Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 74

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 74
Stefanía Júlíusdóttir Áhrif heildaryfirlits (Conspectus) og rafrænna upplýsinga á uppbyggingu safnkosts Niðurstöður könnunar d bókasöfhum, tengdum LIBIS-netinu Grein þessi er í 5 meginhlutum: I: Inngangi þar sem rann- sókninni er lýst í stórum dráttum; II: Notagildi heildaryfirlits (Conspectus) við uppbyggingu safnkosts; III: Áhrifum rafrænna upplýsinga á uppbyggingu safnkosts; IV: Uppbyggingu safnkosts í framtíðinni; V: Niðurstöðum. I Inngangur Hér er greint frá niðurstöðum þess hluta rannsóknar á upp- byggingu safnkosts í LIBIS-Net bókasöfnunum, sem tekur til hugsanlegra áhrifa heildaryfirlits (Conspectus) á uppbyggingu safnkosts og þeirra áhrifa sem gert er ráð fyrir að rafrænar upplýs- ingar hafi í framtíðinni á uppbyggingu safnkosts í bókasöfnum. Rannsóknin var gerð vorið 1994. Niðurstöður, þess hluta rann- sóknarinnar, sem fjallar um hvaða áhrif kjöraðstaða fyrir sam- vinnu bókasafna um sameiginlega uppbyggingu safnkosts hefur á þann þátt bókasafnsstarfsemi, þar sem enginn samstarfssamning- ur er milli bókasafna um slíkt og engar reglur til að fara eftir við samstarfið, er birt í Bókasafninu, 19. árgangi 1995. (Stefanía, 1995) Markmið Markmið þessa hluta könnunarinnar var þríþætt: í fyrs- ta lagi að kanna hugsanleg áhrif heildaryfirlits (Conspect- us) á uppbyggingu safnkosts, í öðru lagi að kanna áhrif að- gangs að rafrænum upplýsingum á uppbyggingu safnkosts og í þriðja lagi að kanna hvernig bókasafnsfólk sér fyrir sér framtíðina með hliðsjón af þeirri öru tækniþróun sem nú á sér stað. Tilgáta Tilgátan var sú að tækninýjungar og nýting þeirra á bókasöfnum, svo sem við heildaryfirlit og aukinn aðgang að rafrænum upplýsingum, væru þá þegar farnar að hafa áhrif og myndu hafa aukin áhrif á uppbyggingu safnkosts í framtíðinni. Rannsókn á bókasafnsnetinu LIBIS-Net Rannsókn þessi er gerð á bókasöfnum sem tengd eru bókasafnsnetinu LIBIS-Net, sem stofnað var 1977. Meðal ástæðna fyrir vali á því neti eru m.a. eftirtaldar ástæður: • Það er eitt stærsta bókasafnsnet í Evrópu og það stærsta í Belgíu (Borm, 1991, S. 26). Sameiginlegur safnkostur LIBIS-bókasafnanna er talinn nema um 12-15 miljónum eintaka (Regent, viðtal 1994). Enda þótt því fari fjarri að ailur sá safnkostur sé skráður í LIBIS-sam- skrána (LIBIS-Net Secretariat 1994, óbirtar upplýsingar) er mikill akkur í samnýtingu á skráningarvinnu og safnefni fyrir bókasöfnin og notendur þeirra. • LIBIS-bókasöfnin hafa ekki heildarsamning um sameiginlega upp- byggingu safnkosts (Regent, viðtal 1994). • LIBIS-bókasöfnin nota öll sama bókasafnskerfið, DOBIS/LIBIS bókasafnskerfið, sem auðveldar alla samvinnu bæði íyrir starfsfólk safnanna og notendur þeirra sem geta notað sömu leitartækni við efn- isleitir í öllum LIBIS-bókasöfnunum. • Hefð hefur skapast í Belgíu um óformlega samnýtingu á safnefni bóka- safna (Regent, Braeckman, DeSmedt, viðtöl 1994). Og samkomulag hefur náðst um að notendur geti farið sjálfir í það safn sem á nauðsyn- legt efni og fengið það lánað (State of the art ... c 1988, S. 102), en millisafnalán milli bókasafna í Belgíu fara einnig vaxandi (Peeters, við- tal 1994). • Tiltölulega stutt er á milli bókasafna innan Belgíu og samgöngukerfi gott. Samnýting á safnkosti bókasafna og samvinna um uppbyggingu hans, bæði við aðföng nýs efnis og varðveislu eldra efnis, er því kjörin. • LIBIS-netið hefur verið starfrækt síðan 1977, í nærri 17 ár (Borm, 1991, S. 26). Þar ættu að hafa skapast notkunarvenjur sem miða að sameiginlegri uppbyggingu safnkosts, ef tilgátan reynist sönn, enda þótt heildarsamningur hafi ekki verið gerður um slíkt milli LIBIS- bókasafnanna. Val á bókasöfnum í könnunina LIBIS-Net er notað í 16 stofnunum af þremur bóka- safnategundum (LIBIS-Net information sheets, January 1994), þar eru starfrækt 44 bókasöfn, þar sem sjálfstæðar ákvarðanir eru teknar um aðföng og varðveislu. í flestum stofnananna er aðeins ein aðfangaeining. í sumum þeirra, þar sem eru fleiri bókasöfn en eitt, eru sérstakar fjárveiting- ar fyrir hvert bókasafn og ákvarðanir um aðföng teknar sjálfstætt fyrir hvert þeirra. Þetta á t.d. við um Kaþólska há- skólann í Leuven þar sem eru 25 bókasöfn með sjálfstæð aðföng og Kaþólska háskólann í Louvain-La-Neuve þar sem eru 3 bókasöfn með sjálfstæð aðföng (LIBIS-Net Secretariat 1994, óbirtar upplýsingar). Ógerlegt þótti að taka dæmigert úrtak af þessum bókasöfnum, því var ákveð- ið að senda þeim öllum könnunargögn. Könnunargögn Upplýsinga var aflað með spurningalista, sem þróaður var í Leuven. Prufuspurningalisti var sendur til 5 bókavarða við Kaþólska háskólann í Leuven, honum var breytt tölu- vert vegna athugasemda þeirra. Auk þess veittu tveir bóka- safnsfræðingar við sama háskóla, þeir Alberic Regent kerf- isbókavörður og Jan Braeckman forstöðumaður Bókasafns félagsvísindadeildar K.U. Leuven ómetanlega aðstoð við þróun spurningalistans. A spurningalistanum eru 33 spurningar, sem skipt er í sex hluta eftir efni: • Almennar upplýsingar um þau bókasöfn sem þátt tóku í könnuninni • Áhrif notkunar LIBIS-netsins á uppbyggingu safnkosts • Álirif samskránna (CCB og Antilope) á uppbyggingu safnkosts • Samvinna um uppbyggingu safnkosts • Heildaryfirlit (Conspectus) • Áhrif beinlínuaðgangs að rafrænum upplýsingum, þar sem fá má það efni sem þörf er á samstundis yfir í eigin tölvu, á uppbyggingu safn- kosts. 74 Bókasafnið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.