Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. TÓNABIÓ Islenzkur texti. Hættuleg sendiför („Ambush Bay“) Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerísk mynd f lit- um er fjallar um ðvenju djarfa og hættulega sendiför banda rískra landgönguliöa gegnum víglinu Japana f heimsstyrj- öldinni síöari. Sagan hefur ver ið framhaldssaga i Vísi. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. ÍSLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi, ný, amerísk kappakstursmynd í litum og Panavision. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. HAFNARBÍÓ Leyniför til Hong-Kong Spennandi og viöburðarik, ný, Cinemascope litmynd með: Stewart Granger Rossana Schiaffino íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Beizkur ávöxtur (The Pumkin Eater) Frábær amerísk verölauna- mynd, byggö á metsölubók P. Mortimer, með Cannes-verö- launahafanum Anne Bancroft í aöalhlutverki, ásamt Peter Finch og James Mason. í slenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. LAUGARÁSBÍÓ Ævintýramaðurinn Eddie Chapman (Triple Cross) íslenzkur tezti. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuö bömum innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓ Dæmdur saklaus íslenzkur texti. Ný, amerisk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. ELLI ÞÚ ERT EKKI ÞUNG... Þess verður ekki langt að biða að starfsævin lengist upp i 100 ár r1 amalt máltæki segir, að margt sé lífið, þótt lifaö sé. Þetta er hverju oröi sannara. Þvi fer fjarri að árafjöldinn sé réttur eöa einhlítur mælikvaröi á aldur manna — að minnsta kosti ekki þegar kemur yfir fimmtugt. Segja má aö maður, sem er sextugur að árum, geti verið fimmtugur að líkamlegu og andlegu þreki — ef 1 ann ber aldurinn vel, eins og það er kallaö. En það getur líka átt sér staö, að hann sé eldri en árin segja til, haldi ekki þreki nema til móts viö sjötugan, jafnvel þótt ekki sé beinlínis sjúkdómum um að kenna. Það er og til að menn haldi andleg- um hæfileikum lítið skertum þótt líkaminn sé mjög aftur far iö sökum ellihrörnunar .Og enn er það til — en talið sjaldgæf- ara þó aö líkamsþrekið endist manninum mun betur en and- legt þrek, þegar ellin-færist yf- -ir, Og þannig getur þáð átt'sér staö, að mannesfeja, sern ér orð- in háöldruð aö árum, deyi í rauninni á „bezta aldri“, og þá venjulega fyrir aldur fram vegna slysa eöa sjúkdóma, og mann- eskja, sem er mun yngri aö ár- um, sé f rauninni dauð, bæöi sjálfri sér og öörum, þótt hún sé enn í hópi lifenda. Heilinn ræöur miklu um þetta, og allt þaö, sem gerist f heilabúi manna. Dr. Francis J. Braceland, forstöðumaður líf- fræðistofnunarinnar i Hartford, Connecticut telur, aö tilfinninga lífið hafi enn meiri áhrif á lík amlega heilbrigði manna, t. d. endingu hjarta og æöakerfis, heldur en „nn sé almennt vitaö og viöurkennt. Óttinn við ell- ina geti til dæmis beinlínis flýtt fyrir ellihrömuninni. Við aldursbundná fækkun heilafrumanna dregur að vísu nokkuð úr starfsemi heilans. Það þarf þó engan veginn að hafa þau áhrif, að minni við- komanda bili, eða að honum sé þar fyrir ekki handbær öll reynsla, og öll þekking ,sem hann hefur öðlazt, enda þótt honum kynni að verða torveld- ara aö bæta þar við beinum námsatriöum svo nokkru nemi. Samt sem áöur halda margir sköpunargáfu