Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 15
ng Menning Menning Menning Menning Þannig bregst Lúlli við hinum hræði- legu ótíðindum. Fleiri kvartanir Áðurnefndar kvartanir eru aðeins upphafið af heilli runu af kvörtun- um. Og á næstu dögum berast kvart- anir um eftirfarandi: tvo sígarettustubba; skóreim; klukku eða úrvísi; mjólkurmiða; fingurtraf; frakkatöly;: tyggigúmmíklessu (tuggða); hálfur skyrtuhnappur (ryðfrítt stál með demantamynstri); glerbrot; bjórflöskulok; og þrjár falskar tennur. Allt þetta finnst í mjólkurflöskum sem Lúlli hefur dreift en þegar sögu- sagnirnar komast á kreik, bætist við eftirfarandi: ein dómaraflauta; tveir barnaskór; einn gulur hárlokkur með bleikri slaufu; þrjár dauðar mýs; átta látúnsnaglar; fjórar rafhlöður í vasaljós; þrjár gamlar ólar af armbandsúrum; tveir ónýtir kúlupennar; og einn lifandi snákur 1 plastpoka. Útlitið er svart, kolbikasvart. Viðskiptavinir mjólkurbúsins segja upp unnvörpum, Timma og Smitta er sagt upp og Nýja mjólkurbúinu er stefnt fyrir rannsóknardómstól. Berti Winks Lúlli hefur keppinautana hjá Treystið — Okkur mjólkurbúinu grunaða um að hafa komið aðskota- hlutunum fyrir í mjólkurflöskunum og þvi stingur hann uppá því við Timma og Smitta að þeir ráði sig í vinnu hjá Berta Winks. Berti Winks er dreifingastjóri hjá Treystið — Okkur og ef við ljtum örlítið nánar á Berta Winks, þá hefur hann andlit sem ætti ekki að vera á hverjum sem væri — allra síst mjólkurdreifingamanni. Það er bók- staflega ósanngjarnt að önnum kafin húsmóðir, með strangan vinnudag frmundan og ef til erfiðar draum- farir að baki, skuli þurfa að berja augum annað eins andlit og á Berta svona i morgunsáriö. Húðin er skitagul. Nefið er stutt og hvasst og alltaf eldrautt af því hann er siknt og heilagt að bora í nefið. Annað augað er brúnt og næstum alltaf hálf lokað, hitt er fölblátt og töluvert útstætt. Tennurnar eru mjög smáar, í óvenjulegum, dálítið hlýleg- um brúnum lit. En munnurinn er um- fram allt hrollvekjandi. Hann teygist upp öðrum megin í áttina að syfjulega brúna auganu og hinum megin teygist hann niður í áttina frá útstæða fölbláa auganu. Berti er skítugur, fitugur, rykugur og latur trassi. Enginn venjulegur slóði getur komist með tærnar þar sem Berti hefur hælana. Og það er ýmislegt fleira gruggugt í pokahorni Berta Winks. Seinni viðbrögð Lúlla En eitt er að vita og annað að sanna og þó Lúlli sé sá klárasti i mjólkurdreifingunni og Timmi og Smitti engir aukvisar heldur, þá er verkefnið þeim ofviða — þarna þurfa atvinnusérfræðingar að koma til skjalanna. Og Lúlli sendir út neyðar- kall til stráka sem voru með honum í mjólkurdreifingunni fyrir mörgum árum. Þeir eru: Skinner leynilögregluforingi. Dálitið úfinn, dálítið óhrjálegur, ailur í hnipri eins og hann sé að búa sig undir stökk og mjög æðislegur. Þess vegna er hann kallaður Skinner tígris- dýr, Amold G. Hooley lögfræðingur og málafærslumaður. Hnellinn er hávaxinn llka. Með fágaðan svip. Mjúkur án þess að vera smeðjulegur. Gljáfægður án þess að vera fitugur. Skartmaður í klæðaburði. Norbert Rigg frægur leikari. (Sjö stórmyndir og fjórar eiginkonur nú þegar og ekki nema tuttugu og sex ára Pervisin með ósköp hvearsdaglegt, hálf- gruggugt og dálítið bólugrafið andlit. Lokakafli E. W. Hildick segir skemmtilega frá, því er ekki að neita og í staðinn fyrir að sletta einhverjum lýsingar- orðum á blað um ágæti hans, tók ég þann kostinn að týna út nokkur lítil dæmi um frásagnarhátt hans. Kannski er það rakinn dónaskapur og flokkast undir leti en það er alveg ómögulegt að endurskrifa heila, langa bók (plássins vegna) í einum stuttum bókaþætti. En vonandi getur fólk vegið og metið (ég sting uppá að bókin verði lesin frá upphafi til enda) hvort Neyðarkall Lúlla höfði til þeirra eða ekki. Bókin er mynd- skreytt af Iris Schweitzer en bóka- kápu gerði Brian Pilkington. Valdís Óskarsdóttir. Og lesandi þarf svo sem ekki að eiga í neinum vandræðum að svara fyrir sig. Þær eru báðar konur, söguhöf- undur og Salóme, og sem konur eiga þær samleið, flest annað sameiginlegt fyrir utan þessa einu nótt á Esju. Og söguna af Salóme er nærtækt að lesa sem kvennadæmi, kúgunar- sögu. Það fer svona fyrir okkur flest- um, segir Salóme sjálf þráfaldlega í sögunni, eða önnur orð í þá veru. Sjálf er hún