Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 126

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 126
2Ó Skúli lijeraðslæknir Thorarensen tekið, hve Skúli hefði verið sorgbitinn þegar hann misti fóst- urson sinn og frænda (ef jeg man rjett), sem mig minnir að bæri nafn hans.1) Theodór Ólafsson, sem áður er nefndur, sagði mjer líka, sem dæmi upp á tilfinningarsemi Skúla, það sem hjer segir : það var á árunum laust fyrir 1870, að Theodór, ásamt fleir- um, kom að Móeiðarhvoli. Sóttu þeir þá svo illa að Skúla, að hann var nýkominn sunnan úr Landeyjum frá konu, er lá í barnsnauð og dó í höndunum á honum. Þegar þeir komu, var hann að rita umsóknarbijefið að losast við em- bættið, og sagði þeim að hann fyndi það að hann væri orð- inn ónýtur læknir, og hafði þá grátið eins og barn. Theódór sagði að sjer hefði þá runnið mjög til rifja angurlyndi Skúla, því það var óvanalegt. Enginn mun hafa í alvöru brugðið Skúla um hugleysi, enda mundi hann ekki hafa tekið það með þökkum, hvort sem hefði verið í gamni eða alvöru. Hann var eitt sinn í Hraungerði hjá sjera Sigurði Thorarensen mági sínum og frænda, og var þá norðanbylur og ætlaði Skúli að bíða betra veðurs; en glettur hölðu átt sjer stað milli sjera Sig- urðar og mága hans, eins og heyra má á kviðlingum. sem Bjarni amtmaður kvað til sjera Sigurðar, og voru alþektir á Suðurlandi á þeirri tíð. Þeir mintust eitthvað á veðrið Skúli og sjera Sigurður, sem segir þá í gamni. að það sje raunar fært veður fyrir duglega menn. f’á þurfti ekki meira, nema Skúli dreif sig á stað. hvernig sem sjera Sigurður bað hann að gjöra það ekki. Þegar Skúli kvaddi sjera Sigurð, óskaði hann klerki, að hann fengi það í fangið sem hann sjálfur fengi í r.......og fór svo. Nú verður að skýra frá því, að sjera Sigurður var einn af þeim prestum á þeirri tíð, sem hjálpaði oft sjúklingum og einkum var hann laginn að hjálpa konum við barnsfæðingar. Nokkru eftir að Skúli er farinn, kemur maður alla leið ofan úr Laugardal, og biður sjera Sig- urð að koma upp að Laugardalshólum að hjálpa konu í barnsneyð. Sjera Sigurður afsegir það í alla staði að fara út í þetta veður og sækja í móti því, en maðurinn treysti klárum sínum og hætti ekki fyrri, en hann hefur klerk á stað, og gekk ferðin slysalaust. En það hafði sjera Sigurður sagt, að mikið sæi hann eftir að hafa svarað þessu gaman- yrði við Skúla og vita hvað hann hældist um, þegar hann frjetti um ferð sína. Skúli læknir var, eins og áður er áminnst, duglegasti læknir og besti búhöldur, en ekki heyrði jeg orð á því haft,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.