Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. 9 * □ Hásumar er aö líða hjá, en á stórum hluta lands- ins, þar sem hafís og vorkuld- ar hafa dregið úr gróðrinum, er ástandið enn heldur ömur- legt. Þegar ferðazt er um þessar sveitir er úthagi enn vart hæfur til beitar og þó komið sé vel fram yfir siáttu- byrjun sést þar engin hreyf- ing til sláttar eða heyskapar. 'P’ólkiÖ á bæjunum bíður að- 1 gerðalaust en í von um að tíðin batni. Óvíða eru líkur til að nokkur heyskapur geti haf- izt fyrr en í ágúst-mánuði ■ og jafnvel þá veröa þetta litið meira en gisnir toppar sem verða slegnir, menn tala um að heyskapurinn verði aðeins tíundi hluti af því sem eðlilegt væri í venjulegu árferöi. Fyrir feröamanninn sem fer um þess- ar sveitir er þetta ástand nær óskiljanlegt. Það er að nálgast ágúst og útlitiö er eins og væri í maí, brúnn litur gróðurleysis er yfir öllu landinu og heima Gunnar Sigurðsson, bóndi að Árholti. — rætt við bónda á Tjörnesi um ömurlegt sprettuóstand við bæi er hvergi hreyfingu aö sjá. Fyrir heimafólk er óvissan verst. Menn gera sér ekki til fulls grein fyrir því hvernig af- koma getur orðið, þegar stoð- unum hefur verið kippt undan öllum lífsbjargarmöguleikum. Þó menn segi að mikið sé undir því komið, hvernig haustið verður, vita menn að það getur aldrei breytt neinu verulegu. Grasbresturinn er oröinn stað- reynd, ekki aöeins á verstu kalsvæðunum, heldur á miklu stærra svæði. ★ Fréttamaður Vísis var i síð- ustu viku staddur norður í Þingeyjarsýslu og fór þá í snögga ferð út á Tjörnes, en þar er ástandið nú talið einna verst í suðursýslunni, en á hinn bóg- inn er ástandið miklu verra í noröursýslunni. Heimsókn á einn bæ í Tjömesi sem var val- inn af handahófi gefur þó nokkra hugmynd um, hvernig ástandið er jafnvel í sveitum, þar sem túnin eru þó ekki ger- kalin. Jafnvel þar er ástandið æði Ijótt, svo að bændurnir vita tapast hvernig þeir eiga að snúa sér við grasbrestinum. Bærinn sem fréttamaðurinn valdi stendur yzt á Tjörnesi, það er nýbýli í iandi Mánár og kallast Árholt. Þaö hefði verið skemmtilegt í venjulegu árferði að ganga spölinn frá veginum heim að bænum, því að þaö sem ber fyrir augu vitnar um svo mikinn stórhug og dugnað. Hér hefur augsýnilega verið unnið ósleitilega að nýræktinni, hver skákin eftir aðra brotin og tekin í rækt, þangað til kom- ið er að þvi er viröist við fljóta yfirsýn um 15 hektara tún. Mestur hluti túnsins hefur upp- haflega verið þurrir móar, en síðast hafa verið teknar skákir til framræslu. Þannig hefur bóndlnn á fáum árum sléttað nær allt ræktanlegt land, 'sem fyrir hendi er, komið sér upp t snyrtilegu ibúöarhúsi og fjár- ; húsi, en fjósið er enn óvandað- 1 ur skúr, enda eru kýrnar aðeins [ tvær auk kálfa og kvíga. Þaö þarf ekki að óttast það á heimleiðinni yfir túnið að maður bæli óslægjuna, því grös- in í því eru bæði svó gisin og snöggsprottin, að það gefur varla hugmynd um túnrækt. Bóndinn er heimaviö og tek- ur viðmótsþýður á móti komu- manni. Ég hef orð á því viö hann, aö ræktunin sýni, aö hann hafi veriö nokkuö stór- huga. — Já, stórhuga, það getur verið, segir hann. Nú hefði bú- skapurinn átt að vera kominn í það horf, að maður gæti unað við sitt og horft öruggur móti framtíðinni, en þaö er eins og allt manns verk í mörg ár sé ónýtt. Það er sama hvað maður hefur bætt mörgum nýræktar- skikum við, í ár verður heyfeng- urinn minni en nokkru siríni áð- ur. Hann heitir Gunnar Sigurðs- son og er rúmlega fertugur maöur. Hann kveöst vera frá Húsavík, en hafi veriö i sveit á sumrum á Máná og fest yndi á staðnum, og þvi hefði hann setzt hér að og stofnað þetta ný- býli. Það var fyrir niu árum sem hann hóf hér búskap. — Þaö