Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 26
26 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð RannsóknaHögrBgkimenn teiða Amotd lannacone mðg hins myrta tíl dðmsabrins. GÓD OG GILD ÁSTÆÐA Október í New York. Hiti og svækja sumarsins er liðin hjá, loftið er milt og tært. Upplagt veður til útivistar og gönguferða í heimsins mestu borg. Athony Fiore og kona hans fóru ekki varhluta af veðurblíðunni þar sem þau gengu í átt til bifreiðar sinnar á Man- hattan. Þau voru að koma úr brúð- kaupsveislu og allt lagðist á eitt til þess að gera daginn eftirminnilegan. I góðum hópi ættingja og vina virtist framtiðin brosa við hinum hamingju- sömu Fiore hjónum. Og þvi ekki? Anthony Fiore var aðstoðarframkvæmdastjóri Citibank, einnar af umsvifamestu stofnunum í Bandaríkjunum. Framundan blasati við glæstur ferill í viðskiptaheíminum. Aðeins 34 ára gamall var Fiore í blóma lífsins. Lífið lék svo sannarlega við hann þetta haustkvöld. Við hlið hans gekk hin glæsilega eiginkona hans og ekkert virtist skyggja á hamingju þeirra. Þau höfðu að vísu bæði verið gift áður og þau hjónabönd höfðu farið út um þúfur, en þeirra eigið virtist ætla að blessast. Þau höfðu nú veriö gift áfalla- laust í tvöár. „Hver djöfullinn,” hrópaði Fiore skyndilega „sérðu helvítis dekkið.” Þar sem h inn nálgaðist bilinn í myrkrinu sá hann að einn hjólbarðinn var vindlitill. Hvort hann var spurng- inn gat hann ekki séö. „Góði láttu þetta ekki fara t taugarn- ar á þér,” sagði kona hans róandi, ,,þú ert enga st'und aðskipta um dekk.” Fiore andvarpaði og beygði sig niður til þess að virða fyrir sér hjólbarðann sem hafði komið honum úr jafnvægi. Á sama augnabliki stigu tveir menn hljóðlega fram úr húsasundi þar sem þeir höfðu staðið óséðir. Annar þeirra beindi skammbyssu að Fiore þar sem hann kraup við bílinn. Skothvellirnir rufu næturkyrrðina og leiftrin lýstu upp myrkrið þegar kúlurnar rifu og tættu líkama Fiores. Ein kúlan lenti í andliti hans önnur í brjósti og sú þriðja í hægri handlegg. Frú Fiore æpti upp yfir sig í skelf- ingu þar sem hún stóð yfir saman- krepptum líkamsleifum eiginmanns síns. Á meðan óp hennar bárust út í tæra nóttina hurfu árásarmennirnir jafn hratt og hljóðlega og þeir höfðu komið. Þrátt fyrir áfallið sem hún hafði orðið fyrir tókst eiginkonunni að verða sér úti um aðstoð og örskömmu eftir atburðinn voru lögreglumenn komnir á staðinn. Það tók þá ekki langa stund að gera sér grein fyrir því að Anthony Fiore væri allur. Svæðið var girt af í von um að einhver vísbending fyndist sem leitt gæti lögregluna á slóð ódæðis- mannanna. Frú Frú Fiore sagði lögreglumönn- unum að þau hjónin hefðu ekki verið rænd. En þar sem mikið hafði verið um rán og gripdeildir á þessu svæði að undanförnu vildu lögreglumennirnir ekki útiloka þann möguleika að um misheppnaða ránstilraun nefði verið að ræða. Samkvæmt .upplýsingum eiginkon- unnar höfðu árásarmennirnir verið rétt um tvítugt, báðir hvítir og grannvaxnir. Þeir hefðu verið meðalmenn á hæð. Mennirnir voru klæddir í skiðajakka, gallabuxur og strigaskó en henni hafði ekki tekist að greina neina liti á klæð- unum. Aðeins annar mannanna var vopnaður en það eina sem hún gat sagt um félaga hans var að svo virtist em hann hefði ekki rakað sig í nokkra daga. Lýsingin var þegar send til allra lögreglumanna á svæðinu, en þeim sem sendi út tilkynninguna urðu á þau. mistök að segja árásarmennina svarta i stað hvítra. Mistökin voru fljótlega leiðrétt en hafa áreiðanlega átt sinn þátt f því að enginn grunaður var hand- tekinn þegar í stað. Enn lá ekkert fyrir um ástæðuna til morðsins þó svo að flestir þeirra lögreglumanna sem komu á staðinn hölluðust að því að um ránstilraun hefði verið að ræða, en árásarmennina brostið kjark til þess að Ijúka verkinu eftir að þeir höfðu framið morðið og flúið af hólmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.