Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 37

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 37
Almenningsbókasöfn tryggi almenningi aðgang að töivubúnaði og upplýsingum á tölvutæku formi.að Menningarnetinu og öðrum upp- lýsingum á Internetinu, auk margmiðlunarefnis. Nefnd um tengingu íslenskra bókasafna í stafrænt upp- lýsinganet starfaði einnig á vegum ráðuneytisins á síðasta ári og skilaði skýrslu til ráðherra í janúar 1996 þar sem gerðar voru tillögur um hlutverk almenningsbókasafna í nútímaþjóðfélagi. I ritinu I krafti upplýsinga er tekið undir markmið nefndarinnar um hlutverk bókasafna. Þessi nefnd gerði einnig tillögur að nýjum lögum um almenningsbóka- söfn. Almenningsbókaverðir eru mjög bjartsýnir á að ný lög verði sett á árinu 1996. Lokaorð Eins og fram kom fýrr í þessari grein hafa útlán aukist um 75% á síðustu fjórum árum á Bókasafni Reykjanesbæj- ar og lánþegum fjölgað um rúm 130% á. Megnið af útlán- unum eru bókmenntir til afþreyingarlesturs. Stundum hef- ur maður óneitanlega áhyggjur af einhliða bókavali lán- þega, en margir lesa sig frá þessum bókum og bók- menntasmekkur breytist með árunum. A sama tíma og fólk um allan heim hefur áhyggjur af ólæsi kætast íslenskir almenningsbókaverðir yfir hækkandi útlánatölum. Þeir hljóta að leggja sig fram við að bjóða upp á það sem fólk vill lesa í þeirri von, að heimur bókarinnar lifi áfram og komandi kynslóðir eigi einnig eftir að eiga góðar stundir með bók í hönd. Höfundur er bókasafnsfrœðingur og bœjarbókavörður í Bóka- safni Reykjanesbœjar. SUMMARY Book Selection and Purchasing Policy in a Public Library Book selection and book purchasing policy in Reykjanes Municipal Library (Bókasafn Reykjanesbæjar) is discussed. The library serves a community with 10.500 inhabitants and serves also as a central library for further 1.836 inhabitants. Refers to the Public Library Legislation, No. 50/1976, where a.o. the role of public libraries is laid down. Cites also the Regulation for Public Libraries, No 138/1978, where a.o. the role of cen- tral libraries is stated. Lists the minimum pecuniary contribution provid- ed by local authorities, which is index-linked and laid down on per capi- ta basis in the library legislation and which is revised every year by the Statistical Bureau of Iceland (Hagstofa íslands). Informs that the budget for Reykjanes Municipal Library is almost 100% higher than administer- ed in the legislation, and 12,7% of the budget go trhough purchasing of books and periodicals. The library moved recently to new housing, where the operating cost is much higher than before. The last four years there has been an increase of 75% in the library’s circulation and 130% incre- ase in the amount of borrowers, but no increase in the budget, which calls for more resolute purchasing policy and more exact defmition of the role of the library. States that this tendency applies for most bigger public libr- aries in Iceland. Describes the purchasing policy in the Reykjanes Mun- icipal Library. Traces the main development in the library world in Iceland for the last two decades, e.g. the foundation of school libraries in most schools and special libraries in many institutions. Discusses the need for a defmition as to whom the public libraries should serve. Deals with new technologies in public libraries, like multimedia and the information highway and their impact on the library services. Concludes by stating that public librarians in Iceland now generally enjoy increasing lending figures and by stressing that nevertheless a new Public Library Legislation is due long ago. HEIMILDIR: í krafti upplýsinga : tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menn- ingu og upplýsingatœkni 1996-1999. 1996. Reykjavík : Menntamála- ráðuneytið. Lancaster, F. W. 1993. If you want to evaluate your library. 2nd ed. Champaign, IL : University of Illinois. Lágmarksframlög sveitarfélaga til almenningsbókasafna skv. lögum nr. 50/1978. 1995. Reykjavík : Hagstofa íslands. Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976. Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978. Skýrsla og tillögur um tengingu íslenskra bókasafna í stafrœnt upplýsinganet. 1996. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. Stefhumörkun í bókasafna- ogupplýsingamálum tilaldamóta. 1991. Reykja- vík : Menntamálaráðuneytið. Vinnureglur þessar byggja óneitan- lega á kenningum Ranganathans frá 1931 um þjónustu bókasafna (Five Laws of Library Service) sem enn eru í fullu gildi. Þær eru eftirtaldar: 1. Bækur eru til að nota þær. 2. Bók fyrir sérhvern lesanda. 3. Lesanda fyrir sérhverja bók. 4. Spara tíma lesandans. 5. Bókasöfn eru lifandi stofnanir. Ný lög um almenningsbókasöfn Eins og sjá má af því sem þegar hef- ur komið fram hér að framan er löngu tímabært að endurskoða lög um al- menningsbókasöfn og móta framtíð- arstefnu bókasafna í upplýsingasamfé- lagi þar sem hraði og tækni ráða ríkj- um. Síðast var gerð tilraun til þessa árið 1990. Þá var búið að vinna frum- varp til laga sem leggja átti íyrir Al- þingi 1990-91 en það var aldrei lagt fram. Á sama tíma var lögð vinna í mótun stefnu í málefnum bókasafna af nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins. Tillögur nefndarinnar Stefnu- mörkun í bókasafna- og upplýsingamálum til aldamóta döguðu uppi í ráðuneytinu. í byrjun þessa árs sendi menntamálaráðuneytið frá sér I krafti upplýsinga: tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatakni 1996-1999. Þar er gert ráð íyrir því að almenningsbókasöfn gegni mikilvægu hlutverki í upplýsingasamfélagi og hafi eftirfarandi að markmiði: Bókasafiiið 20. árg. 1996 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.