var erfitt að byrja hér með tvær hendur tómar, en maöur var bjartsýnn og þóttist örugg- ur um ávöxt sinnar iðju. Hér hafði aldrei orðiö kal í túnum að neinu ráði, en svo lentum viö í því I fyrsta skipti í fyrra- sumar. — Það er nauðsynlegt fyrir mig, ef jörðin á að bera arð að reyna að stækka bú- stofninn og til þess er ræktunin líka gerð. En við gátum ekki stækkað hann í fyrra. Aö vísu væri hægt að bera slíkt eitt og eitt ár, en nú fer þetta aö verða æöi alvarlegt, þegar ekkert get- ur haggazt til aukningar tvö ár í röð. Maöur er alveg varnarlaus gegn þessu og skilur ekkert í hvaö á aö gera. Engin úrræöi eru á að leita annarrar sjálfs- bjargar, og þó hefur maður í aðgeröarleysinu farið á sjó til að fiska í soðið og við höfum dálítiö notað tímann meðan ekkert hefur annars verið að gera til að saga rekavið og fleyga úr honum girðingar- staura. Gunnar fer meö mig á bala fyrir ofan bæinn. Túnið liggur í halla ofan frá lágum fellum. Hér bendir hann mér á kalrás- ina í miöju túninu. Hérna er þaö verst, hér eru skellurnar stærstar, líkt og sviöin jörð. — Hér var allt í svelli síðastliöinn vetur og það hefur farið verst með túniö. Orsökin var leys- ingarnar um miðjan vetur, sem ollu eins og menn muna stór- flóöum víða um land, en síðan snöggfraus það allt. Glæran varð um fet á þykkt og lagðist eins og klakabrynja yfir landiö. Svo þegar fór að vora þiönaöi litillega á daginn þegar sólar naut • við, en fraus á hverri nóttu. Þetta óvenjulega ástand, þessi óskaplegu svellalög eiga sök á kalinu, þannig hafa ræt- urnar kramizt og slitnað. ★ Ég spyr hann um, hvort hann hafi ekki notað óheppilegar gras tegundir og hann tekur undir að það geti veriö, gengur með mér yfir túnið, þar sem minna ber á kalskemmdum. Hann hafði mest sáð háliðagrasi, sem hafði gefið góða uppskeru, þangað til kalið hleypur í þaö og það stendur sig ekki og nú má sjá árangurinn. Þó svæðin séu ekki gjörkalin standa stráin nú svo gisin, að það er sýnilegt að upp- skeran verður sama og engin. Túnið er allt í smátoppum þvf meginið af plöntunum er dautt. En in: á milli eru ofurlitlar nál- ar af varpasveifgrasi að koma í ljós, það eru einærar jurtir, sem sá sér sjálfar, þær veröa aðaluppskeran, og svo arfinn. t — Ég fór austur í Axarfjörö um daginn, segir Gunnar, — og þó það sé siður bóndans aö berja sér, verð ég að viöurkenna, að það var ennþá lakara þar, þvi að þar voru heilu túnskákirnar dauðkalnar. Ég skil ekki, hvað þeir geta gert, nógu slæmt er það hjá okkur. ★ — Hvað segirðu um áburð- arnotkun. Hafið þið ekki eyði- lágt túnin með einhliða notkun &' Kjarna? — Það er stundum verið að tala um þetta, en það er tómur misskilningur, enginn bóndi myndi láta sér detta í hug að nota eintóman Kjarna. Við not- um aö sjálfsögðu bæöi fosfór og kalí og blöndum því sjálfir saman við Kjarnann. Og ég vil benda á það, að ég hef notað húsdýraáburð á hluta af túninu og hann, er engu betur farinn en aörir hlutar þess. Hitt getur verið, að það vanti kalk eins og stundum er veriö að tala um, ég veit það ekki með vissu. Það er verið að gera jarövegs- athuganir 1 sýslunni, en rööin er ekki komin að okkur á Tjör- nesinu. Ég vona, að það verði gert bráðlega. — Hvað segirðu um þær hug- myndir, sem fram hafa komiö, aö Sunnlendingar og íbúar ann- arra héraða, sem ekki hafa orðið fyrir kali, séu hvattir til aö koma til hjálpar með því aö bara á hvem nytjanlegan blett? Heldurðu að slíkt komi að nokkru gagni með þeim flutn- ingskostnaöi, sem er á heyi? — Já, ég held að það sé það eina, sem getur gagnað. Það er tvímælalaust bezta hjálpin fyrir fólkið á kalsvæðinu, að gefa því kost á að fá sem allra mest aðflutt hey, svo það þurfi ekki að skera niður