Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 19. júlí 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd kemur saman til fu ndar árdegis í dag — og greibir atkvæði um svar vib bréfi kommúnistaleibtoganna, sem sátu fundinn i Varsjá NTB-frétt í gær hermir, að mið- stjóm danska kommúnistaflokks- ins styðji tillögu franskra kommún- ista um ráðstefnu kommúnista- flokka Evrópu til þess að ræða á- síand og horfur f Tékkóslóvakíu. Formaður flokksins, Knud Jesp- ersen, sagði í gær (fimmtudag) að afstaða flokksins til breytingarinn- ar f Tékkóslóvakíu væri mjöig já- kvæð. Jespersen sagði þaö einka- mál Tékka, ef þeir vildu taka upp frjálslegra fyrirkomulag á sviði þjóöfélagsmála. Norski kommúnistaflokkurinn var einnig í gær búinn að taka af- st.öðu til tillagna franska kommún- istaflokksins, — en um þær mun flokknum aðeins hafa verið kunn- ugt af fréttastofufregnum, og flokk- urinn ekki enn tekið afstöðu til hinnar nýju frjálsræðisstefnu f Tékkóslóvakíu. 1 fréttastofufregnum í gær er tal- að um það sem „hjúpuð tilmæli" um fréttaskoðun, sem fram kom í bréfinu, sem tékkneskum leiðtog- um var sent eftir Varsjárfundinn. Af hálfu tékkneskra leiötoga er því haldið fram, að yfirgnæfandi meiri hiuti þjóðarinnar vilji afnám frétta- skoðunarinnar og hafa þeir minnt á grundvallaratriða-yfirlýsinguna frá 30. október 1956, þess efnis, að tengslin við aðra kommúnistaflokka og ríki skuli byggjast á því, að hiutast ekki til um innanríkismál hinna einstöku kommúnistaríkja. Framkvæmdastjómin hefur boð- að miðstjómina á fund árdegis í dag trúlega til þess að fá stuðning henn- ar með þeirri afstöðu, sem hún hef- ur tekið. Þeir, sem gerst fylgjast með mál- um telja að tillögur flokksleiðtog- ans — Dubceks, muni verða sam- þykktar með „greinilegum meiri- hluta" atkvæöa f miðstjórninni. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem gerst fylgjast með málum, er Tito forseti Júgóslavíu, væntanleg- ur til Prag á mánudag n. k. Hann, Ceauscescu, forseti Rúmeníu og ítalski kommúnistaflokkurinn, styðja Dubcek og umbótastefnu hans. Franski kommúnistaleiðtog- inn Waideck Rochet er væntanleg- ur til Prag í dag til þess að ræða sambúð tékkneskra og sovézkra leiðtoga. Flokksnefndin í Prag lagði til í gærkvöldi, að boðað yrði til auka- landsfundar kommúnistafiokks- ins ef miðstjórnin styður ekki til- lögur flokksieiðtogans einróma. Eftir fregnum frá Washington að dæma er fylgzt með málum þessum með nokkrum áhyggjum, en sú von Myndin var tekin við komu Kosygins á fundinn í Varsjá: Alexei forsætisráðherra tii vinstri, Wladislaw Gomulka, pólski komm- únistaleiðtoginn og Josef Cyriankiewics forsætisráðherra. zamm DUBCEK KVEÐST HVERSIHOPA — í Moskvu er taugastríðinu gegn leiðtogum Tékka haldið áfram Dubcek, tékkneski flokksleið- toginn, flutti útvarpsræðu í gær- kvöldi, og lýsti yfir, að stefnt yrði áfram, með stuðningi þjóð- arinnar, að umbótum og auknu frjálsræði og lýðræði og í engu hvikað frá settu marki. Hann hvatti alla landsmenn til stuðn- ings við þessi áform, „á þessu örlagaríka augnabliki“, eins og hann kvað að orði. Hann hét Sovétrikjunum og öðrum kommúnistaríkjum vin- áttu og samstarfi. Svar við bréfi kommúnista- leiðtoganna, sem sátu Varsjár- fundinn verður lagt fyrir miö- stjórnina í dag, og getgátur hafa komið fram um, að þá verði not- að tækifærið til þess að losna vid þa fylgismenn Novotnys fyrrverandi forseta, sem enn eiga sæti í henni. Pravda heldur áfram ásökun- um sínum í garð tékknesku leið- toganna og segir það komið í Ijós, að það sem um sé að ræða, sé hvort Tékkóslóvakía verði kommúnistískt ríki áfram. Prag: Ræða Dubceks, tékkn- eska kommúnistaleiðtogans í gærkvöldi, stóð í stundarfjórð- ung. Henni var útvarpað og sjónvarpað. „Við óskum þess að fylgja eigin sjálfstæðisstefnu. Fyrri mistök hafa bitnað þunglega á okkur. Sósíali ninn verður aö fá aftur á sig sinn mannúðlega blæ.