Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Föstudagur 19. júlí 1968. 9 -K Dandaríska þjóöin hefur lagzt á legubekkinn til sálkönn- unar, eöa hún reynir aö minnsta kosti um þessar mundir að fram- kvæma á sér nokkurs konar sjálfskoðun. Allur heimurinn hefur horft á hana furðu lost- inn, fylgzt meö því af undrun og skelfingu, hvernig hennar beztu synir hafa fallið hver á fætur öörum fyrir morðingja- byssukúlum, hvernig raddir um- bötamanna eins og þeirra Kennedybræöra og Martins Lúthers Kings hafa verið þagg- aöar niöur meö hinztu rökum manndráps og ofbeldis. Það er von aö menn spyrji, hvaö sé á seyöi i Bandaríkjun- um, geta þessi mörgu morð á ýmsum foringjum frjálslyndra afla I landinu veriö einleikin? Sögur komast á kreik og verða ekki þaggaöar niöur um að sam- særi og giæpafélagsskapir standi á bak viö. Hvergi annars i ' • • •• -■ • » ^ %*> *■ V- ''•••»'* ■ V, -í ♦ ••■,:■ • -. • :■• • > < >■ t .;:•■>•:■■■ ■ v, --s ; •.•,.••,.•: . •<, >:.••.-■ > N > • x > %'■-< 1 :♦•»' ■■*:«> ■■■% Ú:- '• < í *■’< * _ .. - , t .< / \ ■< '• :<•'••■' V: -•: ,. •: * - ■-•»- •' r-.- t •* &■ •' >'-i> * <■■' V* '*>"«' ><• l <tV s'< » i4> C' V-» í i < > • : 1 ' ' ' < • •, -, , „Ég heiti Beretta. Taktu mig með þér.“ auglýsing. Bandarísk byssu- landi, svo sem á dögum áfengis- banns og glæpahringja i Chicago kringum 1930, en þó er ástandið nú kannski enn ískyggilegra vegna hinnar miklu og sívaxandi vofu kynþátta- ágreiningsins. Það er segin saga, aö hvenær sem kynþátta- óeirðir blossa upp, þyrpist fólkið í skotfærabúðirnar og kaupir sér byssur í þúsundatali, sem eiga að vera til sjálfsvarnar, en afleiðingin er sú, að stöðugt fjölgar skotvopnum í einkaeign bæði meöal hvítra manna og svartra og þetta verður líkast tunnu, sem veriö er að safna æ meira púðri í og má það verða mikill hvellur þegar neistinn kemst i að lokum. Á síðastliðnu ári jókst skotvopnasala víðast hvar í landinu um þriðjung. munu hafa selzt um 4 milljón stykki, — og raunin verður sú. að vopnin eru notuð til annars en vama, úr því þau Iiggja þarna í skápum og skúffum milljóna manna víðsvegar um landið, þá er svo einstaklega handhægt að grípa til þeirra. Villimannaþjóð staöar viröist slíkt gerast, ao mipn^ta ,kosti ekki mörg dæmi í röð. Hvar er sú skuggalega vofa,. .hvar er það ógnarveldi. sem grípur þannig inn í rás „andarískra viðburða? Er það hugsanlegt, að einhvers staöar á bak við sé starfandi einhver víðtækur glæpahringur einhvers konar „Murder Inc.“, sem hafj nú þrisvar ef ekki oftar sýnt i verki vald sitt? í ýtarlegri rannsókn sem gbrð var eftir moröiö á Kennedy for- seta, komst hópur góðra og Vammlausra manna aö því, aö ekki yrðu fundin nein rök fyrir því, að samsæri heföi staðið að báki þvf ógnarverki. heldur hefði það verið hugdetta og verk eins sálsjúks og spillts öfga- manns. Hversu margai sögu- sagnir, sem komiö hafa upp um það efni, viröist ekkert hægt að fóta sig á þeim og skýrslan veröur að teljast standa óhögg- uð. Eftir síöustu fregnum að dæma viröist heldur ekkert ó- yggjandi hafa komið fram sem sannar að samsæri hafi vjriö að baki morðinu á Robert Kennedy, en grunsamlegast er morðið á King. Svo mikið er víst, að hinn eftirlýsti moröingi. sem fannst aö lokum í Londcn virðist hafa haft traust og öflug sambönd að geta leynzt svo lengi og ferðazt heimshornanna milli á fölskum vegabréfum. svo þvi veröur vart trúað að hann hafi gert það allt upp á eigin spýtur. Tjessi miklu morð í Bandaríkj- unum eru í augum okkar