. júlí 1968, TONABIO íslenzkur texti. Hættuleg sendiför Listir -Bækur -Menningarmál- Bókmenntagagnrýnendur og iþrótfafréttaritarar: („Ambush Bay“) Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerísk mynd f lit- um er fjallar um óvenju djarfa og hættulega sendiför banda rískra landgönguliða gegnum víglínu Japana í heimsstyrj- öldinni síðari. Sagan hefur ver ið framhaldssága I Vísi. Hugh O'Brian Mickey Rooney. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. KÓPAVOGSBÍÓ BÆJARBÍÓ Fórnarlamb safnarans Spennandi ensk-amerísk kvik- mynd. Terence Stamp Samatha Eggar. íslenzkur texti. Bönnuö bömum, Sýnd kl 9. HÁSKÓLABÍÓ Fréttasnatinn (Press for time) Sprenghlægileg gamanmynd i litum fra Tank Vinsælasti gam anleikari Breta Norman Wis- dom leikur aðalhiutverkið og hann samdi einnig kvikmynda- handritið ásamt Eddie jJeslie. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9._ AUSTURBÆJARBÍÓ Orrustan mikla Stórfengleg og mjög spenn- andi ný amerísk stórmynd 1 litum csi Cinem .'scooe. tSSenzKur tc-xti. um«u6 bömum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. GAMLA BÍÓ Hugsanalesarinn (The Misadventures of Merlin Jones) Disney-gamanmynd með íslenzkum texta. Tommy fíirk Annette Stfnd kl. 5 og 9. STJÖRNUBÍÓ Porgý og Bess Hin heimsfræga stórmynd. Sýnd kl. 5 og 9. Elsku Jón Islenzkur texti. Stórbrotin og djörf sænsk ást arlíf -nvnd.' Jarl Kulle Ci.ristina Scollin. Bönnuð yngri en 16 ára. Endursýnd kl 5 og 9. Síðustu sýningar. Nýjcs bílaþiénustan Lækkið viðgerðarkostnaðinn — með þvi að vinna siálfir að ' I viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstnð ef óskað er Rúmgóö húsakynni, aðstaða ti) þvotta. Nýjc bíbþjénustnn Hafnarbraut 17 — Simi 42580 Opið frð kl. 9—23. serstæö og ógnvekjandi, ný, amerísk mynd f litum og Pana vision Peter Fonda Vancy Sinatra Sýnd kl 5.15 og 9. Bönnuð börnun fnnan 16 ára. Síðasta sinn. I 1 t LAUGARÁSBÍÓ Æ vintýramaðurinn Eddie Chapman (Triple Cross) islenzkur tezti. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuö bömum innan 12 ára. Nokkur orð um magn og gæði Tslenzkir gagnrýnendur hafa löngum sætt jafnvel enn harðari gagnrýni heldur en þeir aðilar, sem þeir gagnrýna. Vart birtist svo viðtal við listamann í einhverju blaðanna, að sá hinn sami beri sig ekki aumlega vegna ósanngjarnrar gagnrýni eða aulaháttar og blindu þeirra, sem um listir skrifa. Auðvitað er miklu rúmi varið til þess í blööum að skrifa um nýútkomnar bækur, þvi að þjóö in virðist leggja metnað sinn í aö sem mest magn bóka komi á markaö' árlega, og fyrir hver jól hljóta bókmenntagagnrýn- endurnir að taka fram vöku- staurana og setjast viö lestur til þess að reyna aö átta sig eitthvað á þessu óstjórnlega bókaflóöi. Pað má segja, að hlut verk þeirra sé margþætt. 1 fyrsta lagi að hjálpa hinum al- menna lesanda að greina sauð- ina frá höfrunum og benda hon- um á hvað er þess virði, að þaö sé lesið. í öðru lagi draga þeir af skarpskyggni sinni fram sér- einkenni hvers verks, og stöðu þess innan bókmenntanna. Og í þriðja lagi veita þeir rithöf- undum aðhald, finna að því sem miður fer, og hafa orð á því sem vel er gert. Þetta er ekkert smáræðis verk- efni, sem lagt er á herðar gagn- rýnendunum, enda viröast sum- ir þeirra ekki alltaf valda byrð- inni fyllilega Og fleira kemur til: Margir þeirra, sem finna sig kallaða til að skrifa um bók- menntir, reynast varla útvaldir, og það er jafnvel til í dæminu að menn hvetji fólk til'að kaupa einhverja bók, vegna þess að þeir þekkja höfundinn að þvi að vera ágætis maður En þetta heyrir nú sennilega undantekningum til Algengara er, að bókmenntagagnrýnendur uppfylli ekki allar þær kröfur, sem starf þeirra gerir. Til dæm- is er það fremur sjaldgæft, að gagnrýnendur segi skýrt og skorinort kost og löst á bók, heldur teygja þeir lopann, svo að erfitt er að sjá, hvað þeim finnst