Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 13
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 13 Vegna fjárskorts hafa verið keyptar óhentug- ar, óvand- aðar, gamlarog viðhalds- frekar þyrlur skrásett i mai 1980. Tvær eru í eigu Landhelgisgæslunnar og ein í eigu Albínu Thordarson. Hvað er að? Lauslegajreiknaðduga þyrlur i eigu ís- lendinga í þrjú ár áður en þær farast. Hvernig stendur á þvi? Þessu hafa sjálfsagt margir velt fyrir sér. Einn þeirra er Eiður Guðnason, alþingis- maður. Eftir enn eitt þyrluslysið, í fyrra, tók hann málið upp á Alþingi og bað samgönguráðherra um upplýsingar um öryggismál varðandi þyrlurekstur. Eiður vildi fá að vita hve- margar þyrlur hefðu verið skráðar hér, hver hefðu orðið örlög þeirra, og hvort sam- gönguráðherra teldi ekki nauðsyn- legt að láta fara fram ítarlega athugun á öryggisþáttum (viðhaldi, þjálfun, eft- irliti) þessarar greinar flugrekstrar. Samgönguráðherra leitaði til flugráðs sem lét í té þær upplýsingar sem hér fóru á undan. Ennfremur sagði í bréfi flugráðs að hafa beri í huga að þyrlu- flug fari, eðli sínu samkvæmt, oft fram i lágum flughæðum þar sem hættara er við misvindi og ýmsum hindrunum. Þó er tekið fram að enginn einn samnefn- ari virðist fyrir orsökum slysa og óhappahér á landi. Flugráð hefur semsagt enga einhlíta skýringu á þessum slysum, enda hafa þau orðið af ýmsum orsökum og við mismunandi aðstæður, eins og rakið hefur verið. Þess ber og að gæta að víða í heiminum, t.d í Kanada, Alaska og á Grænlandi geta skilyrði til þyrlu- flugs verið alveg jafn slæm og jafnvel verri en hér á landi. Og þar endast þyrl- ur töluvert lengur en í þrjú ár. Eftir fyrirspurn Eiðs Guðnasonar setti flugráð þriggja manna starfshóp til að kanna á hvern hátt megi bæta öryggi í rekstri þyrlna. í júlí síðastliðn- um skilaði þessi starfshópur stuttri greinargerð þar sem talin voru upp ým- TF-GNÁ var skrásett hór á landi i febrúar 1972. Hún eyðilagðist ínauðlendingu á Skálafelli i október 1975. is atriði sem talið var að myndu bæta öryggi í rekstri þyrlna hér á landi. .Það var meðal annars fjallað um þjáifun flugmanna, útgáfu skírteina, flugreglur og flugrekstrartakmarkanir, viðhaldsþjónustu og eftirlit Flugmála- stjórnar með þyrlurekstri. 1 Iokaorðum segir: Svo virðist sem fjárskortur sumra þyrlukaupenda hafi freistað þeirra til að kaupa óhentugar, óvandaðar, gaml- ar og viðhaldsfrekar vélar. Einnig hef- ur verið nokkuð um það að ekki hefur verið hægt að leysa út varahluti vegna fjárskorts og þyrlurnar oft ekki flug- hæfar þessvegna, þegar á þeim hefur þurft að halda. Það má því víða finna orsakirnar. Þetta er óheppni En hvað segja flugmennirnir sjálfir? Langreyndasti þyrluflugmaður á ís- landi er Björn Jónsson, hjá Landhelgis- gæslunni. Og hann hefur tröllatrú á þyrlum, þótt hann hafi sjálfur þurft að nauðlenda einum fimm sinnum vegna bilana. Eftirminnilegasta lending hans er sjálfsagt þegar hann var að vinna við að flytja byggingarefni upp á Skálafell áTF-GNÁ. Þyrlan var við vinnu utan í fjallinu þegar drifkassi í stéli brotnaði. Við það fór stélskrúfan úr sambandi en það er hún sem gerir kleift að halda þyrlu í réttri stefnu, án hennar byrjar maskín- an að snarsnúast með miklum látum, öndvert við aðalskrúfuna „uppá þaki”. Enginn skilur hvernig Bimi tókst að skella þyrlunni á réttum kili utan í snar- bratta hlíðina og hoppa henni þaðan eins og kengúru niður á sléttlendi. Menn eru nokkuð sammála um að það hefðu fáir leikið eftir. Björn var að því spurður hvort ís- land væri of erfitt land fyrir þyrlur eða hvort við byggjum ekki yfir nægilegri tæknikunnáttu til að reka þær, nema hvort tveggja væri.. „Þessu svara ég neitandi,” sagði Björn, „alfarið neitandi, eins og þeir segjai stjórnmálunum. Við höfum bara verið óheppnir. Ég viðurkenni að sú óhappasaga er orðin furðulega löng, en vonandi er hún að baki núna. ísland er ekkert of erfitt land fyrir þyrlur. Veðrátta og landslag í t.d. Kanada og Alaska er síst betra en hér og þar eru þyrlur mikið notaðar, með góðum árangri. Hvað mannskapinn snertir er hann yfirleitt þjálfaður erlendis eða eftir er- lendum reglum. Okkar mannskapur að minnsta kosti. Ég veiL að reynsluleysi hefur átt þátt i sumum slysunum, en það er engin ein skýring á þeim. Ég er sannfærður um að þyrlur eiga mikla framtið fyrir sér á íslandi. Stóra þyrlan sem við erum með núna er gríð- arlega dugleg. Við höfum farið hægt af stað með hana því þetta er alveg ný teg- und og við höfum verið að gera á henni nokkrar breytingar og endurbætur eftir fyrirsögn erlendis frá. Sjálfir höfum við ekkijent i neinum bilunum. En þegar hún verður komin i fullt gagn, sem verður hvað úr hverju, mun hún vinnaokkurmikiðogvel.” -ÓT. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr. 145- og eilífðarjólatré frá kr. 290~ Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum, sem endast heila eilífð - 50cm, 130cm, 150cm, 170cm og 180cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.