furðulegir atburöir og þvi erfitt fyrfcr okkur að skilja -það, að þeir geti verið komnir ósjálf- rátt frá einangruðum einstakl- ingum. En það þarf hins vegar ekki að verða svo undarlegt, eí menn hafa gert sér grein fyrir því ástandi sem nú viögengst i Bandarfkiunum um meöferð morðvopna. Hér bart sem sé ekki samsæri til, heldur er þjóð félagið svo smitað af ðgeðs legri ofbeldishneigð og leik með skotvopn, að þessi einstöku morð á frægum mönnum, sem heimurinn verður allur vitni að, eru aðeins eins og litlir, tpppar ofan á risastórum haugum eða fjöllum af ofbeldisverkum, sem eru daglegir viðburðir í banda- rísku þjóðlífi. Til að skilja þetta, skulum við fyrst taka venjulegt land i EVrópu eins og Bretland með all ströngum reglum um meðferð skotvopna. Það eru svona að jafnaöi framin um 30—40 morð með skotvopnum á ári. jV"ú eru i Bandaríkjunum, kringum fjórum sinnum fleiri íbúar en á Bretlandi og þvi ætti tala byssumoröa til samræmis við þetta að vera i kringum 120 — 160 svo litið sé á köld töluvitni hagskýrsln- anna. En í Bandarfkjunum er á- standið allt annað. Þar eru framin til jafnaðar árlega meö byssum, hvorki meira né minna en 6500 morð. Og þó er ekki öll sagan þar með sögð. Því að ár- lega koma skotvopn þar að auki við sögu viö 10 þúsund sjálfs- morð, 2600 dauðsföll af slysa- skotum, 44 þúsund líkamsárás- ir, 50 þúsund rán óg 100 þúsund skotmeiðsli sem valda ekki dauða. Það má f stuttu máli segja, að hvergi í víðri veröld valda skotvopn eins mörgum manns- látum og slysum og i Bandaríkjunum, hvar sem leitaö væri og það jafnvel þó leitað væri einungis aö saman- burðartölum. — Hvergi f heim- inum utan þar sem styrjaldir geisa. Og þó má til dæmis benda á það að fullt eins margir Bandaríkjamenn farast árlega fyrir morðingjakúlu heima fyrir og í stríðinu í Vietnam. það er því vissulega kominn tími til að bandaríska þjóö- in fari f sálkönnun og sjálf- skoðun til að athuga orsakirnar fyrir þessu ástandi. Og aðrar þjóðir hljóta að horfa á og undrast þaö, hvernig komið er fyrir stórveldis og forustuþjóð í heiminum, sem vill telja sig til menntaðra og siðaðra ríkja, þykist standa fremst í tæknileg- um framförum og vísindum og á sér langa sögu sem frumherji frelsis og lýðréttinda. Sumir segja að þetta liggi í þjóðareðlinu. þetta var upphaf- legp landnema og veiðimanna þjóö, sem ruddi sér braut vestur yfir slétturnar oft með fádæma hugrekki og bardagagleði gegn Indíánum og Mexikönum. Víst má þetta vera rétt, því að varla eru liðin nema hundrað ár síö- an landnemarnir voru á ferö- inni með veiðibyssur sínar f villta vestrinu og þar er byssu- gleðin enn hvað mest. En ein- hvern tíma þurfa þeir nú samt að vaxa frá þessu, alveg eins og viö íbúarnir á okkar norölægu eyju, þroskuðumst með tíð og tíma upp úr aldarhætti hinna grimmu víkinga og urðum að lokinni Sturlungaöld kyrrlát og siðuð bændaþjóð, sem lærði í verki að virða mannhelgina sem Bandaríkjamenn hafa hins vegar talað mest um allra þjóða f hátfölegum ræöum. •Y7"erst er, að allt virðist heldur T þróast afturábak f Banda- ríkjunum í þessum málum. Oft hefur verið æði brösótt þar f \ hverjuin einasta degi mætu finna í héraðsblöðum fleiri og færri furðuleg dæmi um þaö, hvernig alþýöufólk grípur til skotvopnanná sem handhægs tækis til aö leysa í einu vet- fangi alls kyns furðulegustu og smávægilegustu deilumál, ná- grannakryt og nábýlisvandamál. Einn þreif byssu sína, af þvi hann var orðinn leiður á grenj- inu f barni nágrannans og þagg- aði niður í því, annar fjarlægði hund sem honum var illa við og með honum dreng sem hélt f band hundsins. Lögreglustjóri Detroit-borgar var einn daginn svo gáttaður á þessum sífelldu smámorðum, að hann stundi þungan og mælti: „Tveir vinir komast á ólíka skoðun. Annár tekur byssu og skýtur hinn, aö því er viröist einungis vegna þess að hann haföi byssuna við höndina.