Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 3
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 3 Sigurður Helgason ER ÁSTÆÐA TIL AÐ OTTAST UMFRAMTÍÐ ÍSLENSKRA BARNABÓKA? — hugleiðingar Sigurðar Helgasonar gagnrýnanda gefíð dúkkunni að borða og drekka Vorum að fá dúkkuna sem borðar, drekkur og þarfað skipta á eins og ungabarni. Verð aðeins kr. 280,- ^ TÓmSTUflDAHÚSID HF Lougaueqi ISlRentþuit »21901 Nú geta litlu stúlkurnar Á barnaárinu 1979 fóru fram tölu- verðar umræður um barnabækur sem og önnur málefni sem varða börn og unglinga sérstaklega. Þá voru áberandi raddir sem óttuðust að frumsamdar is- lenskar barnabækur ættu undir högg að sækja og menn óttuðust jafnvel að útgáfa þeirra liði senn undir lok. Þá voru ýmsar blikur á lofti sem gáfu þess- um ótta byr undir báða vængi. Útgáf- ur á teiknimyndabókum voru mjög áberandi á barnabókamarkaði og nálg- uðust að vera helmingur útgellnna barnabóka. En hefur eitthvað breyst i þessu sambandi á sl. tveimur árum? Svo virðist senr útgáfa myndasögu- bóka hafi minnkað verulega á undan- förnum tveimur árum. Hins vegar hcf- ur útgáfa vandaðra þýddra barnabóka aukist verulega og eru það að mínu mati góð skipti. Ég hefi áður látið skoðanir minar á teiknimyndasögum í Ijósi i greinum og geri þeim því engin skil í þessari grein. En það sem ég álít vera stærsta ókostinn við þessar bækur er að þær koma í veg fyrir að börn sem þær lesa fái þá lestrarþjálfun sem þeim er nauðsynleg til að þau geti t.d. stund- að nám og náð góðurn árangri. Frumsamdar íslenskar barnabækur eru töluvert áberandi á bókamarkaðin- um í ár. Höfundar sem hafa lengi verið í eldlinunni hafa sent frá sér nýjar bæk- ur og alltaf bætast nýir menn við. Lengi vel voru þeir sem skrifuðu barna- bækur langfleslir bamakennarar. En nú á allra síðustu árum hafa verið að koma fram á sjónarsviðið nýir höfund- ar sem ekki eru kennarar og vænta má að bækur þeirra séu skrifaðar frá dálít- ið öðru sjónarmiði en bækur eflir skólamennina. Þessir höfundar eru t.d. Sigrún Eldjárn, sem hefur jöfnum höndum skrifað sögur og myndskreytt þær haganlega, Andrés Indriðason, sem gaf út slna fyrstu bók 1979 sem vakti verðskuldaða athygli fyrir næm- an skilning höfundar á aðstæðum og hugsunarhætti barna. Páll H. Jónsson gaf út barnabók 1978, þá sjötugur að aldri, og sló í gegn og hlaut barnabóka- verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur það árið og sama leikinn lék hann ári síðar. Kornungur höfundur gaf út sína fyrstu unglingabók á siðasta ári. Hann heitir Eðvarð Ingólfsson og lofar fyrsta framlag hans góðu. Önnur bók hans kom reyndar út núna á dögunum. Margt og mikið hefur verið rætt og rit- að um Guðrúnu Helgadótlur og barna- bækur hennar, en þær eru meðal þess besta sem út hefur komið fyrir börn á undanförnum áratugum hér á landi. Hér hef ég talið upp þá höfunda sem hafa komið nýir fram á undanförnum árum og gefa allir góð fyrirheit og hafa raunar sumir hverjir þegar'skipað sér traustan sess meðal íslenskra barna- bókahöfunda. Það finnst mér sýna að engin ástæða sé til að óttast um framtíð íslenskra barnabóka. Sé þessi mikla viðbót við marga ágæta höfunda sem skrifað hafa um lengri og skemmri líma skoðuð hljóta menn að vcra bjartsýnir. Þegar menn voru hvað hræddastir um að framtíð íslenskrar barnabókaút- gáfu komu fram hugmyndir um að ástæða væri til að styrkja sérstaklega útgáfu þeirra. Það tel ég ekki vera bestu leiðina til að auka gæði islenskra barnabóka. Það liggur í augum uppi að ef höfundum tekst vel upp þá eiga þeir nokkuð vísa sölu á bókum sinum. Því miður eru alltaf til höfundar sem fá gefnar út eftir sig bækur sem betur værugeymdar i handriti ofan í skúffu heima hjá þeim. Slíkir höfundar verð- skulda engan opinberan stuðning. Sú hugmynd hefur líka komið fram að gott væri að fastákveða að bókasöfn kaupi ákveðinn fjölda eintaka af hverri barnabók eftir íslenska höfunda. Sömu vandkvæði eru á því og varðandi beina styrkinn. Hætt er við að óverðugir nytu þess, jafnvel á kostnað þeirra sem vel gera. Bókaverðir velja bækuf af þekk- ingu á þörfum notenda og áhugamál- um. Þeir kaupa frekar góðar bækur af því að þær hafa gildi, en kaupa færri eintök af lakari bókum. Það er eðlileg leið. Þeir nýju höfundar sem fram hafa komið á undanförnum árum eru og munu verða á næstu árum sá vaxtar- broddur sem listin að semja barnabæk- ur þarfnast. Ég hef meiri ástæðu til bjartsýni nú en fyrir tveimur eða þrem- ur árum. Umræða um barnabækur er meiri og fleiri virðast hafa hug á að gera hlut þeirra sem mestan og bestan. Versti óvinurinn er þögnin. Þeir sem skrifa bækur þurfa á sanngjarni og réttlátri gagnrýni að halda. Hlutverk fjölmiðla í því sambandi er mikið, en fyrst og fremst eru það rithöfundarnir sem eru áhrifavaldar. Nú geta aKr farið að móla — hér kemur tílboð, sem erfitt er oð hofna 1. Ef þú kaupir málningu fyrir 500 kr. eða meira færðu 5% afslátt. 2. Ef þú kaupir málningu fyrir 1000 kr. eða meira færðu 10% afslátt. 3. Ef þú kaupir málningu í heilum tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu verksmiðjuverð og í kaup- bæti færðu frían heimakstur, hvar sem er á stór- Reykjavíkursvæðinu. Hver býður betur? Opið mánud. — miðvikud. kl. 8-18 Opið fimmtudaga kl. 8-20 Opið föstudaga kl. 8-22 Opið laugardaga kl. 9-12 Oiðtil kl.18ídag fTTll BYGGHICAVÖRUBl Hringbraut 119 Símar: 10600-28600 Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.