Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 19

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 19
Marta Hildur Richter og Pálína Magnúsdóttir Samstarf almenningsbókasafna Lestrarfélögin voru forverar almenningsbókasafna eins og þau eru í dag. Þau voru stofnuð af stórhug þess fólks sem þyrsti í bækur til fróðleiks og skemmtunar. Saga þeir- ra er merkileg og hluti af sögu þjóðarinnar, en verður ekki rakin hér. En tímarnir eru breyttir. Samgöngur og tækni hafa gjör- breyst og auk þess þarfir og kröfur nútímasamfélags til al- menningsbókasafna. Því er tímabært að endurskoða og stokka upp núverandi heildarskipulag sem er verra en ekk- ert. Lögin um almenningsbókasöfn frá 1976 og Reglugerð- in frá 1978 eru löngu orðin úrelt og standa í raun í vegi fyr- ir eðlilegri framþróun. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að endurskoða lögin. Samstaða um drög að lögum áðist loks 1991. Stuttu síðar urðu stjórnarskipti og náðust drögin aldrei „undan stól“ nýs menntamálaráðherra. Nú er að sjá hvað gerist hjá enn nýjum ráðherra. I landinu eru u.þ.b. 170 sveitarfélög og álíka mörg al- menningsbókasöfn. Flest eru söfnin lítil, sum vart nema nafnið eitt og önnur teljast fremur safn bóka með einhverja útlánastarfsemi en bókasöfn eins og við viljum skilgreina bókasöfn í dag. I 9. grein reglugerðarinnar frá 1978 er hlutverk mið- safna skilgreint í 6 liðum. Meiri hluti þessara miðsafna, sem eru 44 talsins skv. þessari skilgreiningu, standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Astœðurnar eru augljósar: Of lítið eða óhentugt húsnæði, stuttur opnunartími, peningaskortur, engin tæknivæðing, lítill eða enginn tækja- kostur, jafnvel engin spjaldskrá, lítill safnkostur, skortur á faglærðu starfsfólki og síðast en ekki síst oft skilningsleysi og áhugaleysi ráðamanna á málinu. I stærri sveitarfélögum með 4000 íbúa eða fleiri eru þó víða rekin myndarleg almenningsbókasöfn með fjölþætta þjónustu. I lögunum um almenningsbókasöfn segir: „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbóka- safna Hlutverk almenningsbókasafna í nútímasamfélagi er ekki svo lítið, meðal margs annars að jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu. Að sjálfsögðu eru fjárráð minni sveitarfélaga slík að ekki er hægt að gera kröfur til fullkominna almenningsbóka- safna í hverju sveitarfélagi. En þá þyrfti að koma til sam- vinna sveitarfélaganna um endurskipulag og sameiginlega uppbyggingu bókasafnaþjónustu á ákveðnum svæðum og heildarskipulag bókasafnamála landsins. Núverandi samvinna Forstöðumenn almenningsbókasafna í landinu hafa reynt að standa saman og vinna sameiginlega að ýmsum verkefnum. Þessi samvinna byggir á forstöðumannafundum sem haldnir eru tvisvar á ári. Þetta eru eins konar grasrótarsam- Bókavalsfundur. Bókasafnið 20. árg. 1996 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.