“ l'Jálkahöfundur i bandarísku blaði gerði smáþátt um þetta furðulega fyrirbæri, var þátturinn f formi uppdiktaðs blaðasamtals, þar sem frétta- maöur fór á fund fjölda manns og lagði fyrir þá spurningu. hvers vegna þeir skytu menn. Kafli úr þessu samtali hljóðar svo: „— Hvers vegna skjótið þér fólk, hr. B. J.? — Það er klaufaskapur mest. Ég sit hjá húsinu mínu og er að kjassa og klappa eina af byssunum mínum og áður en ég veit af, bang, hleypur skotið úr byssunni, og ég er búinn aö skjóta einhvem í viðbót. — Hr. M. O., eruð þér sömu skoðunar, að klaufaskapur sé 13. sfða S \ s s s s s s s s \ 11ESEN9HR I • HVER TALAÐI UM DRUSLUSKAP? Einn af áskrifendum Vísis skrifar af tilefni af bréfi erlendr ar konu hér f dálknum nýlega m.a.: .það mætti segja mér að konan hafi tekið feil á út- lendingum og íslendingum, eng- inn Islendingur mundi fara til annarra landa nema óaðfinnan- lega til fara. En útlendingar þekkjast margir hverjir úr fyrir það hve sóöalegir þeir eru til fara hér á landi. Stundum gæti maður haldið að þeir kæmu beint úr rennusteininum. Það sem skyggir á fegurð íslands' eru að mínum dómi útlendingar, sem koma hingaö klæddir eins_ og betlarat*... • SJÓNVARPIÐ í SUMARFRÍI Geirþrúður heitir ein af þeim, sem hefur skrifaö okkur um sjó-ivarpsfríið og er greinilegt að sumarfrí sjónvarpsins mælist misjafnlega fyrir. Þó viröast flestir vel geta unnt sjónvarps- mönnum sumarleyfis og eins geta þolað sjónvarpsleysi um tíma, én annars segir m.a. i bréfi Geirþrúðar: „Væntanlega hafa sjónvarpsmennirnir okkar farið á stúfana í leit að nýju og góðu efni handa „úlfinum óseöj- andi“, eins og einn þeirra orö- aði það. Undarlegt finnst mér aö framhaldsþáttur, sem hófst í sjónvarpinu nýlega skyldi vera um enn einn „töffarann“ í glímu viö undirheima stórborgarinnar. Ég hef haldið því fram að við eigum ekki að gera of miklar kröfur til nýstofnaðs sjónvarps. enda oft vel veriö gert þar. En er virkilega ekki hægt að fá myndaflokk erlendis af öðru tagi? Erlendis sér maður vin- sæla framhaldsþætti þar sem hetjan tekur hvorki þátt í áflog- um, drykkjusvalli eöa kvenna- fari. Athugið þetta, sjónvarps- menn góðir, og þið uppskerið þá þakkir alls almennings. • 12 TÍMAR SPARAÐIR Á ÁRI Það er furðulegur eintrjánings háttur lögregluþjóna aö neyða gangandi vegfarendur til aö bíöa þegar rautt ljós er, jafnvel þótt enginn bíll sjáist. Það segir mér tölfróður maður, að hægt sé að spara sér heilar tólf klukku- stundir á ári, ef menn ganga yfir án þess að múlbinda sig við umferðarljósin. — Tímabundinn. • ÞJÓNUSTA — VERÐHÆKKUN Húsmóöir skrifar: Var það ekki kaldhæöni örlaganna að mjólkin skyldi hækka í verði á sama tíma og þjónustu„stand- ardinn“ hjá samsölunni var lækkaöur. Mér og fleiri hús- mæörum, sem virðast i augum samsölunnar vera heldur lítil- mótlegir og vesælir „kúnnar" finnst að furöulegir hlutir hafi gerzt þarna i sömu andránni Stórkostnaði aflétt vegna dreif- ingar mjólkur á sunnudögum og potturinn hækkar um leið um 25 aura! Hvers vegna gagnrýna heiðarleg blöð ekki einokunar- firmað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.