Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 8
s VÍSIR . Föstudcgur 19. júlí 1968. Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjöri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Ný útflutningsskrifstofo Efnahagsvandamál undanfarinna missera hafa ekki verið svo með öllu ill, að þau hafi ekki boðað nokkuð gott. Þau hafa leitt til þess, að framsýnir menn gera meira að því að brjóta til mergjar vandamál efnahags- lífsins í nútíð og framtíð. Menn sjá. að efnahagur þjóðarinnar er enn ekki byggðui á nógu trausturn grunni. Utanaðkomandi verðsveiflur geta á skömmum tíma minnkað verð- mæti ýmissa sjávarafurða um meira en helming. Menn sjá nú einnig, að það var framsýni að kóma hér á fót stóriðju til að treysta undirstöður þjóðarhags. Þegar menn líta til framtíðarinnar, sjá þeir ýmsar blikur á lofti. íslendingum mun fjölga um nærri 100. 000 manns á næstu tuttugu árum. Á þessum tíma þarf að útvega tugum þúsunda manna arðbær verkefni. Á hvaða sviðum verður þessi verkefni að finna? Ólíklegt er, að þau verði að finna í fiskveiðum, því að fiskmagnið í sjónum gefur ekki tilefni til aukinnar vfiðisóknar. Talsverð aukning getur orðið í fisk- vitmslu vegna betri nýtingar aflans, en þau verkefni munu ekki nægja nema fyrir lítinn hluta hinna nýju handa. Og í landbúnaði verður áreiðanlega ekki at- vírinuaukning á næstu tveimur áratugum. Þetta sýnir, að við verðum að fara sömu leið og allar hinar auðugri þjóðir heims og gerast iðnaðar- þjóð. Á þann hátt fáum við ótæmandi möguleika á að tryggja öllum íslendingum arðbæra vinnu í náinni framtíð. En við gerumst ekki iðnaðarþjóð með því að treysta eingöngu á innlendan markað fyrir iðnaðarframleiðslu okkar. Við verðum að vinna fyrir hana markað er- lendis. Því eigum við sem fyrst að semja um aðild að Fríverzlunarbandalaginu og veita þannig fiskafurð- um og iðnaðarvörum okkar tollfrjálsan aðgang að stórum markaði. Nú halda margir, að íslenzkir iðnrekendur óttist, að gagnkvæmar tollalækkanir muni eyðileggja iðnaðinn hér. Svo er þó ekki. Félagsskapur iðnrekenda hefur tekið áskorun þeirri, sem felst í væntanlegri sam- keppni hins alþjóðlega markaðar, og vinnur að sam- eiginlegu átaki iðnrekenda til útflutningsframleiðslu. Hann hyggst nú koma á fót útflutningsskrifstofu og hefur auglýst eftir forstöðumanni fyrir hana. Verkefni forstöðumannsins verður að kanna mark- aði erlendis og leita eftir viðskiptasamböndum. Hann á einnig að kanna, hvaða íslenzkar vörur sé hægt að selja erlendis, og aðstoða við að koma því til fram- kvæmda. Þá á hann sömuleiðis að fylgjast með mark- aðshorfum og markaðsverði á hverjum tíma. Og loks á hann að koma á samstarfi við sendiráð íslands er- iendis. , , ^ ; Nágrannaþjóðirnar hafa komið upp svona skrif- stofum og telja það hafa gefið góða raun. Vonandi verður það okkar reynsla, að þetta verði upphafið að miklum atburðum til eflingar þjóðarhag. // II / )) SPJALLAD UM IDNÞRÓUNINA Ottó Schopka: IÐNAÐUR I DREIFBÝLI T Tndanfama áratugi hafa átt sér stað verulegar breyting- ar á búsetu manna í landinu. Fólk hefur horfið úr sveitunum og setzt að viö sjávarsíöuna, flutzt úr litium kauptúnum tii stærri staða og ekki sízt til Reykjavíkur og þéttbýlisins við Faxaflóa. Þessar búsetubreytingar hafa átt sér stað þrátt fyrir, að gíf- urlegum fjármunum hefur ver- ið varið til þess að hamla gegn þeim og skapa íbúum dreifbýl- isins viöunandi aðbúnað. Sá ljóð ur var þó á þessum ráöstöfur) um, sem stuðla áttu að „jafn vægi í byggð landsins", aö yfir leitt var unnið skipulagsiaust án markaörar stefnu að ákveön um markmiðum, og enginn hvorki einstaklingur né stofnun hafði heildaryfirsýn yfir aðgerð irnar. Þegar litið er um öxl og árang ur þessara mörgu og fjárfreku aðgeröa er skoðaður, gerist sú hugsun óhjákvæmilega áleitin, að oft hafi meira verið unnið af kappi en forsjá og menn hafi raunar stundum misst sjónar af markmiðum á miðri leið og far- ið afvega. Fyrir fáum árum voru teknar upp nýjar aðferöir í þessum efn um. Fram komu hugmyndir um myndun byggðakjarna á nokkr- um stöðum í landinu til mót- vægis við þéttbýlið í Reykjavík og farið var að vinna að gerð svonefndra byggðaáætlana, en tilgangurinn með þeim er m. a. aö efla byggðakjarnana og beina