“ í samkomusölum og hvar vetna þar sem menn voru sam- an komnir var fagnaö ræðu Dubceks. Hann talaði rólega, næstum tilbreytingarlausri röddu, kvað fólkið hafa oröið slegið vegna gagnrýninnar frá aðilum Varsjárfundarins gagn- vart hinni nýju stjórn landsins, en tvívegis í ræðunni sagði hann að stjómin mundi ekki hvika. „I dag getur fólkið fengiö að tala eins og því býr í brjósti," sagði hann, og svaraði þannig ó- beint kröfunni sem fram kom I bréfinu, er svaraö verður í dag, þ. e. kröfunni um að taka upp aftur strangt eftirlit með blöð- um, útvarpi og sjónvarpi. „Þjóöin var óánægö með fyrri ríkisstjóm. Engu varð um þokað er varöaöi óánægju hennar. Þess vegna varð fyrri stjórn að víkja og nýir menn að taka við for- ustunni". í NTB-frétt segir, að í Moskvu sé taugastríðinu gegn 1 stjórn 10. “lða látin í ljós, að kommúnistaríkin fari með gætni og forðazt verði að láta skerast í odda út af ágreiningsmál- unum. Bandaríska utanríkisráðuneytið telur, að sérhver íhlutun um innan- landsmál Tékkóslóvakíu, muni hafa skaðleg áhrif á samþúð þjóðanna í austri og vestri. Utanríkisráðuneytið hefir haft til athugunar 3000 orða bréf kommún- istaleiðtoganna til Ték'kóslóvakíu, en það var birt opinberlega í fyrra- kvöld. New Vork Times segir, að Banda- ríkjastjórn hafi „eftir diplómatisk- um leiðum“ tilkynnt Sovétrikjun- um, að vopnuð íhlutun í Tékkóslóv- akíu, mundi tefla í hættu tilraunum Johnsons forseta til bættrar sam- búðar Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. I Sovétríkjunum er hafin sókn til stuðnings stefnu stjómarinnar varöandi Tékkóslóvakíu með ftmda- höldum í verksmiðjum o. s. frv. i-r: I *T □ Ahamed Hassan-al Bahr — heitir hinn nýi forseti íraks, valinn af liðsforingjunum, sem stóðu að byltingunni, eða byltingarráðinu, og var samþykkt um þetta gerð ein- róma í ráðinu. □ Mikil óvissa var ríkjandi um feröir Arefs fyrrverandi forseta íraks, eftir að hann var ger land- rækur, en í ljós kom, að hann var kominn til Istanbul, og þaðan flaug hann til London, og fór rakleiðis í írakska sendiráðið. I-iann baðst undan viötölum við fréttamenn. — Fjölskylda hans var áður komin til London. □ Fréttir um miöja vikuna hermdu, að 2000 lestir matvæla biðu flutnings í Lagos til hungur- . svæöanna í landinu. □ í fréttum i gær var sagt frá höröum bardögum norövestarlega í Biafra. □ Stjórnarflokkurinn í Rhodesíu hefir samþykkt uppkast að stjórnar skrá sem gerir ráö fyrir, að Rhode" fa veröi lýöveldi og þafi þing f tveimur deildum, þar sem hvíth menn og ættarhöföingjar vinveit’- ir þeim hafi meirihluta. Æðsta vahj^ í landinu á forseti að hafa. y □ Couvé de Murville forsætis- ráðherra Frakklands sagöi f gær í fulltrúadeild þingsins, að Frakk- • land myndi ekki ná sér að fullu eftir óeirðirnar og verkföllin fyrr en eftir þrjú misseri. Hann boðaði sókn til nýrra framfara og umbóta og sagöi, að gengislækkun kæmi ekki til greina. Hann boöaöi ný lög um æöri menntastofnanir og yrði þar komið til móts víð stúdenta og kennara, sem krafizt hafa endur- bóta á skólakerfinu. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.