Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 2
Jöfn keppni á Kerlingarfjallamótinu Mckay fer til Derby Hið árlega sumarmót skíða- manna fór fram í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Keppt var í svigi og keppt í drengjaflokki og karla- flokki. Valdimar Örnólfsson lagði brautina af mikilli snilld. Keppni i báðum flokkum var jöfn og spenn- andi, en úrslit urðu þessi: Karlaflokkur: 1. Arnór Guðbjartsson, Á, 50,8 + 53.2 = 104,0 sek. 2. Haraldur Pálsson, IR, 52,0 + 53,1 = 105,1 sek. 3. Leifur Gíslason, KR, 52,6 + 52,7 = 105,3 sek. 4. Knut Rönning, ÍR, 55,4+50,8 = 106.2 sek. Drengjaflokkur: 1. Tómas Jónsson, Á, 52,0 + 53,7 = 105.7 sek. 2. Haraídur Haraldsson, ÍR, 58,6 + 51.7 = 110,3 sek. 3. Gunnar Eiríksson, 72,5 + 73,7 = 146,2 sek. 4. Kristján Árnason 93,1 + 78,3 = 171,4 sek. Brautin var 400 metra löng og í henni 45 hlið. Keppnin fór fram f svonefndri Keis, en mikill og góður snjór er nú í Kerlingarfjöll- um, líklega sá mesti síðan skólinn þar tók til starfa. Verðlaunaafhend- ing fór fram um kvöldið, en þá var haldin kvöldvaka, og dansað á eftir af miklu fjöri. 1 gær seldi enska knattspyrnu- liðiö Tottenham hinn þekkta fram- vörð sinn og fyrirliða Dave Mckay til annarrar deildarliðsins Derby County. Talið er, að söluveröið hafi numiö um 15.000 þúsund pund- um. Mckay kom til Tottenham í kvöld kl. 20 leika á Vestmanna- eyjavelli ÍBK og ÍBV í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikur þessi átti að fara fram 15. júní s.l. en þá gaf Keflavíkurliðinu ekki til Eyja. — Næstu leikir verða síðan um helgina, og leika þá á Akureyri heimamenn við Val. í Reykjavík leika sama dag (sunnudag) KR og Vestmannaeyjar. Á mánudagskvöld leika síðan sam- an liö Fram og ÍBK á Laugardals- velli. fyrir um 9 árum og hefur átt mik- inn þátt í velgengni liðsins en það hefur orðið deildarmeistari einu sinni, bikarmeistari þrívegis og einu sinni Evrópumeistari bikarhafa á þessum tíma. Saia þess kom nokk- uð á óvart, því talið hafði verið að Mckay myndi þiggja tilboð frá sínu gamla félagi Hearts í Edin- borg, að gerast leikmaður þar og ef til vill framkvæmdastjóri síðar meir. Boðið í Greaves Tottenham Hotspurs tilkynnti í gær að það hefði hafnað tilboði annarar deildar-liðsins Middles- brough í hinn fræga framherja sinn Jimmy Greaves. Tilboðið hljóðaði upp á 75.000 þúsund pund, en framkvæmdastjóri Tottenham, Bill Nicholson, sagðist ekki geta hugsað sér aö selja þennan ágæta leikmann. Stutt... ---- Norðmenn unnu Kanada- menn í landskeppni karla í frjáls- um íþróttum, sem lauk á Bislett. Lokatölur urðu 113 — 98. Eftir fyrri dag höfðu Norðmenn yfir 60—45, eins og sagt var frá í Vísi í gær. I landskeppni kvenna unnu Kan- adamenn aftur á móti yfirburðasig- ur, og tölur þar 72 —44. Samanlagt unnu Kanadamenn því keppnina meö 170 stigum gegn 157. Árangur í keppninni í gær var mun lakari en fyrra dag hennar. ★ ----Svíinn Peter Feil frá Eskils- tuna setti nýtt Evrópumet í 200 metra flugsundi í gærkveldi, synti vegalengdina á 2.09,1 mín., en eldra metið var 2.09,4 mín. ★ ----Japanir munu senda 175 íþróttamenn og konur til þátttöku í Ólymþíuleikjunum í Mexíkó í haust. Fiestir þátttakendur verða í sundi, alls 24, og 20 frjálsíþrótta- menn. Með hópnum verða 12 lækn- ar og hjúkrunarfólk, auk þriggja fararstjóra. ★ V.-þýzka stúlkan Liesel Wester- mann setti nýtt heimsmet í spjót- kasti í gærkvöldi, kastaði 62,54 metra. Eldra metið átti Christine Spielberg frá A.-Þýzkalandi, 61,64 m og var það sett í apríl í vor. Fyrir það met hafði Westermann átt heimsmetið, svo að nú er spurn- ingin hvort sú a.-þýzka á svar við nýja metinu. S/V Stanley hættir Sir Stanley Matthews sagði i gær upp stöðu sinni sem fram- kvæmdastjóri enska fjórðu deildar- liðsins Port Vale. Sir Stanley hefur ekki veriö jafn affarasæll f-ram- kvæmdastjóri sem leikmaður. Á síðasta vetri átti félagið í miklum brösum við stjórn deildarinnar og var kært fyrir að hafa farið út fyrir reglur sem gilda um greiðslur til leikmanna. Var félagið að lokum dæmt til áframhaldandi setu i fjórðu deild þó svo þeir hefðu sigr- að þar. Sir Stanley mun þó starfa áfram hjá félaginu sem unglinga- leiðtogi. • •• •.•■:• ■ Fyrstu þrjár í 100 m hlaupi kvenna: Sigríður Þorsteinsd., Kristín Jónsd. og Þuríður Jónsdóttir. Hús til sölu Innkaupastofnun ríkisins, f. h. ríkissjóðs, leitar tilboða í húseignina Tómasarhaga 15, Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 5—10 e. h. fimmtudaginn og föstudaginn 25. og 26. þ. m., þar sem allar nánari upplýs- ingar verða gefnar og þeim afhent tilboðs- eyðublað, sem þess óska. Lágmarkssöluverð eignarinnar, skv. 9. grein laga nr. 27 1968, er ákveðið af seljanda kr. 2.400.000.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mánu- daginn 29. júlí 1968 kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI -10140 ,U' ________0___,____ . <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.