Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 12
/ Í2 zxsm VlSIR . Föstudagur 19. júlí 1968. ANNE LORRAINE HVER ER ANNE? Hópurinn dreifðist og fólkið gekk smátt og smátt út úr stofunni. Tony stóð við dyrnar, en sýndi ekki snið á sér til að fara út með hinu fólkinu. Þegar það var farið brosti Mary til hans. — Jæja, sagði hún rólega. — Þaö er kannski bezt að þú segir mér nákvæmlega frá því sem gerð- ist. Hún beygði sig yfir sófann og horfði á stúlkuna, sem lá þarna og hreyfð'i Hvorki legg né lið. And- litið var kafrjótt. — Heitir hún Anne? spurði Mary. Hún lyfti annarri hendinni á stúlkunni og hnyklaði brúnirnar þegar hún fann hve skrykkjótt slagæðin var. — Ég held varla, að hún sé alveg meðvitundarlaus. 0 — Geturöu ekki gefið henni eitt- hvað til að styrkja hana? spuröi hann óþolinn. — Þetta er ekki annað en venjulegt yfirlið — það geta allir séð. Hann kom að sófanum, stóö kyrr og horfði á stúlkuna. — Geturðu sagt mér hve lengi hún hefur legið svona — hér um bil? Þetta er nefnilega alls ekki venjulegt yfirlið. Hann hrökk við, og hún tók eftir að hann kreppti hnefana. — Þú ert að reyna að hræða mig, sagði hann. — Þið læknarnir eruð allir eins. Ég hefði átt að hafa vit á, að gera ekki orð eftir lækni. Hún lét sem hún heyrði hann j ekki, en lagðist á hnén við sófann ! og fór að rannsaka sjúklinginn. Tony, sem auðsjáanlega skamm- aðist sín fyrir það sem hann hafði sagt, stóð grafkyrr við hliöina á Mary og horfði á hana. Þegar hún var búin að þessu stóð hún á fætur, og hræöslan skein úr augunum á henni. — Þekkir þú BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI m ■■, II |l|l|rt 1111 IIWHl I I l»l I !»■" II I ■' ■' nmny „r .; ' - , • r"i. —-r\L~~4_, - >r i?.:. : :. ; < 1 f I mmW r ..... Skoðið biiana, gerið góð kaup — Óveniu glæsilegt úrval Vel með farnir bílar t rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Við tökum velútlítandi bíla í umboðssölu. Höfum bílana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SÍNINBARSALUIIINN SVEINN EDILSSON H£ LAUGAVEG 105 SiMI 22466 foreldra þessarar stúlku? spurði hún. — Ég held að þetta kunni að vera alvarlegt. Ég vil að þið náið í foreldra hennar, Tony. — Hvers vegna? spurði hann dá- lítið æstur. — Mary, hvaða felu- leikur er þetta? Hvað er að? Ég hef sagt þér, að þetta er ekki neitt alvarlegt — við vorum að dansa saman, og hún var hjalandi og hlæjandi, en allt í einu hneig hún niður milli handanna á mér — eins og fólk gerir þegar líður yfir það. Ég spurði hana hvort henni heföi oröið óglatt, en hún svaraöi mér ekki — starði bara á mig. Og svo hneig hún niður, og í sama ástandi hefur hún verið síðan þá. Mary, — hvaö ætlaðir þú að segja? — Ég reyni ekki að segja neitt, sagði hún. — Ég er óánægð með svona bráðabirgðarannsókn. Ég vil láta fara með hana á sjúkrahúsið, og þar er hægt að fá sæmilega góða sjúkdómsgreiningu. Ég verð að ná í sjúkrabíl undir eins, og ég vil, að þú látir foreldra hennar vita af þessu. Þegar hún kom inn aftur, eftir að hún hafði símað til sjúkrahúss- ins, rumskaði stúlkan aðeins viö sér. Hún leitv á Mary, og augun voru eins og sæi gegnum gler, og hún hvíslaði hásum rómi: — Tony! Mary studdi hendinni á öxlina | á henni og sagði róandi: — Tony j er hérna, góða mín. Nú skuluð þér vera róleg, ef þér getið. — Tony! sagöi sama röddin kveinandi. — Hvar er Tony? Viljið þér segja honum, að hann verði að koma til mín ... Tony ... — Ég er hérna, Anne mín. Þetta er allt í lagi, þú mátt ekki vera hrædd. — Tony ... sagði stúlkan aftur, og svo hækkaði röddin og varö gjallandi — Hvar ertu, Tony? — Mary, sagöi Tony og hræðslan var ber í röddinni — Mary, hvað er að? Hvers vegna heldjir lj.úp-rá* fram að kalla á mig. — Hún veit að ég stend hérna — hún getur séö mig. Mary studdi hendinni á hand- legginn á h^num og sagði — um leið og hún leit á hann með hlut- tekningu: — Hún ,veit ekki, að þú ert hérna, og hún sér þig ekki, sagði hún. — Farðu, og gerðu það sem ég hef beðið þig um, Tony. Náðu í foreldra hennar. Það liggur á því. Þetta er alvarlegt. Náðu I ein- hvem til að sækja þá og fara með þá í sjúkrahúsið í bílnum mínum. Hann stendur hérna fyrir utan. Sjúkrabíllinn kemur hingaö rétt bráðum, og þú verður að láta foreldra hennar vita, áður en hann er kominn. Flýttu þér, Tony! Hún tók eftir að hann var ná- fölur. W.