Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 12
72 V í SIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. ANNE LORRAINE — Þú varst þreytt, sagði hún rólega við sjálfa sig. — Þú hefð- ir leitaö til hvers sem var — föð- ur þíns, vinar þíns, unnusta þíns — hvers þess manns, sem gæti huggaö þig og hughreyst þig. Þaö var ekki Tony, sem þú þurftir á að halda, heldur mannleg samúö. „Það er óhjákvæmilegt, aö þú upplifir örvæntingarstundir við og við,“ hafði faöir hennar sagt viö hana. „En þú ert sterk — eins og ég hefði átt aö vera. Þú veizt aö þetta starf er þess virði, aö maöur sé stundum einmana. Þú ert sterk og stolt og metnaðargjörn, og þann- ig á maður alltaf að vera.“ Hún leit niður fyrir sig — gat ekki horft á þetta rólega andlit í speglinum. Hin hliðin á eöli hennar — unga, ákafa, ástarþyrsta stúlkan ■ Mary — þráði frelsi og aö fá að gefa sér lausan tauminn. Þetta er ekki nóg, hugsaði hún með sér og var í uppreisnarskapi. Ég þrái ást og hjónaband og böm. Hvers vegna get ég ekki átt hvort tveggja? Annað fólk eignast það — þetta er ranglæti. HVERNIG FÓR UPPSKURÐURINN? Einhvers staðar í húsinu hringdi bjalla og Mary rankaði fljótt viö sér. Hún leit á klukkuna. Bráðum leiö að því að hún ætti aö fara að vinna í lækningastofunni hjá Carey. Hún fór niður í salinn og settist skammt frá Kenning gamla lækni, sem var að lesa morgunblöðin, með marga káffibolla kringum sig. — Góðan daginn! sagði hann glaölega og lét blaðið síga. Svo brýndi hann röddina: — Drottinn minn! Skelfing er aö sjá yður! DÖMUR LAGNINGAR — PERMANENT — KLIPPINGAR — HÁRLITUN — LOKKAGREIÐSLUR VALHÖLL Laugaveg! 25 . Sími 14662 VALHÖLL Kjörgarði . Sími 19216 Hún gat ekki annað en hlegið aö þessari hispurslausu hreinskilni. — Þakka yður fyrir gullhamrana, sagði hún og hellti í kaffibolla handa sér. — Það var hressandi að heyra þetta. Ég var lengi á fót- um í nótt. Hann gaut augunum til hennar yfir gleraugun. — Já, ég hef frétt það. Ég talaði viö Specklan í morg- un — hann fleygði sér í tvo tíma eftir uppskurðinn, en varð að fara á fætur í bítið og er rétt nýfarinn. Þetta er einstakur maður — lær- dómsrikt að tala við hann. Annars fór hann mjög lofsamlegum orðum um yður, góöa mín. Hún roðnaði og leit ofan í kaffi- bollann til þess að láta síður á því bera. Hann brosti eins og hann væri að vorkenna henni. — Jæja, þér verðið feimin þegar yöur er hrósað. En hvað þetta er líkt Mary litlu, i sem var vön að sitja á fremsta bekk í deildinni minni. En ég er upp með mér af yöur, góða — annar eins maður og Specklan er ekki vanur að ausa úr sér lofinu. Hann sagöi að þér hefðuð gert ná- kvæmlega rétta sjúkdómsgreiningu og að þér hefðuð verið fljót að afráða hvað gera skyldi, og þar fram eftir götunum.... ég kom því að meðan hann hélt hróka- ræðuna, að ég ætti dáiítinn þátt í undirbúningsmenntun yðar ... Hún hló og sagöi í léttum tón: — Ég komst að nákvæmlega sömu niöurstööu um sjúkdóminn, sem Larch og Howe geröu, og ég vona að þeir hafi fengið sinn hlut af skjallinu. Kenning skríkti. — Hann minnt- ist nú alls ekki á þá. Það er svo að sjá, sem jafnvel frægir skurð- læknar séu ekki ónæmir fyrir fall- egu andliti, jafnvel þó aö það sé á starfssystur hans! Nei, sleppum öllu gamni, góða mín — þér sáuð þetta tilfelli frá upphafi og komuzt að yðar niðurstöðu löngu áður en hinir tveir sáu sjúklinginn. Vel af sér vikið. Að því er mér skilst eru fósturforeldrar sjúklingsins mjög þakklátir. Þeir spurðu, hvort þeir mættu ekki þakka yður fyrir hjálpina, en þá sagði Specklan að þér væruð sofnuð. Mary setti bollann á undirskálina í flýti, og leit á Kenning með ang- istarsvip. — Læknir — við höfum setið hérna og talað um einskis- verða hluti, en ég hef ekki ennþá spurt yöur um hvernig þessi heilaskuröur fór. — Þaö liggur við að ég skammist mín. — Það er algjör óþarfi. Dettur yður í hug að ég sæti hérna og gullhamraði yður ef sjúklingurinn væri dáinn? Nei, góöa mín, upp- '.■.VV.V.V.'.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V :■ PIRA-SYSTEM í . ■. Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- ■| húsgögnin á markaönum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, I; teak, á mjög hagstæðu verði. í Lítið f SÝNINGARGI.UGGANN, Laugavegi 178. \ STALSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 .■.v.v.v.v.v.v.'.v.v.v.v.v skuröurinn tókst prýöilega, að minnsta kosti hvað læknisaðgerð- ina snerti. Ég sá ekki betur en að Specklan væri ánægður — og nú er hans þætti í lækningunni lokið. Við, hin verðum að taka við þar sem hann hætti. Þessi unga stúlka á langa og erfiða baráttu fyrir hönd um — þaö er að svo stöddu ekki hægt að segja neitt um, hve erfið hún verður. Specklan sagði að það yröi erfitt að koma henni á réttan kjöl, og þá veit maður að þetta verður enginn leikur. Ég sperrti eyrun þegar ég frétti, að ungur maður væri þáttur í lækningastarf- inu, og gæti komið aö miklu gagni. Æ, nú fer vður aö leiöast þetta! — Nei, því fer fjarri! Hann varð hissa á að heyra hana segja þetta. ■ Haldið þér áfram, Kenning. Þessi — ungi maður — sagði Specklan nokkuö meira um hann? Annað en að hann væri mikils- verður fyrir bata stúlkunnar, rneina ég? Kenning hallaði sér aftur í stóln- um og setti upp stút. — nei, það var nú lítið. Það mun hafa verið annar hvor þeirra Larchs og Howes sem sagði honum frá þessum unga manni sem hafði lofað að vera nærri, og hvernig bráöi af stúlk- unni þegar hún sá hann — og þá sagði Specklan að hann þekkti þennan pilt sem um væri að ræða. Hvers vegna skyldi hann' hafa sagt það? Þekkið þér hann? „ 4— Já, ég 'þekki hann. Hann er soriur Specklans. Kenning hriyklaöi brúnirriar. — Er þetta satt? Hann laut fram í stólnum. — En hvers vegna sagði hann það þá ekki? Þetta þykir mér skrýtið, Mary. Specklan gamli hef- ur þá gert heilaskurð á unnustu sonar síns. Finnst yður það ekki rómantískt? „Frægur faðir bjargar lífi tilvonandi tengdadóttur sinn- ar“. Hann þagnaöi þegar hann sá Mary spretta upp af stólnum. — Hef ég sagt einhverja fjar- stæðu? spurði hann hægt og horfði á náfölt andlitið á Mary. — Far- ið þér að mínum ráðum: fariö snemma í bólið í kvöld og þá kem- Það væri ómögulegt að klifra hér, ef áin væri ekki svona vatnslítil. Regntímabilið hlýtur að vera löngu yf- irstaðið í fjöllunum. — T-A-R-Z-A-N! Eftir að hafa klifrað í nokkra tíma. Ég þarf að fara að ná mér I fleiri blys, ef... Hvaða hljóð er þetta? Drunur og vatnið eykst stöðugt. ur roöi í kinnarnar á yður. Er Car- ey of vinnuharður? — Nei, en nú er ég að verða of sein. Afsakið þér, læknir, en nú verð ég að fara. En meðal ann- arra orða: þér minntuzt á fóstur- foreldra. Er það svo að skilja, aö sjúklingurinn sé foreldralaus? — Já, ekki get ég betur séö, sagði hann stutt. — En fósturfor- eldrarnir voru mjög þakklátir. Fariö þér nú, góöa mín — og ef þér viljið hlýða góðu ráöi gamals kenn- ara yðar, þá verðið þér að hætta að láta afdrif sjúklinganna skipta yður eins miklu og þér gerið núna. Þér verðiö útslitin fyrir fertugt ef þér haldiö áfram sama laginu og þér hafið núna. Þessi stúlka er sjúklingur — ekkert annað. — Álítið þér að lækningunni sé lokið rrieð því að meinsemdin hefur verið skorin burt? spuröi hún. — Ég er hrædd um að Carey læknir verði ekki sammála yður um það - og ég reyndar ekki heldur. Hér er um að ræða stúlku, sem heitir Anne og veit hvað hún vill, og við verðum aö kynna okkur bæöi líkamlega heilsu hennar og sálar- líf hennar frá öndverðu áður en við getum hjálpað henni til að ná fullri heilsu. Kenning stóö upp og teygði úr handleggjunum upp fyrir höfuð. — Þá það, — þá það, sagði hann og lét umburðarlyndiö skína úr rödd- inni. — Þarna er hún, þessi sama Mary sem verið hefur, með höfuð- ið uppi í skýjunum. Nei, góða mín, hélt hann áfram þegar hann sá að hún kafroðpaöi. — Þér megið ekki reiðast mér. Ég vil aö þér séuð alveg eins og þér eruö. Við þurf- um á fleiri yðar líkum að halda. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar Zícicf lesa allir REIKNINGAR’ LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... t>oð sparar vdur t'ima og óbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3línur) ^áálSi'iU..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.