bústofn sinn í algerum fóðurskorti. Að lokum spurði ég Gunnar: — Jæja, hvenær heldurðu svo aö sláttur geti hafizt hjá þér? Ég er að vona, að ég geti sleg- ið þriggja hektara skák í tún- inu, sem er einna bezt, núna í ágústbyrjun, en eftir það, — ég veit varla hvort þaö er hægt að kalla það heyskap, þá verð ég að slá þessa toppa, aö minnsta kosti svo þeir vaxi ekki úr sér, en það gefur lítinn eöa engan heyfeng. Ég fæ ekki séð, aö heyskapurinn verði meira en þessi litla skák. Að vísu sáöi ég höfrum hérna í eina skák- ina, ætlaöi að hafa þaö til að heröa á sláturlömbum, en nú er það vonlaust, ég verð að heyja það til grænfóðurs. Þaö er hart aðgöngu hvaö heyskap- urinn veröur lítill, einmitt þeg- ar börfin er svo brýn að fjölga bústofninum til að skapa bú- skapnum fjárhagslegan grund- völl. Þorsteinn Thorarensen. HEYSKAPURINN GISNIR TOPPAR lESENDURl HAFAODfllfl: ÞAÐ ERU LESENDUR, sem hafa orðið í þessum þætti okk ar, sem birtist eins oft og efni gefst til. Margir skrifa okkur stutt og góð bréf, en listii viö aö segja frá er að vera stuttorður og gagnorður eins og forfeður vorir, þegar þeir rituðu Islendingasögurn- ar. Bréf til okkar eiga að send ast í eftirfarandl heimilis- fang: Dagblaðið Vísis, „Les- endur hafa orðið“, Laugavegi 178, Reykjavík. Tímasóun og tannburstun Hefur „tímabundinn". sem skrifaöi f „Lesendur hafa orðið“, þann 19., hugsað um hve margar klukkustundir hann gæti sparað, ef hann burstaöi aldrei f sér tennurnar alla ævina, eða hversu mörgum mönnum rauð umferðarljós forða frá bráð um bana. Ætli það sé ekki heppilegra fyrir þjóöina að láta „tímabundna" eyða 12 klukku- stundum í að bíöa eftir grænu ljósi, en fórna mannslífum á umferðaraltarið, einstaklingum, sem unnið gætu mörg hundruð klukkustundir á ári. Lögregluþjónn. Seinlát símaþjónusta flugfélaganna Farþegi sem ætlaöi fljúgandi til Akureyrar hefur m.a. þetta að segja um viðskipi sín sfm- Ieiöis við Flugfélag Islands: — .....þegar loksins er hægt að ná í skiptiborðið hjá flugfélag inu, þá virðist útilokaö að ná sambandi við afgreiðslu innan- landsflugs, þótt gull sé í boði. Ég hef að vísu ekki reynslu af Loftleiðum í þessu efni á móts við Flugfélag íslands, en virðist áð þar séu svipuð vanda- mál. Spurningin er: „Tapa flug- félögin ekki á þessari lélegu þjónustu t.d. með tilliti til milli landaflugs, því að þar keppa 4 aðilar um farþegana... ?“ Gömlu togarana á síld Hvers vegna eru gömlu tog- ararokkarnir ekki gerðir upp og sendir á síld spyr S.S í bréfi til þáttarins, og heldur áfram, „ .. . annað hvort gætum við notað þá sem birgðaskip eða þá til aö veiða þetta silfur hafsins. Að selja þá úr landi sem brotajárn fyrir lítið sem ekkert nær engri átt. Nýju síldarskipin, sem þykja þó oröin of lítil kosta tug milljónir króna. Er svo dýrt að gera togarana upp? Ekki trúi ég því fyrr en að fullreyndu. Skipa smíðastöövarnar bíða eftir verk- efnum. Breytingarnar væru hentug verkefni. í gjaldevris- kreppunni ætti að vera hægt að spara mikinn gjaldeyri með þessu rnóti." ískur strætisvagn- anna óþolandi Margir hafa orðið til að benda Vísi á ískriö sem fer í gegnum merg og bein borgaranna. Njáll Gunnarsson skrifar þættinum um þetta efni: „Ég vildi leyfa mér að vekja athygli forráða- manna SVR á þeim óhljóðum, sem fylgja hemlun vagnanna. — Þetta ískur úr nýjum vögnum er hreint og beint óþolandi og raskar það svefnfriði borgaranna víða. Við borgararnir, sem ó- beint höldum uypi rekstri þessa fyrirtækis, bæöi með skatt- greiðslum og sem viðskiptavinir þess, eigum heimtingu á, að hemlakerfi vagnanna sé stillt eða lagað hið snarasta, en við- gerðir ekki látnar danka.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.