sinni til hárrar elli. Orsakir hinnar svonefndu elli kölkunar eru undantekningarlít ið iíkamsfræðilegar — minnk- andi blóðstrevmi til heilans, sem orsakast fyrir sjúkdóm, æða- hörönun, og virðist ekkert því til fyrirstööu, að læknum takist að finna ráð við henni áður en langt um líður. Seinkun ellinnar byggist þó fyrst og fremst á því, að viö- komandi og aðrir geri sér grein fyrir því, að enda þótt ekki verði hjá henni komizt, þá megi tefja mjög fyrir henni og gera hana léttbærari. Enda þótt ellin hefjist í raun réttri strax við fæðingu, má full yrða að meðal ævi þeirra barna, sem fæðast 1 dag, verði aö minnsta kosti tiu árum lengri en manna, sem nú eru komnir á þroskaár. Það, sem meira er — dr. Edward Bortz, forseti bandaríska læknasambandsins, segir að þess verði ekki lengt að bíða að meðal starfsævi manna veröi 100 ár. Margir visinda- menn halda því fram, aö læknar ráöi þegar yfir þekkingu og ráö um til verulegrar lengingar starfsævinnar. Æðakölkun hefur t. d. til skamms tíma verið talin eðli- leg aldurshrömun. Nú er vitaö, að þar er um efnaskiptasjúk- dóma að ræða, sem læknar geta komið í veg fyrir að miklu leyti, eöa haldiö i skefjum. „Hjólið og hald- ið ykkur ung- um,“ segir frægur banda- rískur hjartasér- fræðingur, dr. Paul D. White — sem meðal annars hefur flutt þann boðskap sinn hér á landi. Erfðir ráða vafalítiö einhverju um það hvernig menn eldast. Umhverfið ef til vill meiru. Eins og tilraunir hafa sýnt, að rottur, sem búa við þröngan kost, eldast seinna, hefur sann- azt, aö þær eldast seinna, sem lifa í kulda en hinar, sem lifa við „nægan“ hita. Stöðugt sól- skin virðist og stytta ævi frum- anna. Þannig er það margt, i nú- tíma þjóöfélagi, sem flýtt getur fyrir ellihrömun, nema veriö sé á verði. Mestu varðar þó afstaöa við komandi sjálfs. Að hann „viður- kenni“ ekki að það sé óhjá- kvæmilegt að láta sigrast af ell- inni, þótt árin færist yfir. Haldi áfram störfum, þótt hann slaki ef til vi-Il eitthvað á, hafi sín áhugamál, gæti þess aö hafa nóga hreyfingu, dæmi sjálfan sig hvergi úr leik. Og svo er það þjóðfélagið, og afstaða þess. Eins og er, þarf mikla breytingu á afstööu þess. Vanhugsaöar reglugeröir dæma menn úr leik samkv. aldurstak- marki, sem lítiö mark er takandi á, það fleygir frá sér þjálfuðum starfskröftum sem gætu unnið því mun lengur. Og eftir því, sem læknisfræðinni fleygir fram, stöðugt fleiri sjúkdómar eru gerðir áhrifalausir, og öör- um meinum haldið í skefjum, lengist mannsævin að sama skapi, ekki aöeins að árum held ur og starfshæfni. HÁSKÓlABÍÓ Fréttasnatinn (Press for time) • Sprenghlægileg gamanmynd i litum fra Tank Vinsælasti gam anleikari Breta Norman Wis- dom leikur aðalhlutverkið og hann satndi einnig kvikmynda- handritið ásamt Eddie ueslie. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Monsieur Verdoux Hin heimsfræga kvikmynd Chaplins. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5 og 7. NYJA BIO Elsku Jón íslenzkur texti. Stórbrotin og djörf sænsk ást ariíf-mynd. Jar) Kulle C..ristina ScoIIin. Bönnuð yngri en 16 ára. Endursýnd kl. 5 og 9. Síðustu sýningar. GAMLA BÍÓ -1». L'" Mannrán á Nóbelshátið (The Price) með Pa- Newman. Endursýnd kl. 9 íslenzkur tezti Hugsanalesarinn SVnd kl. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.