um bókina, ef þeir hafa þá myndað sér nokkra skoöun á því. Ennfremur man ég varla til þess, að hæfileikalausum rithöf- undum hafi verið bent á að snúa sér að öðrum störfum, heldur er venjúlega sagt á mjög kurteis- legan hátt, aö viðkomandi sé efnilegur og gaman verði að sjá fleiri bækur frá hans hendi. Jjað vakti nokkra athygli hérna um árið, þegar skrif- að var um einn rithöfund, sem hefur veriö tiltölulega afkasta- mikill, að hann væri afskaplega efnilegur. Þá ofbauð einhverj- um, og sá hinn sami grófst fyrir um aldur mannsins, sem reynd- ist vera um fertugt, og varpaði síðan fram þeirri spurningu, sem enn er ósvarað: „Hversu lengi leyfist rithöfundum að vera efnilegir hér á landi?“ Islendingar eiga eflaust met, hvað snertir fjölda rithöfunda miðað við fólksfjölda, en hitt er svo annaö mál, hvort nokkuð er unnið við að eiga slíkt met, þegar stór hluti rithöfundanna væri miklu frekar í essinu sínu við fiskveiðar á Halamiðum ell- egar einhver borgaraleg störf. Og nú spyr ég, hvort ekki.sé sanngjamt að leggja álíka strangt gæðamat á listamenn eins og t.d. knattspyrnumenn. Enginn maður, sem ekki hefur náð talsverðri leikni i þeirri í- þrótt fær að keppa opinberlega, því að engum dettur í hug aö kaupa sig inn á knattspyrnu- leik til að sjá algera skussa hamast. Ekki ætti sæmilegum bókmenntagagnrýnendum að veitast erfiðara, að þekkja góöa rithöfunda, heldur en íþrótta- fréttariturum að velja úr góða knattspvrnumenn. ' y ■>. 'l'-- • Væri nú ekki rétt, að gagn- rýnendur og bókaútgefendur reyndu að sporna viö því, aö hver sem er geti tekið sér rit- höfundarnafn hér á landi, og selt almenningi andleysi sitt dýr um dómum. Það væri sannarlega þjónusta við lesendur, ef rithöf- undaskógurinn væri grisjaður ofurlitið, og stórkostlegur greiði við þá menn sem einhverra hluta vegna lenda á rangri hillu. Þessi orö eru ekki skrifuð vegna persónulegrar andúðar á íslenzkum gagnrýnendum og rit- höfundum — þvert á móti. Þau em fremur meint á svipaðan hátt og bréf til Neytendasam- takanna, um aukið eftirlit með vörugæöum í verzlunum. Þráinn. Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Hættuleg sendiför (Ambush Bay ) Stjórnandi: Ron Winston. Framleiðandi: Aubrey Schenck. Handrit: Marve Fein- jrg og Ib Melchior. Tónlist: Richard La Salle. Aðalhlutverk: Hugh O’ Brian, Mickey Rooney, James Mitchum. Amerísk, íslenzkur texti, Tónabíó. Þetta er enn ein styrjaldar- myndin um enn einn herflokk- inn, sem eiginlega ræður úrslit- um styrjaldarinnar. Að þessu sinni er sögusviðið Filippseyjar James, Mitchum og Hugh O’Brian í myndinni Hættuleg sendi- för. og þeir sem eigast við eru Bandaríkjamenn og Japanir. Tilgangurinn með hinni hættu legu sendiför, er að senda upp- lýsingar frá eyjunum til McArt- hurs hershöföingja, sem er á leið þangað. Á leið sinni til áfangastaðar mætir herflokkurinn miklum hættum, og margir hermann- anna falla í skærum við jap- anska setuliðið. Og eins og fyrri daginn reynast Japanimir maka laus svínabest, líkari dýrum en möpnum. Þeir sem valdir eru til far- arinnar eru allir geysilega harð- snúnir menn. Foringjann leikur Hugh O’Brian, sem fram til þessa hefur aðallega sézt í minniháttar hlutverkum (og á raunar hvergi annars staðar heima). Hann er fæddur 1925 og heitir upprunalega Hugh Krampke, sem ekki er sérstak- lega gott nafn fvrir leikara, ekki einu sinni lélegan leikara. Mickey Rooney er líka í þess- ari mynd, cg það er blátt áfram dapurlegt að sjá afturför þessa ágæta leikara, sem eitt sinn var einhver skærasta stjarnan á kvikmyndahimninum. James Mitchum (Róbertsson), 200 punda ungmenni, leikur þriöja stærsta hlutverkið, en hann er einhver klunnalegasti og ólánlegasti maður, sem sést í kvikmyndum. Eins og lesa má út úr fram- anskráðu er varla stætt á því að mæla með myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.