ofurseld kynferði sinu, ef svo má taka til orða, hlutverki og hlutskipti eiginkonu og móður. Hún fær í rauninni aldrei að ráða sér sjálf. Þennan skilning máls hefur Ragn- heiður Jónsdóttir hent á lofti þegar hún teiknaði kápu á bókina. Þar sjást tvær konur, önnur með glöggum svip af höfundi, Jakobínu Sigurðardóttur Jakobina SigurOardóttir sjálfri. En þar eru þær ekki staddar í neinum alvanalegum fjögra manna klefa á Esjunni, við sjáum til þeirra á milli rimlanna í fangelsisglugga, ekki um neitt kýrauga. Það er ekki alitént víst að einfald- asta skýring máls sé ein rétt. Og dæmið af Sölu, Salóme verður fyrir víst ekki gert upp nema taka með í reikninginn síðustu kynni sögukonu af henni: kvæðlu sem hún rekst á í blaði löngu síðar, þegar Salóme er flutt suður. Sala yrkir um vorið, lát- inn ljúfling og leiði hans, og um sjó- inn sem var henni svo þungbær á meðan hún bjó á Hamri, kvæði sem ,,var svo einkennilega magnað sárum trega og heimþrá”. Var það þá allt hið mótdræga og þungbæra, ástin sem hún kynntist of seint, barnið sem batt hana og hún missti, ævikjörin, lífsbaráttan á Hamri sem um síðir gaf ævi hennar, lífinu gildi? Jakobína Sigurðardóttir hefur ein- att virst dómgjarn, stundum beinlínis dómhvatur höfundur. Aðferð höf- undarins virðist einatt sú að draga sig sem mest í hlé, láta sögufólk standa fyrir sínu máli sjálft, að nafninu til, tala beint til lesandans. Þetta er að vísu bara til að þykjast. Ströng sið- ferðisleg vandlæting höfundar leikur um fólkið á sviði sögunnar og af- hjúpar það fyrir augum okkar, fólk eins og kennslukonuna eða frúna á hæðinni í Dægurvísu, sóparann í Snörunni, eiginkonuna 1 Lifandi vatninu, svo að einhverjir séu nefndir af handahófi. Það er ekki mikið mannsmót eftir á sóparanum þegar höfundur skilst við hann. Og sama gildir um margar smásögur Jakobínu. í sama klefa er allt öðruvísi farið: þar er höfundur sjálfur, eða öllu heldur persónugervingur hans, þátt- takandi í sögunni. Aðferð hennar er að gefa I skyn frekar en segja frá full- um fetum, bera upp spurningar frek- ar en svara þeim. Það eru áreiðanlega engin svör uppi í sögunni um ævi og afdrif Salóme. Og því er ekki vert að gleyma að sögukonan er rithöfundur og kynni þeirra Salóme bókaarefni, frásögnin alla tíð vísvituð saga. öðr- um þræði fjallar hún um samband veruleika, lífsins sjálfs og skáldskap- arins. Salóme brúkar samferðakonuna sem áheyranda í klefanum þeirra á suðurleið. En það verður aldrei neitt beint samband í milli þeirra, Salóme hefur engan áhuga að hlusta sjálf á förunaut sinn þó hafa fýsti að trúa henni fyrir einhverju á móti, tala sjálf um sig. Sögukona er í upphafi að semja „góða bók”, „marktækt hug- verk” og hefur fengið til þess „ríkis- víxil” eins og hún segir með augljósu skensi. En hún gefst ekki upp við svo búið: það vantar i bókina lífið. Og 'sagan af Salóme ryður á burt góðri bók og marktæku hugverki. Vel að merkja: þessi persónugerv- ing höfundarins, og með honum les- andans sem á að hafa skrifað upp á víxilinn fyrir hann, er það sem að minnsta kosti mér veitist erfiðast að fella mig við í sögunni. Af hverju ekki tala um hlutina eins og þeir eru, og gert er að öðru leyti í sögunni: starfstyrk úr launasjóði rithöfunda og sögu sem mistekst að semja? Að vísu verður þetta líkingamál.ólík- indalæti til að ítreka við Iesandann að í sama klefa er skáldsaga, tilbúningur — hvað sem veruleikalíkingu, raun- giidi hennar að öðru leyti líður. Höf- undurinn sem talar í verkinu er önnur kona en rithöfundurinn sem sendi frá sér bókina. Saga hennar er eitt og lif- ið sjálft allt annað. Og spurningar þær sem þessi saga ber upp við lesandann til úrlausnar snúast ekki bara um hagi, kjör og hagsmuni kvenna. Þær beinast líka að skáidinu og skáldskapnum: mætti hans að bregðast við, fjalla um og tjá lífið sjálft og raunveruleikann. Eins og þaðer. SMÁSJÁR ásamt fylgihlutum frá kr. 356,— Góðar Og nytsamar ÁLTÖSKUR fyrir myndavélar frá kr. 682,— NIEWLUX sjónaukar frá kr. 470,— ENNA sýningarvélar fyrir litskyggnur frá kr. 1.910,— ELMO super 8 kvikmynda sýningarvélar án hljóðs, frá kr. 2.660,— MEOPTA stækkarar frákr. 1.540,— HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR S;20313 S: 82590 AUSTURVER S;36161 Umboðsmenn um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.