þeim fólksflutningi, sem á sér stað, til þeirra. Enn er of skammt síðan farið var að vinna að gerð og framkvæmd þessara áætlana til þess að hægt sé að meta árangur þeirra, en áreiöan lega eru þær mikil framför frá þeim handahófskenndu aögerð- um, sem áöur tíðkuöust. Sú skoðun hefur oft notið vin- sælda, aö uppbygging iönfyrir- tækja víðs vegar um landið gæti verið hagkvæ'm lausn á stað- bundum atvinnuleysisvandamál- um ýmissa staða og þannig dreg ið úr brottflutningi fólks. Svo ágæt sem þessi kenning virðist vera, verður þó að taka henni með nokkurri varúð. íslending- ar eiga ekki að reka iðnað sem atvinnubótavinnu. Því aöeins á iðnaðurinn rétt á sér, aö hann — rekinn við eðlileg skilyröi — stuðli að bættum lífskjörum, betri afkomu starfsmanna og eig enda fyrirtækjanna. Þetta er þungamiðja málsins. En auðvitað útilokar þetta engan veginn, aö iönaður geti fundið sér ágæt starfsskilyröi í dreifbýli, og sum iönfyrirtæki þurfa jafnvel að búa viö aðstæður, sem ekki eru annars staðar fyrir hendi. Athyglisvert er að sumir kaup staðir og kauptún hafa orðið meiri iðnaðarbæir en aðrir. Þann ig hafa smám saman veriö að myndast kjarnar, iðnfyrirtækin hafa fundiö, að þau mundú njóta hagræöis af nálægð hvers annars og það hefur ýtt undir þessa þróun, sem orðið hefur að mestu leyti án opinberrar í- hlutunar en aðallega orsakazt af eðlilegum efnahagslegum lögmálum. Benda má á staði eins og Stykkishólm, Blöndués, Sau-ð árkrók, Akureyri og Selfoss, œ: þar eru rekin tiltölulega mörg iðnfyrirtæki og sum mjög mynd- arl«g hvað stærð snertir. Þau ifen fyrirtæki, sem fyrst hafa verið sett á stofn, hafa verið þjón- ustufyrirtæki fyrir nærliggjandi sveitir, útgerðar- og fiskiðnaðar fyrirtæki, ef einhver eru, og íbúa staöarins. Um leið setjast byggingariðnaðarmenn að á stöð unum, en viðgangur þeirrar iðn- greinar fer að sjáifsögðu afar mikiö eftir vexti bæjarfélaganna og aðstöðunni til þess að fá verk efni annars staðar. Þegar fyrir- tæki í þessum iðngreinum hafa náð nokkurri fótfestu, skapast jarðvegur fyrir rekstur eigin- legra framleiöslufyrirtækja, sem selja afurðir sínar að mestu á möirkuöum utan byggðarlagsins. Slík fyrirtæki sækja oft út í dreifbýlið, vegna þess að þar er vinnuaflið stöðugra en í stórum bæjum og nær því betri þjálfun og leikni við störf sín. Þetta atriði hefur vafalaust oft ráðið miklu um' staðarval iðnfyrir- tækja á þeim árum, sem mikil spenna hefur verið á vinnumark aðinum, en þess gætir síður, þegar slaknar á spennunni. Þá ráða önnur sjónarmið meira, s. s. aðílutningskostnaður hráefna og flutningskostnaður afurða á markað, húsaleiga, orkukostnaö- ur o. s. frv. Við staðarval iðnfyrirtækja skal arösemissjónarmiö fyrst og fremst ráða en hrein tilfinninga- sjónarmið ekki að hafa áhrif, þegar svo veigamiklar‘ákvarðan ir eru teknar. Xðnfyrirtæki, sem er dæmt til þess að"verða rekið með tapi frá upphafi, verður aldrei annað en dragbítur á fram farir í þvi byggðarlagi, þar sem það er, en ekki sú lyftistöng, sem iðnfyrirtæki eiga að verða, þar sem þau eru rekin. Biafra-söfnunin gengur vel — Skip með skreiðar- farm fer utan á næstunni Diafrasöfnunin gengur vel, og nú eru farnar að berast sendingar frá hinum ýmsu deild- um Rauöa kross íslands úti á landi. Hinn 6. júlí s.l. fór stór skreið- arsending utan með Skóga- fossi að verðmæti um 1,8 milljón ir króna, en núna einhvem tíma á næstunni fer utan send- ing að verðmæti um tvær og hálf milljón krónur. Margar stórgjafir hafa borizt frá ýmsum aðilum, og er þar stærst framlag Ásbjörns Ólafs- sonar, sem gaf tvær milljónir. Margir aðrir hafa gefið stór- gjafir, og skipafélög hafa einnig reynzt mjög hjálpleg og gefið eftir stórar upphæðir af farm- gjöldum vegna flutnings skreið- arinnar. Víða er safnaö hjá stofnunum eöa fyrirtækjum, og t.d. barst nýlega gjöf frá Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar, en þar söfnuðust sam- tals 17.115 kr. Héöan er skreiöin send til Hamborgar, og þaöan fer hún síöan til Calabar, sem er borg á strönd Afríku. Ennþá eru ekki nærri öll kurl komin tii grafar í söfnuninni, og má búast við þvi, aö mikið verði sent héðan til viðbótar þvi, sem þegar hefur verið getiö um. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.