Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 55

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 55
Mynd 1 15 almenningsbókasöfn 6 samsteypusöfn (almennings- og grunnskólabókasöfn) 9 grunnskólasöfn 1 samsteypusafn (framhaldsskóla- og háskólabókasafn) 13 framhaldsskólasöfn 1 samsteypusafn (almennings-, framhaldsskóla-, háskóla- og rannsóknarbókasafn 3 bókasöfn skóla á háskólastigi 3 samsteypusöfn (háskóla- og rannsóknarbókasöfn) 13 rannsóknar- og sérfræðibókasöfn 3 þjónustumiðstöðvar 1 þjóðbókasafn 1 nótnasafn hljómsveitar lands og Háskóla- bókasafn undirrit- uðu samninga um Gegni (Libertas) árið 1990 og tóku hann í notkun 1991 (Skýrsla 1996, s. [20]). Forstöðumenn minni bókasafna um allt land, sem beðið höfðu átek- ta, í þeirri von að geta notið góðs af því að taka þátt í samstarfi um tölvuvæð- ingu, á landsvísu, með samnýtingu á skráningarvinnu og safnkosti, urðu að leita annarra leiða við að taka tölvutækn- ina í notkun, þegar í ljós kom að Fengur var of dýr (Tölvu- væðing, 1993, s. 17) og fyrir lá að notkun á Gegni sem bókasafnskerfi yrði, í byrjun, takmörkuð við fá bókasöfn til reynslu. Auk stóru kerfanna Fengs (Dobis/Libis) og Gegnis (Libertas), sem bæði hýsa samskrár bókasafna, eru önnur helstu bókasafnstölvukerfi sem notuð eru hér á landi nors- ka kerfið Mikromarc, íslensku kerfin Metrabók, Bókver og Bókarkorn og ástralska kerfið Embla (OASIS). Til er bæði stór gerð og lítil gerð af Emblu. (Tölvuvæðing, 1993, s. 17- 33). II Þróun tölvunotkunar í bókasöfnum á Islandi Könnun á tölvuvœðingu íslenskra bókasafna fram til 1994 Fróðlegt þótti að athuga nánar hvernig þróunin varð, eftir að horfið var frá áformum um starfsemi Gagnabrunns bókasafna og hvernig líklegt er að hún verði í framtíðinni, og var því ákveðið að gera á því könnun árið 1994. Megin- markmið hennar voru: • Að afla upplýsinga um stefnumörkun við tölvuvæð- ingu bókasafna, eftir að horfið var frá samvinnu við tölvuvæðingu allra bókasafna landsins með stofnun Gagnabrunns bókasafna. • Að kanna að hvaða marki markmiðum bókasafna við tölvuvæðingu hafa náðst. • Að kanna hvaða áhrif tölvuvæðingin hefur haft á viðhorf til samnýtingar á skráningarvinnu og safn- kosti m.a. með millisafnalánum og á viðhorf til samvinnu um uppbyggingu safnkosts. • Að kanna hvaða áhrif tölvuvæðingin gæti haft í framtíðinni á samnýtingu skráningarvinnu, sam- nýtingu á safnkosti með millisafnalánum og sam- vinnu um uppbyggingu safnkosts. • Að kanna hvaða aðilar ættu að dómi svarenda að hafa forgang um samvinnuverkefni á þessum svið- um og hvaða aðilar ættu að þeirra dómi að bera kostnað af slíkri samvinnu. Ennfremur var spurt um framtíðarsýn íslenskra bóka- safna. Framkvtzmd könnunar Könnunin náði til allra bókasafna sem notuðu tölvu- kerfi, sérhönnuð íyrir bókasöfn. Þá voru það kerfin Bókar- korn, Bókver, Embla, Fengur, Gegnir, Metrabók og Mikromarc. Upplýsinga var aflað með póstsendum spurn- ingaeyðublöðum, sem send voru öllum aðilum sem keypt höfðu fyrrnefnd kerfi samkvæmt upplýsingum frá söluaðil- um þeirra. Notaðar voru lokaðar spurningar fyrir flest at- riði. Opnar spurningar voru notaðar þegar spurt var um hvaða aðilar ættu að hafa forgöngu um samvinnu á sviði skráningar, millisafnalána og uppbyggingar safnkosts, hvaða aðilar ættu að bera þann kostnað sem slík samvinna hefur í för með sér og þegar spurt var um hvað hefði kom- ið á óvart við tölvuvæðinguna og hvernig svarendur teldu líklegt að samvinna á þessum sviðum þróaðist á næstu tíu árum hér á landi. Aður en könnunin var gerð var spurningalistinn yfirfar- inn af aðferðafræðingi og 9 bókasafnsfræðingum á öllum tegundum bókasafna, meðal þeirra voru helstu bókasöfn landsins. Spurningalistanum var breytt til samræmis við at- hugasemdir þeirra. Kann höfundur þeim bestu þakkir fyr- ir aðstoðina. Könnunargögn voru send til 90 aðila snemma árs 1994. Svör bárust frá 79 (88%) aðilum, þar af nota 6 alls ekki þau töluvkerfi sem þeir höfðu keypt og á einum stað er tölvu- kerfið notað til annarra þarfa. Nýtileg svör voru 72, en það er 87% svörun, miðað við að raunhæf 100% svörun hefði verið 83 svör. Óhætt er að fullyrða að öll helstu bókasöfn landsins, að einu undanskildu, hafi tekið þátt í könnun- inni. í prósentuútreikningum í eftirfarandi umfjöllun er miðað við hlutfall af þeim 72 bókasöfnum sem tóku þátt f könnuninni, án tillits til hve margir svara hverri einstakri spurningu. Fjöldi þeirra sem ekki svara tiltekinni spurn- ingu er tilgreindur hverju sinni. Mynd 1 sýnir tegundir bókasafna sem þátt tóku. Rétt er að hafa í huga við mat á niðurstöðum að margir svarendur starfa á litlum bókasöfnum, þar sem tekin voru í notkun tölvukerfi sem sum gáfu litla eða jafnvel enga möguleika á samnýtingu. Þar breyttust að vísu tiltekin vinnuferli, en skrefið var ekki stigið inn í upplýsingaöldina heldur aðeins í áttina að henni. Því þar breytti tölvuvæð- ingin litlu sem engu um samnýtingu á skráningarvinnu og safnkosti eða um samvinnu við uppbyggingu safnkosts. Helstu niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að tölvuvæð- ing bókasafna hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en eftir að horfið var frá áformum um stofnun Gagnabrunns bóka- safna. En um sama leyti jókst framboð á bókasafnstölvu- kerfum fyrir minni tölvur, hér á landi, sem að sjálfsögðu hafði einnig áhrif. Bókasafhið 20. árg. 1996 55

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.