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.VAV/.VAV^AWiWAV 5 s li PIRA-SYSTEM Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- húsgögnin á markaönum. Höfum lakkaðar PIRA-hiIIur, teak, á mjög hagstæðu verði. Lítið f SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. STÁLSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 .■.V.V.V.V.V.'.V.V.V.VW.V.V.V.VW.V.V.VW.VAW.V I — Ég skal flýta mér eins mikiö og ég get, sagði hann, og reyndi að brosa. —Afsakaöu, Mary, en ég þoli illa svona áföll. Þegar hann var farinn lagöist hún á hnén fyrir framan sófann og fór að horfa á stúlkuna aftur. Nú var Anne orðin blárauð í fram- an og augun störðu út í geiminn. Eigi aö síöur var hægt að sjá, að þetta var falleg stúlka. Hún var svo smávaxin að hún var líkust telpu, 1 þessum víöa, hvíta kjól, með stuttklippt, ljóst hárið, sem liðaöist fallega niður meö kinnun- um. Meöan Mary var að horfa á hana, leit Anne aðeins við og starði ' beint inn í augun á Mary. i — Anne, sagði Mary lágt, en greinilega. — Anne, ég er læknir- | inn. Ég skal sjá um yöur. Verið þér ekki hrædd! En augun héldu áfram að stara á hana. Og röddin hvíslaði sama nafnið upp aftur og aftur; stundum eins og í ofboðshræðslu: — Tony ... Tony ... Mary stóð upp og reyndi að láta ekki neinn æörusvip á sér sjá. En spurningunni skaut aftur og aftur upp í hug hennar, og lét hana ekki í friði: Hver var þessi Anne? Og hvað var milli hennar og Tony? Ef hún elskaði hann — og það var enginn vafi á að hún gerði það — hvað var þá um hann? elskaöi hann hana — eða elskaði hann hana ekki? , * b 8 i} 6 X I % Jt Jf FYRST OG FREMST LÆKNIR. Mary kreppti finguma og reyndi að hafa stjórn á sér. Hún mátti ekki láta persónulegar tilfinningar bera sig ofurliði núna. Þessi stúlka var veik — alvarlega veik — og hún var sjúklingur Mary, að minnsta kosti þessa stundina. Mary var fyrst og fremst læknir núná, og allur efi og afbrýði varð að víkja. Ef til vill var þetta vonlaust, en hún varð að duga núna, ef hún ætti að geta lifaö áfram, er þessi sálarraun væri afstaðin. Hún hafði helgað læknisstarfinu líf sitt, og kannski var þetta ein raunin af mörgum, sem hún yrði að standast í starfinu. Ef henni tækist ekki að gera það, sem f hennar valdi stæði fyrir þessa vesalings stúlku, vegna þess að persónulegar tilfinn- ingar trufluðu, var hún óhæf í læknisstarfið. Tony kom til hennar aftur. — Ég símaöi til foreldra Anne, sagði hann. — Þeir fara beint í sjúkra- húsið — var það ekki bezt? Ein- hver annar getur ekið bilnum þín- um til baka síöar, ef það nægir þér. Mary, hvemig líður henni núna? — Það er engin breyting á henni, sagði hún. — Þú mátt ekki búast i við að fá að vita neitt að gagni 1 fyrr en eftir nokkra klukkutíma. j Ég hef gmn um ýmislegt, en vil , ekki segja neitt ákveðið, hvorki i þér né öðrum, að svo stöddu. Ég | ætla að hringja til hans pabba, en svo er ég tilbúin þegar sjúkrabíll- inn kemur. Næsti hálftíminn var eins og þokukenndur draumur, og Mary gat ekki— þegar hún hugsaði um það eftir á — mimað ökuferðina í sjúkrahúsið eða samtalið við föður sinn. Gmnur hennar um hvað gengi að Anne ágerðist, og undir eins og komið var í spftalann skipaði hún að láta aka Anne inn í læknavarð- stofuna strax, og hringdi svo til læknanna Larch og Howe. Tony, sem beið úti I ganginum, horfði með eftirvæntingu á hana, þegar hún kom fram aftnr. — Þú skalt reyna að vera ekki kvfðinn, sagöi hún við hann. — Anne er í góöum hönduni. Þð“ýilt kannski bíöa og tala við foreSdra hennar? Það er annar njósnari í ánni! Skjótið. Það er mamma, og þrælasalarnir hafa komið auga á hana. Ef ég aðeins næði til hennar nógu fljótt og gæti látið líta úí-eins og Gimla hafi dregið hana niður. Krókódíll hefur losað okkur einnig við þennan njósnara. BEIKNINGAB’ LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... £>oð sparat ybut t'ima og óbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3línur) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.